Færsluflokkur: Bloggar

Viva Italia !!!

Jæja vinir og vandamenn. Nú hef ég sögu að segja og það er ekki bara spítalasaga heldur raunarsagan mín frá Ítalíu árið 2007.

Þann 17. júlí s.l. vorum við félagarnir staddir í Feneyjum. Við vorum í Campingsvæði með hjólhýsi og höfðum það notalegt. Við kynntumst skemmtilegu fólki þar kvöldið áður og höfðum aðeins fengið okkur í glas með þeim. Bæði af þeim orsökum og löngu og ströngu ferðalagi að þá sváfu strákarnir vært frameftir degi. Á sama tíma sat ég í sólbaði hinn kátasti og tvær skvísur frá Noregi settust hjá mér og fóru að spjalla við mig. Dagurinn þróaðist þannig að strákarnir sváfu og sváfu og vildu engan vegin koma og hitta þessar skemmtilegu stelpur þannig að ég sat einn um kvennafansinn og kunni sko ekki illa við það. Þegar leið að kvöldmatartíma kviknaði Casanova fílíngurinn í mér og ég sagðist mun frekar vilja eyða kvöldinu þannig að þær borðuðu með okkur heldur en bara við strákarnir. Ég stakk uppá kózý kvöldverð í Feneyjum við Canalinn. Þær voru ekki lengi að segja já við því og þutu heim í kot í sturtu. Eftir að hafa gelað hárið og sturtað kroppinn fór ég að sækja þær en þær voru ekki alveg tilbúnar. Sögðust hitta okkur í rútunni kl. 20.00. Til að gera langa sögu stutta að þá settumst við strákarnir og fengum okkur bjór og ég gleymdi að klukkan var orðin 20.00 og við misstum af rútunni. Fórum s.s. einir að borða þetta kvöld og ég ekkert lítið óhress með óheppnina. Reyndar hittum við þær seinna um kvöldið og þær komu út með okkur í nokkra drykki. Gaman að hitta fólk frá Scandinaviu svona langt að heiman :)

Þetta var fyrsta óheppnin !

Þegar við lögðum af stað til rómar að þá vorum við í einhverja 5 klukkutíma á leiðinni í lest. Við lögðum sætin niður og fengum okkur blund á leiðinni. Þegar lestin kom á áfangastað að þá ætlaði ég að reisa sætið mitt við en tók of fast á því og BRAUT ÞAÐ skrúfur þeyttust í allar áttir og ég panikaði á meðan strákarnir misstu sig úr hlátri. Ég rauk út úr lestinni og beint inn á steikhús til að fela mig. Þeir skemmtu sér konunglega yfir óttanum í mér en ég ætlaði ekki fyrir mitt litla líf að borga fyrir þetta sæti. Eftir að hafa pantað okkur mat á steikhúsinu sagði Óli "Helgi það er vörður að leita að þér" og hjartað mitt sló aftur sem áður. Kvikyndið náði mér alveg í það skiptið.

Þetta var önnur óheppnin !

Venjulega er ekki snyrtilegt að segja klósettsögur en ég ætla að láta eina flakka. S.s. á steikhúsinu var ég orðinn ansi veikur og þurfti að fara á klósettið. Mér til mikillar furðu var þar ENGIN KLÓSETTSETA og nú voru góð ráð dýr. Ég rifjaði upp gömlu skátarullurnar en mundi ekki eftir að hafa verið kennt þetta. Svo ég tók á honum stóra mínum og kláraði iðjuna standandi. 100% hittni samt og það var nú furða en þetta var ógeðsleg upplifun. Þetta er samt ekki ástæðan fyrir að ég ákvað að segja þessa sögu heldur er það hvað gerðist næst. Þegar ég skakklappaðist út með sárt ennið eftir að hafa klárað þetta standandi kemur á móti mér kona sem beið eftir að klóstið losnaði og hún var í búning sem var merktur CLEANING TEAM og heldur betur sem lyktin tók á móti henni. Ég var niðurlægður eins og ég veit ekki hvað. Strákarnir hlóu mikið en ekki hlóu þeir þegar þeir þurftu sjálfir að klára náttúruna og þá hló sá best sem síðast hló.

Þetta var þriðja óheppnin !

Í Róm tók Fanney vinkona á móti okkur og við fengum okkur kokteila. Svaka stemmning nema að hóstinn minn var orðinn ansi skæður. Ég var kominn með brjóstsviða og búinn að vera þannig síðan í Feneyjum. Hugsaði hvort ég ætti að fara á spítala en ákvað að bíða. Þegar við sofnuðum að þá fann ég hvernig sviðinn jókst og jókst. Þetta endaði næsta morgun með því að ég hóstaði blóði og þá var mér ekki sama. Ég gat lítið sem ekkert andað og reyndi að halda mér rólegum. Ég fór í receiption sem brunuðu mér í taxa og beint uppá spítala. Þar var tekið á móti mér og Fanney kom til að hjálpa til með þýðingar. Til að byrja með var ég spurður spurninga, svo var ég settur í Xray, alltaf jókst verkurinn, svo var tekin blóðprufa, svo var tekið hjartalínurit og mér stóð ekki á sama. Ég lá á bekknum og það voru allskonar prufur og ég var orðinn orkulaus og gat varla andað og þá labbar inn PRESTUR. Hann spyr mig Swedis or Finnish ??? ég væli lágt Ielandic !!! Hann bað fyrir mér bæn og hélt áfram að labba. Ég hélt að presturinn kæmi bara þegar þú værir að deyja en ekki í Ítalíu, þar fær hann sér labbitúr um spítalann. Legan á spítalanum var skítsæmileg fyrir utan að enginn talaði ensku og þá hvorki læknar né hjúkkur. Einn af læknunum var gullfalleg kona og hjúkkurnar voru það flestar líka. Ég fékk smá 15 mínútna frægð þarna þar sem fólkið á spítölunum sér sjaldan skandinavískann víking. Þeim fannst furðulegt að þrátt fyrir mikil veikindi hafði ég alltaf matarlyst fyrir panini eða eitthvað slíkt. Í morgun voru þeir farnir að kalla mig Coca Cola boy af því það var það kaldasta sem ég fann á spítalanum og ég kláraði nokkrar. Þetta var án efa alþjóðlegasta spítalalega sem ég mun nokkurntíma eiga þar sem ég talaði við starfsfólkið á spítalanum á þeirri litlu ítölsku sem ég kann, fólkið úr sendiráðinu á ensku, vini og kunningja á íslensku og norsku stelpurnar voru í sms sambandi við mig á norsku/dönsku. Svo þetta var ágætt þegar allt kom til alls.

En ég er frískur og nú er það bara að halda áfram förinni. Bóka ferð til Spánar núna. Strákarnir eru hressir og biðja að heilsa heim.

Sjáumst :-) :-) :-)


Rúmliggjandi á Ítalíu

Helgi Þór er loksins farinn að slaka á í ferðinni og ákvað að leggjast inn á spítala í Róm, ekki bara til hvíldar heldur líka til lækningar.  Hann fékk slæmt bronkítis en er í meðhöndlun vegna þess.  Hann lofar góður bata þar sem matarlystin hefur ekki kllikkað og ekki kvartar hann undan ítölsku hjúkkunum :)  Fanney hefur verið honum til hjálpar og Fredrika úr sendiráðinu, þær eru alveg yndislegar, frábærar og allur pakkinn.  Bestu kveðjur til allra heima.   

Nú var kominn tími til !!!

Það er kominn góður tími frá síðustu færslu og kominn tími til að henda inn nýjustu sögunum. Við vöknuðum í Prag fyrir nokkrum dögum síðan og vorum við það að leggja í hann af þessu frábæra hóteli sem við gistum á. Við lágum þreyttir og drukkum vatn í lobby og biðum þess að klukkan væri nógu margt. Orkan var lítil og við vorum ansi þreyttir eftir ferðina. Þar að auki kvörtuðum við hávært yfir því að sumarið væri barasta ekki komið og að 20 stiga hiti væri ekki töff í svona ferð. Við stigum út og þá var 35 stiga hiti. Þegar í lestina var komið óskuðum við þess heitt að ennþá væri 20 stiga hiti úti því þar myndast lognmolla. Við sátum allan daginn í lestinni og þegar við vorum komnir dýpra og dýpra inn í Pólland vorum við farnir að hafa áhyggjur. Við kynntumst Bandaríkjamanni í lestinni sem gafst upp á USA og bjó í Tékklandi en hann sagðist ekki fara til Póllands því þar væri mafían og hættulegt að vera. Hann kom einnig með furðulegar samsæriskenningar um Hitler, Nasismann og hvernig Evrópusambandið væri ekkert annað en sigur Þjóðverja með 3ja ríkið. Svo hló hann mjög furðulega eftirá en samt skuggalega gaman af honum. Hann minnti mig soldið á Forrest Gump.

Við vorum orðnir nett skelkaðir þegar komið var til Krakow þar sem síðustu mínúturnar skall á myrkur. Við höfðum óskað þess að fá að leita hótelsins í dagsbirtu en svona er þetta. Tókum taxa beint í miðbæinn og fengum þar íbúðarhótel sem var í raun Lúxusíbúð á besta stað. Svo tók við alveg frábært kvöld og menningin er rosaleg. Hestvagnar, tónlist, götulistamenn, götuleikhús og svo margt meira. Byggingarlistin er frá Austur Ungverska rómarveldinu og þetta er afar skemmtileg sjón. Þegar við vöknuðum daginn eftir fórum við á matsölustað á götuhorni og það sest nettur geitungur á borðið hjá okkur. Við stukkum allir hæð okkar því okkur brá svo mikið, skríktum og flissuðum eins og litlar skólastelpur og þjónustustúlkan endaði með að koma og drepa vondu fluguna með glasi. Mjög vandræðarleg stund og okkar karlmenska hvarf í soldinn tíma. Í Póllandi var á þessum tíma 36 stiga hiti.

Við keyptum okkur ferð í Auswich seinna um daginn og það var svakaleg upplifun. Þetta hafði gífurleg áhrif á okkur og ég get svo svarið það að allir hafa gott af því að upplifa þetta a.m.k. einu sinni. Sorgin sem hvílir yfir þessum stað og óhugnalega stærðin á svæðinu. Þarna voru myndir, gamlar aðstæður sem fangarnir gistu í, 2 tonn af hári, mörg tugþúsund skór og svo margt annað sem geymt hefur verið í öll þessi ár. Svakalegt í alla staði og í rútunni á leiðinni til baka var grafarþögn alla leiðina.

Um kvöldið fórum við á lestarstöðina og hoppuðum í næturlest til Vínarborgar. Þar myndaðist góð stemming og við kynntumst hressum stelpum frá Írlandi. Fyndið að hlusta á þær tala. Þeim fannst eitthvað erfitt að bera fram nafnið mitt svo ég fékk viðurnefnið Shaemus. Þær fóru svo á hostel í Vínarborg en við héldum strax áfram í aðra lest eftir næturlestina og drifum okkur til Feneyja. Sú lest var með bilaðri loftræstingu. Hitinn úti var farinn að nálgast 40 gráður í forsælu og við vorum alveg hreint að deyja úr hita.

Í Feneyjum vorum við eins og týndir litlir strákar. Við fundum ekki hraðbanka sem virkaði fyrr en seint og um síðir. Við vorum svangir og gátum drifið okkur á Buffet og fengið alvöru ítalskar pizzur. Hinsvegar var ég svikinn þar og látinn borga 2x fyrir sömu vatnsflöskuna þar sem ég hafði ekki fengið kvittun til að sanna að ég væri búinn að borga fyrir þetta. Ég lét ítölsku kellinguna heyra það þar sem hún þóttist ekki skilja ensku og þá eins og hendi væri veifað skildi hún allt sem ég sagði. Það er ekkert mál að gera sig skiljanlegan á Ítalíu... bara segja eitthvað móðgandi. Ég endaði meira segja á að gefa ítölsku handahreyfinguna frá kjaftinum og segja putoj !!! Segið þetta hratt og óraddað og þá skiljið þið hvað ég er að tala um.

Í Feneyjum var okkur sagt frá Hosteli sem við gætum gist á og við slógum til. Þegar hingað var komið sáum við að þetta er Hjólhýsagarður. Fyndið að segja en þetta er með því besta í ferðinni. Þetta er paradís á jörð. Það er heitt hérna, hér er sundlaug, veitingastaður, verslun, bar, pub og öll þjónusta sem maður þarf. Það er meira að segja líkamsræktarsalur sem ég prufaði í gær. Við fengum okkur steikur á restaurantinum og Óli pantaði eitthvað mixed grill steak sem endaði með að vera risadiskur með liggur við öllu kjöti sem til var. Henning sem er öllum til mikillar furðu matargatið í þessari ferð varð hinn ánægðasti og bauðst til að borða þetta með honum sem hann og gerði. Fyndið að sjá þá tvo með gaflana á milli diskanna að reyna að klára þessi ósköp. Ég hinsvegar var sniðugur og pantaði Entrécote steik sem var svaðalega góð. Ég gat hlegið aðeins að þeim eftirá. En þegar ég átti að panta rauðvínið að þá klikkaði ég. Mig minnti að Lambrusco væri góð tegund en ég mundi ekki að það er freyðandi rauðvín eða eitthvað í þeim dúr. Ég eyddi svo mikilli orku í að sannfæra strákana um að þetta væri ekki svo slæmt og að þetta væri ekkert Queer eye for the straigt guy. Við gátum hinsvegar orðið sáttir en Óla fannst þetta langt frá því að vera nógu karlmannlegt.

Við skemmtum okkur hér í gær og það var hljómsveit, Happy hour og margt skemmtilegt að gerast. Þetta var reyndar svo gaman að við ætlum að vera í aðra nótt og svo förum við beint til Róm.

Sjáumst síðar. 


Prag er snilldarborg !!!

Sælt veri fólkið.

Áttum frábært kvöld hér í Prag í gær. Skemmtum okkur konunglega. Röltum um bæinn og fengum okkur steikur fyrir innan við 3.000 kall fyrir okkur alla. Bara töff verðlagning hérna. Þetta er bara stutt innskot þar sem við erum að leggja af stað í lest til Auswitch og Krakow kl. 14.00 á okkar tíma sem er tveimur tímum á undan Íslandi.

Veðrið er ágætt hérna en ekki jafn gott og við bjuggumst við. 20 stiga hiti og léttskýjað.

Bestu kveðjum frá Three amigos.

Helgi


Erum staddir í Prag !!!

Við erum í þessari líka miklu sælu í Prag. Komum á lestarstöðina í gær og okkur var hætt að standa á sama. Erfitt að fá aðstoð, lestarstöðin hálf shabby og við rötuðum ekki neitt (þurftum leiðbeiningu frá tveimur aðilum til að rata út úr stöðinni). En í þokkabót fengum við varla taxa fyrr en seint og um síðarmeir. Taxinn keyrði endalaust lengi að okkur fannst en stoppaði svo hjá hótelinu okkar sem er ekkert smáræði. 4* hótel sem heitir Duo og er þvílíkur klassi. Fórum í gær og fengum okkur að borða á Restaurantinum þegar við komum um miðnætti og fengum okkur súpu með aðalrétt. Strákarnir átu pastarétti en ég var grand á því og fékk mér grillaðan lax með grænmeti og kartöflugratín. Maturinn fyrir okkur alla með drykkjum var í kringum 2.000 kr. Svaka ódýrt. Núna erum við á leið að skoða okkur um og erum að spá í að enda kvöldið í keilu hérna í hótelinu. Það er keilusalur, sundlaug, nudd, veitingastaðir, verslanir og allur andsk*** hérna.

Við verðum hérna í 2 nætur. Það er fínt til að hvíla sig eftir lestarferðirnar. Við vorum í 6 tíma í lest á leiðinni hingað frá München í gær og það tók á. Samt skemmtilegasta lestarferðin. Við kynntumst fullt af öðru fólki sem er í Interrail og núna er þetta farið að minna á partý interrail ferðirnar sem maður hefur séð í bíómyndunum og heyrt af í goðsögnunum. Mesta furðu vakti að þetta er mest allt bandaríkjamenn sem eru að ferðast EUrail sem er hliðstæða interrail.

Fleiri fréttir síðar.

Kv. Helgi


Munich i morgunsarid

Sael oll.

Vorum ad koma til Munich. Tokum naeturlest fra Paris i gaerkvoldi og eyddum nottinni i klefa med tyskri stelpu og mommu hennar. Taer voru mjog almennilegar vid okkur og gafu okkur fullt af skemmtilegum tipsum og trickum. Treytan er farin ad siga a tar sem vid fengum ekki klefa i naeturlestinni heldur bara flugvelarsaeti eins og tad er kallad. Svo vid svafum til skiptis sitjandi eins og halfvitar. En nu er tad bara ad fa ser tyskan bjor og slaka a tvi kl 16.44 holdum vid ferdinni afram og forum til prag tar sem vid eigum bokad 4 stjornu hotel i 2 naetur. Sma slokun adur en vitleysan heldur afram.

Kved ad sinni.

Helgi


Erum staddir í París !!! Villtumst aðeins í gær !

Jæja núna er ruglið byrjað. Við ákváðum að reyna að spara nokkrar evrur í gær og tókum lest til Brussel í staðin fyrir að bruna beint til París fyrir 15 evrur á mann. Enduðum í einhverju rugli þar sem við komumst ekki þaðan og enduðum með að gista á fínasta hóteli fyrir 70 evrur allir saman. Ódýrara en Hostel. Erum núna nýkomnir til Parísar frá Brussel og erum vægast sagt í vitleysunni. Við virðumst ekki geta fengið lest héðan svo við verðum að byrja á að bóka okkur lest áður en við getum farið að skoða. Dagskráin er Eiffel turnin og Louvre safnið. Fyrst og fremst er samt að fá sér að éta 1-2 baguette. Óheppnin er svo heldur betur að plaga okkur þar sem ég er orðinn alveg rótkvefaður. Ég er að spá í því hvort ég eigi að gera eins og gömlu karlarnir og fá mér snýtiklút en það væri alveg toppurinn.

Fleiri fréttir síðar.

Kv. Helgi


Erum i ferdagir enn a ny !!!

Tetta er skritid ad stoppa svona stutt a hverjum stad en samt gaman. Eg sit her a internet cafe i amsterdam og er ad undirbua aframhaldandi ferdalag. Vid leggjum af stad til paris um 5 leytid ad okkar tima. Vid erum nuna 2klst. a undan Islandi. Amsterdam er mjog falleg borg og allt annad en tad sem eg hafdi imyndad mer. Vid duttum inna mjog flott hotel a godu verdi og letum fara vel um okkur tar. Roltum um midbaeinn i gaer og rauda hverfid er alveg storfurdulegt. Tad slo furdulegri togn a hopinn eftir ad hafa labbad i gegnum tad. Fengum okkur godan morgunmat og erum nu a leid a lestarstodina tar sem vid gleypum vaentanlega einn hamborgara i okkur adur en ferdin heldur afram.

Flugid i gaer til amsterdam var omurlegt tar sem vid lentum i miklum rodum og turftum i ordsins fyllstu merkingu ad hlaupa i boarding gateid. Fengum ekkert ad eta fyrr en seint og sidarmeir. Flugid sjalft hoppadi og skoppadi og Easyjet starfsmenn reyndu ad tala gladlega og brosa til ad roa folkid. Svo var tad lestin en Oli greyid er ekki ad venjast havadanum sem kemur i lestum sem maetast. Honum daudbra og tad var allsvakalega fyndid ad horfa uppa.

Tad er god stemmning i hopnum og gott vedur tott ad i morgun hafi ringt i sma stund og nokkrum trumum og eldingum slegid nidur.

Bidjum ad heilsa ollum og haldid afram ad fylgjast med. Tad styttist i myndir.

Kv. Helgi


Erum a flugvellinum i Standsted !!!

Hae hae allir saman.

Tad eru engir islenskir stafir svo eg bid ykkur ad syna tessari faerslu bidlund. Vid erum a leidinni fra London og fljugum til Amsterdam eftir ca. 2 klst. Tad er mjog god stemning i hopnum og vid hofum nu tegar sotrad nokkra bjora og fengid okkur steik. Vid skodudum Big Ben og Tower Bridge. Tad var fint hostelid sem vid gistum a en tad var skuggalegt fyrst tegar vid komum inn. Tetta er vont en tad venst.

Vildi bara henda inn stuttri faerslu. Er a hradferd i checkin nuna. Betri faersla i kvold eda a morgun.

Sjaumst  :)

Helgi


Ferðin hefst á laugardaginn !!!

Nú er nóg að gerast. Í kvöld verður klárað að pakka í bakpokann og jafnvel tekinn göngutúr með hundinn til að hita upp fyrir ferðina. Þetta verður allsvakalegt. Annað kvöld mun ég svo halda annað uppistand á Hverfisbarnum fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta síðustu helgi.

En ferðin hefst á laugardaginn og ég hvet alla áhugasama um að fylgjast með ferðasögum hér á blogginu mínu. Ég mun setja inn nýja færslu vonandi á hverjum degi og svo þær myndir sem verða teknar. Hér að neðan má sjá mynd af ferðaplaninu okkar Cool

Ferðakort úr interrailferðinni 2007


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband