Færsluflokkur: Bloggar

Furðulegar kaffipásuumræður !!!

Var að koma úr 10:00 kaffipásunni minni þar sem ég negldi tvo líkkistunagla í viðbót. Þar átti ég spjall við vinnufélaga minn um kynlíf, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. Hann minntist á að smokkurinn væri ekki hans besti vinur og að hann hreint út sagt þoldi ekki að nota hann. Hann kom með eina skemmtilegustu lýsinguna sem ég hef heyrt á smokknum. "Þetta er eins og að borða karamellu í bréfinu". Spurning hvort við strákarnir séum nógu hræddir við "tannpínuna" til að borða bréfið líka ;)

Nú eru góð ráð dýr !!!

Nú förum við félagarnir í loftið næsta laugardag kl. 16.00. Ferðinni er heitið til Evrópu þar sem við munum ferðast með lestum og skoða það sem okkur langar. Einn hængur er á og það er að við byrjum í London í tvær nætur. Það virtist ekki vera í lagi hjá Al Qaeda að við félagarnir værum að koma því um leið og það var ákveðið og pantað byrjuðu þeir að sprengja bombur líkt og Hilmar nágranni á gamlárskvöld. Þar að auki erum við óttaslegnir yfir því að verða rændir á leiðinni í lestunum. Ég hef fundið eftirfarandi lausn á vandamálinu til að tryggja öryggi okkar í ferðinni.

Gott er að hafa örugg föt til að ferðast í. Bombugallinn virkar vel til þess brúks. Einnig virðist hann vekja mikla lukku hjá kvenþjóðinni.

bombugallinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Uppistand á Hverfisbarnum !!!

Átti nokkuð skemmtilegt kvöld á Hverfisbarnum í kvöld. Þar tókum ég, Bjarni Töframaður og Þórhallur á honum stóra okkar og vorum með uppistandskvöld. Þetta var svakastemmning og það verður gaman að sjá hvernig þessi kvöld munu ganga í sumar.

Ég hvet alla til að láta sjá sig á þessum kvöldum í sumar.


Nú þarf að bæta aðstöðuna !!!

Það á ekki að leyfa þessum vitleysingum að komast upp með þetta. Þetta eru karlmenn í sloppum með handklæði um hausinn. Er ekki hægt að taka einhverja þjóðarhreinsun í þessu landi eins og svo mörgum öðrum ??? Bara láta slag standa og afmá leifar Ali Baba og vina hans !!!

Ég ætla að nota mér tækifærið og búa til nýja bók. Þetta verður í anda "Hvar er Valli" bókanna og mun heita "Hvar er Osama". Ég er nú þegar kominn með kaupanda af fyrstu prentuninni en það er Bandaríkjaher. Þeir hafa lofað að nýta allar mögulegar leiðar til að finna Osama Bin Laden.


mbl.is Tuttugu létust í sprengjutilræði um háannatímann í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Susie Rut - Hvíl í friði

Það þykir mér ótrúlegt hvernig fjölmiðlar virka. Ég las fyrirsögn í blaði fyrir ekki svo löngu síðan um stúlku sem fannst með sprautu í hendinni á Landspítalanum. Ég ákvað að lesa þessa grein ekki. Ég ákvað að loka augunum og hugsa um eitthvað annað. Of oft les maður greinar um ungt fólk á mínum aldri sem fellur fyrir freistingunum sem verða þeim að falli.

Svo komst ég að því að ég þekki til. Ekki stúlkuna sjálfa heldur systir hennar. Ekki náið heldur erum kunningjar. Fyrst var mér brugðið því ég hafði ekki vitað af þessum veikindum eldri systurinnar. Svo varð mér enn meira brugðið því ég uppgötvaði að þessi fjölskylda sem að mínu mati virkar sem góð og heilsteypt fjölskylda hefur orðið fyrir áfalli. Þau hafa misst litlu stelpuna sína. Þetta sekkur dýpra og dýpra og hefur áhrif sem maður ræður ekki við.

Ég heyrði af góðri grein. Ég keypti mér Morgunblaðið í fyrsta skipti í langan tíma og ég las. Morgunblaðið var dagsett miðvikudaginn 26.júní 2007. Greinin var öflug og sterk og undirritaður var Pabbi. Í greininni las ég sterk orð frá manni sem greinilega hefur sterka sál. Að skrifa svona sterk orð á svo erfiðri stundu er okkur öllum hvatning til að gera betur og standa sterk saman. Hann rekur til baka æskuminningar Susie á það tilfinninganæman máta að mér fannst ég þekkja stelpuna að lesningu lokinni. En hann felur ekki. Ekkert suss suss og þei þei. Hann þylur upp veikindin sem höfðu hrjáð stelpuna. Sjúkdóminn sem eiturlyfjafíkn er. Fordómafullar raddir segja að eiturlyfjaneytendur geti kennt sér sjálft um. Hörð orð og einföld lausn ! Staðreyndin er sú að neyslan er valkostur en fíknin er áþján... svo sterk áþján að neyslan getur hætt að vera valkostur. Ef þú ert á mínum aldri sleppuru ekki við að þekkja a.m.k. 1-2 sem hafa orðið fíkninni að bráð. Sögur fyrir 50 árum voru fyllibyttan kom ekki heim í nótt. Sögur í dag eru að fíkillinn kemur ALDREI AFTUR HEIM !!!

Pabbinn leggur til stofnun sjóðar. Berjumst gegn eiturlyfjasölu. Ég skal taka þátt í því stríði. Ég skal taka þátt í því. Ég á ekki mikið en ég á nóg til að taka þátt !!!

Tökum öll þátt því breytingar krefjast aðgerða og við getum öll gert eitthvað saman !!!

Diljá og fjölskylda... Mín samúð liggur hjá ykkur. Gangi ykkur vel á þessum erfiðu tímum og haldið áfram að vera sterk.


Hugur og hjörtu liggja hjá Madeleine og öllum þeim sem í sömu sporum standa !!!

Ég las áðan frétt eftir vitleysinginn sem er með www.blog.is/magaadgerd/ þar sem hún/hann sagði að 15.000 börn hafa tapast í Bretlandi síðan að Madeleine hvarf. Barnalegt og asnalegt að láta þetta út úr sér. Shame on you !!!

Það er bara staðreynd að ef allir hörmungar heimsins ættu að fylla inn í forsíður að þá mundum við drukkna. Þetta mun aðeins virka sem fordæmi í hinum harða heimi sem við búum í. Foreldrarnir sýna hörku sem ekki allir foreldrar gætu haft á stundu sem þessari. Þau eru sniðug og útsjónarsöm og finna nýjar leiðir til að koma þessu málefni á framfæri og halda því lifandi. Frábært hjá þeim.

Hinsvegar er það mitt kalda mat að þau hefðu átt að passa sig miklu betur út á Portúgal til að vernda stelpuna. En fólk gleymir sér stundum og það er ekki aftur tekið. Þau eiga hrós skilið fyrir þá orku sem þau setja í að finna stelpuna í stað þess að sitja heima og grenja.

Sendum saman þá strauma út í heiminn að litla stelpan finnist. Vonum og biðjum og það getur gerst sannið þið til. Kraftaverk er ekki neitt annað en eitthvað afar gott og frábært sem þú fékkst án þess að miklar líkur væru á því. En kraftaverk geta gerst.


mbl.is Blöðrur til marks um samkennd með fjölskyldu Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngsins Köbenhavn !!!

Þetta er svo saklaust og þægilegt í Danmörku. Ræningjarnir ganga um með leikfangabyssur og flýja á hjóli. Hvergi annarstaðar en í Danmörku finnur maður svona vitleysu. Ég og vinirnir erum að fara í interrail ferðalag og við erum hræddir við alvörubófa sem nota byssur og hnífa en ekki leikföng.

En maður veit alltaf af því að ef maður verður peningalítill að þá er bara að stoppa í dótabúð og kíkja í kóngsins köbenhavn !!!


mbl.is Íslendingur lenti í vopnuðu ráni í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir orðnir brjálaðir ???

Eru þessir menn ekki búnir að lenda í nógu miklum hremmingum. Er ekki málið að einhver taki það að sér að segja þeim að stríðið sé búið !!!

Ég er nú sjálfur á leið með að fljúga yfir Atlantshafið og til Bretlands í næsta mánuði. Verð meira að segja í Boeing flugvél. Ætli kallinn endi með að brotlenda á Grænlandi í leiðinni ???


mbl.is Ætla að ljúka verkefni frá 1942
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim vantar bara klapp á bakið !!!

Tökum nú höndum saman og stoppum alltaf hjá Blöndóslöggunni á leið norður. Þeir reyna svo mikið að vera duglegir og í hvert skipti sem þeir eru duglegir við að stoppa grunlausa ökumenn og hrifsa af þeim krónur úr vasanum hringja þeir í fréttablöðin í þeim tilgangi að prýða forsíðuna.

Þeir þrá athygli. Þeim vantar kærleika og hlýju. Það kann enginn vel við þá og þeim finnst þeir vera misskildir í heimi fullum af lögbrjótum. Stoppum á Blönduósi og klöppum þeim á bakið. Hrósum þeim og segjum fallega hluti við þá. Þá kanski öðlast þeir friðarró og við getum byrjað aftur að keyra alltof hratt og drepa okkur í umferðinni !


mbl.is Vildi gefa lögreglunni radarvarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Europe... Here we come !!!

Það er ekkert smávegis mikill fiðringur í mallakút á mér núna. Var að enda við að ljúka skipulagningu á gömlum og góðum draum. Ég er að fara í interrail lestarferðalag um Evrópu sem mun taka 21 dag. Með mér í för verða tveir af mínum bestu vinum Óli Jóns og Henning. Margir áhugaverðir staðir verða skoðaðir og byrjað verður í Frakklandi farið um Þýskaland yfir til Ítalíu og endað á Spáni. Við munum meira að segja taka siglingu um miðjarðarhafið frá Ítalíu til Spánar.

Það verður stofnuð heimasíða um þessa ferð og ég mun væntanlega auglýsa hana nánar síðar. Fyrir þá sem eru áhugasamir getið þið séð ferðasögurnar og myndirnar um leið og þær berast.

Förin hefst þann 6. júlí n.k. og því er að duga eða drepast við undirbúning á næstu dögum. Bakpokinn verður minn besti vinur og versti óvinur. Fæturnir mínir eru komnir á oflaunaðann yfirvinnutaxta vegna upprennandi vertíðar eftir letilíf og aðgerðarleysi við skrifborðið s.l. árið.

Viva Europa eða eitthvað þvílíkt !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband