Framtíðarsýn mín á Ísland

Ég var að koma heim úr bíó af bíómyndinni Gnarr og ég verð að segja að þetta var uppörvandi að horfa á þessa jákvæðni sem einkenndi framboð Besta Flokksins. Þetta fékk mig til að hugsa og ég og Davíð vinur áttum gott spjall eftir myndina um hvað virkar og hvað ekki. Ég ákvað að setja eitthvað af þessu í ritað mál fyrir þá sem hafa áhuga :) Ég er náttúrulega ekki að finna upp hjólið hérna og flest allt hefur þetta komið fram hjá öðrum en þetta eru þau málefni sem ég styð.

Það sem ég teldi best fyrir þjóðina:

Stjórnsýslan - Aukið forsetaræði. Forseti væri þjóðhöfðingi Íslands og mundi sem slíkur bera mesta ábyrgð og hafa neitunarvald í löggjöf líkt og hann hefur í dag en bera jafnframt meiri pólitíska ábyrgð. Forseti væri kosinn á 4ra ára fresti og mundi eftir kjör taka að sér myndun ríkisstjórnar þar sem hann velur í embætti. Kosið væri til alþingis á 4ra ára fresti og munar þá alltaf 2 árum á forsetakjöri og kjöri til alþingis. Pólitíkin mundi ennþá skipast í flokka því flokkaskipunin auðveldar fólki að skilja stefnur og staðsetja einstaklinga í pólitíkinni. Kosningar til Alþingis mundu þó fara fram í persónukjöri. Notast yrði við opið vefkerfi til að hjálpa fólki að velja sér einstaklinga útfrá stefnum og gott væri að skoðannakönnun um helstu hitamál væru fyllt út af öllum frambjóðendum. Kjósendur gætu svo tekið sömu kannanirnar og fengið niðurstöðu um hvaða frambjóðendur passa best við áherslur viðkomandi.

Með þessu fyrirkomulagi hefði alþingi sterkari stöðu gagnvart ríkisstjórn.

Samfélagsvefur yrði svo skapaður fyrir þjóðina. Allir hefðu aðgang að þessu kerfi í gegnum kennitölu og með aðgengi að samfélagsvefnum gæti almenningur komið sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Einhverskonar upplýsingastofnun mundi sjá um rekstur vefsins og úrvinnslu þeirra málefna sem komið er á framfæri og að áframsenda þau í viðeigandi ráðuneyti eða stofnanir til ákvörðunar. Allir hafa jafnann aðgang til að koma sínum skoðunum á framfæri hvort sem þeir eru stjórnmálamenn eða verkamenn. Fólki hefur aðgang að þeim tengslanetum sem þeir eiga heima í s.s. allir eru í tengslanetinu ísland og þar fara umræður um ríkismál fram, Reykjavíkurbúar væru í tengslanetinu Reykjavík þar sem borgarmálin færu fram og Grafarvogsbúar væru meðlimir í tengslanetinu Grafarvogur þar sem hverfismál fara fram. Þessi skipan yrði miðstýrð af upplýsingatæknistofnuninni og mundi styðjast sjálfkrafa við skráningu í þjóðskrá og uppfærast sjálfkrafa samkvæmt því. Hagsmunahópar gætu einnig stofnað sér net/hópa sem væri valfrjálst fólki hvort það taki þátt í eða ekki. Samfélagsvefur sem er rekinn af ríkinu fyrir þjóðina og er ekki rekinn til að skapa ágóða er okkar besta von um opinbera stjórnsýslu. Gott dæmi um þetta er notkun Jóns Gnarr borgarstjóra á samfélagsvefnum Facebook þar sem hann tjáir sig um verkefni líðandi stundar og gefur fólki kost á að gefa sitt álit.

Þjóðfélagslega mikilvæg málefni eiga heima á íslenskum samfélagsvef sem er öllum íslendingum aðgengilegur sem þess kjósa að taka þátt í opinberri gegnsærri stjórnsýslu.

Er eitthvað vit í þessu ?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband