Hugur og hjörtu liggja hjá Madeleine og öllum þeim sem í sömu sporum standa !!!

Ég las áðan frétt eftir vitleysinginn sem er með www.blog.is/magaadgerd/ þar sem hún/hann sagði að 15.000 börn hafa tapast í Bretlandi síðan að Madeleine hvarf. Barnalegt og asnalegt að láta þetta út úr sér. Shame on you !!!

Það er bara staðreynd að ef allir hörmungar heimsins ættu að fylla inn í forsíður að þá mundum við drukkna. Þetta mun aðeins virka sem fordæmi í hinum harða heimi sem við búum í. Foreldrarnir sýna hörku sem ekki allir foreldrar gætu haft á stundu sem þessari. Þau eru sniðug og útsjónarsöm og finna nýjar leiðir til að koma þessu málefni á framfæri og halda því lifandi. Frábært hjá þeim.

Hinsvegar er það mitt kalda mat að þau hefðu átt að passa sig miklu betur út á Portúgal til að vernda stelpuna. En fólk gleymir sér stundum og það er ekki aftur tekið. Þau eiga hrós skilið fyrir þá orku sem þau setja í að finna stelpuna í stað þess að sitja heima og grenja.

Sendum saman þá strauma út í heiminn að litla stelpan finnist. Vonum og biðjum og það getur gerst sannið þið til. Kraftaverk er ekki neitt annað en eitthvað afar gott og frábært sem þú fékkst án þess að miklar líkur væru á því. En kraftaverk geta gerst.


mbl.is Blöðrur til marks um samkennd með fjölskyldu Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband