Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Einn maður er ég sé eftir !!!

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisblóðið renni í æðum mínum verð ég að viðurkenna söknuð eftir einum framsóknarmanni. Það er hann Jón fráfarandi formaður Framsóknar. Bitur er hann þessa dagana því hann var kominn í lykilstöðu til að rífa upp flokkinn og svo náði karlinn ekki einusinni kjöri. Það fannst mér synd og skömm en ég votta honum alla mína virðingu. Ég hef heyrt manninn tala og ég tel að þar fari miklir vitsmunir á milli eyrna. Ég trúi því að hann sé einn af síðustu sénsum Framsóknar og því miður séns sem er tapaður hérmeð.

Annað sem ég tek eftir þessa dagana er óþrjótanlegt bros á Samfylkingarmönnum. Velkomin í ríkisstjórn vil ég segja við ykkur. Standið ykkur nú eins og hetjur og sannið að þið eruð ekki einn stór hrærigrautur og orðin tóm eins og maður hefur nú lesið um í fjölmiðlum. Ég er alveg viss um að ykkar hugmyndir með styrk Sjálfstæðisflokksins geti gert landið okkar betra. Öðruvísi en með Sjálfstæðisflokknum hefði ég ekki viljað sjá Samfylkinguna í stjórn því þrátt fyrir góðar hugmyndir verður að hafa góðan bakgrunn og ég tel að þekking, reynsla og fjármálavit sem tíðkast innan Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að gefa ykkur góðan meðbyr til farsæls stjórnarsamstarfs.

Ég nenni ekki að röfla meira... Læt það í hendur stjórnmálamanna þessa dagana því þeir virðast hafa nóg eftir ósagt !

PS: Fáum fjölbreyttari og hnitmiðaðari pólitískar umræður í fjölmiðla allt tímabilið en ekki bara fyrir næstu kosningar.


Tökum saman höndum og berjumst !!!

Paul Watson heldur að hann geti komið hingað norður og gert allt vitlaust. Ég held nú ekki. Ég boða til sameiningar okkar landsmanna. Hitum upp víkingablóðið í okkar æðum og sínum Paul Watson af hverju við erum í gegnum mannkynssöguna búin að vaxa og dafna í að vera öflug þjóð á alþjóðagrundvelli. Berjumst saman gegn honum og tökum mannhelvítið úr umferð !!!


mbl.is Við erum tilbúnir til að hætta lífinu til að stöðva hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið hlé !!! Langt síðan ég bloggaði !!!

Ég er farinn að minna sjálfan mig á RÚV hér á árum áður þegar "Afsakið hlé" skjámyndin var ekki óalgeng. Það hefur ekki heyrst í mér í alltof langan tíma. Ég velti fyrir mér ástæðum þess og ég held að ástæðan sé einföld. Ég er ennþá að jafna mig á fréttum þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn geti mögulega hafið ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. En í dag fékk ég hugljómun sem snart mig á máta sem ég hef ekki verið snertur áður... BREYTINGAR ERU KANSKI EKKI SLÆMAR !!!

Líkt og sagt hefur verið í fréttum hefur Framsóknarflokkurinn dalað töluvert á síðasta kjörtímabili og ekki hjálpaði til innanbúðar rígur hjá þeim félögum. Meira að segja Dóri brosmildi sagði af sér embætti Forsætisráðherra þar sem hann tók ábyrgð á fylgistapi Framsóknar í Sveitastjórnarkosningunum fyrir ári síðan. Kanski að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið í stjórnanda hlutverki með Framsókn og aðeins einum manni í meirihluta þar sem Framsókn er á hálum ís. Einnig tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti að mörgu leyti bætt margar hugmyndir Samfylkingarinnar með íhaldssamri hugsun ásamt því að Samfylkingin geti létt á aðhaldi Sjálfstæðismanna og snúið þeirra ágætu vegferð til farnaðar yfir á meira "People oriented" braut.

Ég fagna þessu nýja samstarfi og vonast innilega til að þetta samstarf náist sem fyrst svo það geti blómstrað.


Kosningaráróður !

Nú ber vind að seglum og flekinn sem við siglum á í gegnum ólgandi hafsjó tímans ber okkur að kosningardegi með eurovision þema. Við fylkjumst liði í íþróttahús og skóla og minnum helst á sauði í réttum. Við gefum okkar álit og atkvæði og snúum svo aftur í kalda tilveruna, bítandi á jaxlinn, vonandi að okkar atkvæði hafi gert eitthvað gagn fyrir okkar menn. Spennan magnast og talning atkvæða hefst á meðan þjóðin situr límd fyrir framan imbakassann með snakk og ídífur og bíður þess að vita hvort hægristjórnin haldi velli eða hvort hálfvitunum hafi tekist ætlunin og að við séum á hraðbyri til glötunar með vinstristjórn.

Á meðan neglur eru nagaðar og sviti perlar á ennum stjórnmálaþyrstrar þjóðar sér Eiríkur rauði um að halda veislunni gangandi með framlagi sínu til eurovision. Þjóðin vonar heitt og innilega að Eiríkur fái meira fylgi í Eurovision heldur en Framsókn fær í kosningunum. Samfylkingin íhugaði mikið að segja Ingibjörgu Sólrúnu úr flokknum eftir slæma frammistöðu Silvíu nóttar í Eurovision í fyrra. Þeir sáu að það er ekki sniðugt að bjóða fram furðulega útlítandi persónur.

XD og vandinn er leystur !


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband