Susie Rut - Hvíl í friði

Það þykir mér ótrúlegt hvernig fjölmiðlar virka. Ég las fyrirsögn í blaði fyrir ekki svo löngu síðan um stúlku sem fannst með sprautu í hendinni á Landspítalanum. Ég ákvað að lesa þessa grein ekki. Ég ákvað að loka augunum og hugsa um eitthvað annað. Of oft les maður greinar um ungt fólk á mínum aldri sem fellur fyrir freistingunum sem verða þeim að falli.

Svo komst ég að því að ég þekki til. Ekki stúlkuna sjálfa heldur systir hennar. Ekki náið heldur erum kunningjar. Fyrst var mér brugðið því ég hafði ekki vitað af þessum veikindum eldri systurinnar. Svo varð mér enn meira brugðið því ég uppgötvaði að þessi fjölskylda sem að mínu mati virkar sem góð og heilsteypt fjölskylda hefur orðið fyrir áfalli. Þau hafa misst litlu stelpuna sína. Þetta sekkur dýpra og dýpra og hefur áhrif sem maður ræður ekki við.

Ég heyrði af góðri grein. Ég keypti mér Morgunblaðið í fyrsta skipti í langan tíma og ég las. Morgunblaðið var dagsett miðvikudaginn 26.júní 2007. Greinin var öflug og sterk og undirritaður var Pabbi. Í greininni las ég sterk orð frá manni sem greinilega hefur sterka sál. Að skrifa svona sterk orð á svo erfiðri stundu er okkur öllum hvatning til að gera betur og standa sterk saman. Hann rekur til baka æskuminningar Susie á það tilfinninganæman máta að mér fannst ég þekkja stelpuna að lesningu lokinni. En hann felur ekki. Ekkert suss suss og þei þei. Hann þylur upp veikindin sem höfðu hrjáð stelpuna. Sjúkdóminn sem eiturlyfjafíkn er. Fordómafullar raddir segja að eiturlyfjaneytendur geti kennt sér sjálft um. Hörð orð og einföld lausn ! Staðreyndin er sú að neyslan er valkostur en fíknin er áþján... svo sterk áþján að neyslan getur hætt að vera valkostur. Ef þú ert á mínum aldri sleppuru ekki við að þekkja a.m.k. 1-2 sem hafa orðið fíkninni að bráð. Sögur fyrir 50 árum voru fyllibyttan kom ekki heim í nótt. Sögur í dag eru að fíkillinn kemur ALDREI AFTUR HEIM !!!

Pabbinn leggur til stofnun sjóðar. Berjumst gegn eiturlyfjasölu. Ég skal taka þátt í því stríði. Ég skal taka þátt í því. Ég á ekki mikið en ég á nóg til að taka þátt !!!

Tökum öll þátt því breytingar krefjast aðgerða og við getum öll gert eitthvað saman !!!

Diljá og fjölskylda... Mín samúð liggur hjá ykkur. Gangi ykkur vel á þessum erfiðu tímum og haldið áfram að vera sterk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband