Færsluflokkur: Dægurmál

Nýjustu fréttirnar af frónni !!!

Mánudagur til mæðu rann upp á það skemmtilegan máta að ég var varla að trúa því að um mánudag væri að ræða. Það var algjör föstudagsstemning í mér. Síðan var mér óvart litið á dagatalið þegar ég mætti í vinnuna og sá þar mér til mikillar undrunar að á morgun er 1. maí og þessvegna frídagur. Hinsvegar er það ekki ástæðan fyrir þessari taumlausu gleði minni í morgun.

Ástæðan fyrir þessum óvænta hressleika mínum er einföld. Ég er nánast búinn að hósta upp öllu slímdrasli sem hefur hrjáð mig á meðan reykingarferli mínu stóð, ég er nánast laus við alla löngun í sígarettur á mettíma, ég vaknaði í dag á 9. reyklausa deginum mínum í röð og ég fattaði að í lok dags í dag hef ég sparað mér 5.400 kr.

Ég fór að leika mér að tölum og komst að því mér til mikillar undrunar að í byrjun ágúst þegar ég fer í sumarfrí mun ég eiga auka 60.600 kr. Ég veit nú ekki betur en að það séu flugseðlar fyrir tvo til Spánar þannig að ef til vill get ég leyft mér að fara til útlanda í sumar ef það liggur vel við höggi gagnvart öðrum málum.

Þannig að ég þarf að finna mér leið til að safna eyðslufé. Ég þyrfti að mana Stefaníu í að hætta að borða nammi og safna þannig auka 180.000 kr. fyrir ágúst. Cool

Aðrar fréttir eru þær að ég er alvarlega að hugleiða Háskólanám með vinnu n.k. haust. Ég hef bæði verið að kynna mér nám í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum Bifröst þar sem bæði viðskiptafræði og tölvuvísindi koma til greina. Þrátt fyrir að ég hafi brennandi áhuga á tölvunum er viðskiptavitið mitt alltaf að pota í mig og spyrja hvort ég sé orðinn viti mínu fjær að fikta í tölvugörmunum. Á sama tíma er tölvuvitið mitt að horfa á viðskiptavitið mitt eins og hvern annan vírus sem þarf að eyða. En svo er alltaf spurning hvort maður sameini ekki tvo hæfileika og verði tölvubusinessmann í businessmannatölvuheimi !!!

Amma varð 65 ára í gær og okkur skötuhjúum var boðið í glæsilegan brunch á Nordica Hóteli. Þar hittumst við fjölskyldan og átum á okkur gat. Amma var hin kátasta og bauð okkur öllum í heimsókn að máltíðinni lokinni. Eins og fjölskyldunni minni er einni lagið voru færðar veitingar á borð þegar heim til hennar var komið þó að flestir hafi borðað 2-3 diska af mat í hlaðborðinu. Þegar ostabakkinn var látinn á borðið afþakkaði ég pent fyrir mig en þegar kökurnar voru opnaðar lét ég mig kurteislega hverfa. En það var frábært að hitta alla og eiga góða stund. Til hamingju með afmælið amma mín !

Við fengum gesti í gær. Bjarni, Svana og Steindór kíktu til okkar og borðuðu með okkur Ýsu í raspi með soðnum kartöflum. Mér tókst einhvernvegin að gera hið ómögulega. Ég sauð kartöflurnar það lengi að allt vatn bráðnaði niður og brann í botninn á pottinum. Ég hef bara aldrei vitað til þess að vatn gæti brunnið. Hinsvegar var auðvelt að hreinsa það úr það eitt er víst. Ég lærði þarna dýrmæta lexíu í matargerð. Ekki sjóða kartöflur í 50 mínútur eða lengur.

Nenni ekki að blaðra meira í bili. Gleðilegt sumar og hafið það gott í góða veðrinu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband