Færsluflokkur: Bloggar

Maður áfellist þá ekki !!!

Ég ætla nú ekki að áfellast samkynhneigða fyrir að koma ekki útúr skápnum í Íran ef það fylgir dauðarefsing frítt með. Það eru hrikaleg brot á mannréttindum ef gay pride göngur í Íran fara fram í líkbílum á leið í kirkjugarðinn. Hinsvegar tel ég að með hommabyltingu sé hægt að leiðrétta þetta vandamál. Sendum Pál Óskar sem fulltrúa til að homma landið upp.
mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmaður norskra vændiskvenna ?

Hvað er að gerast í Noregi... Er búið að stofna nýtt stöðugildi "Talsmaður norskra vændiskvenna" ??? Er þetta flottur PR maður í jakkafötum sem býr til ræður og kemur þeimí viðtöl ? Er búið að stofna verkalýðsfélag og berjast þær fyrir því að afnema launamun kynjana ??? Hvað kemur næst "Talsmaður danskra dópsala" ???

Hvað hefur orðið um litlu sætu Scandinaviu ???


mbl.is Norskir unglingar greiða fyrir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki neitt !!!

Þessi bloggfærsla er um akkúrat Ekki neitt !!! Ég þoli ekki ekki neitt !!! Stundum þegar mér leiðist er ég að gera akkúrat ekki neitt og mér finnst það ekki skemmtilegt !!! Síðan er ekkert jafn leiðinlegt eins og þegar einhver er fúll og maður spyr af hverju... þá er sagt ekki neitt en samt er eitthvað !!! Hvað er þetta ekki neitt... er það eitthvað eða er það bara ekki neitt !!!

Mér er greinilega að leiðast akkúrat núna og þessvegna ætla ég ekki einu sinni að klára færsluna og ég ætla að hætta að skrifa og gera akkúrat ekki nei......................


Ekki er öll vitleysan eins !!!

Microsoft knúið til að láta af hendi innanbúðarupplýsingar til að samkeppnisaðilanum gangi betur ??? Ég lifi og hrærist í tölvuheiminum og sé um kaup á allskyns vél- og hugbúnaði. Ég er þannig góður viðskiptavinur hjá Microsoft. Eitt er satt að hugbúnaðurinn hjá þeim er ekki sá ódýrasti á markaðinum en þegar kemur að Microsoft fyrirtækinu getur maður alltaf gengið að hágæða vörum og þjónustu. Þar fyrir utan finnst mér blóðug vinnubrögð að fyrirtæki þurfi að gefa innanbúðar upplýsingar til samkeppnisaðila af því fyrirtækinu gengur svo vel.

Ég set mitt atkvæði á Microsoft í þessu máli því ég veit að það eru ekki öll fyrirtæki sem státa af jafn hæfu og góðu fólki og þeir !


mbl.is Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg rosalegt...

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og
er því hættulegur fyrir karlmenn. Karlmenn sem drekka bjór taka upp

hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni er haldið áfram geta þeir

átt á hættu að breytast í konur.


100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru

áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).


Þeir:

þyngdust, fóru að blaðra tóma vitleysu, gerðust alltof

tilfinninganæmir, gátu ekki keyrt, gátu ekki hugsað rökrétt, rifust

útaf engu og neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir

sér.


Að teknu tilliti til ofangreindra þátta er sterklega varað við
bjórdrykkju meðal karlmanna.

Boðað myndband ???

Mér fannst það einstaklega fyndið þegar Oddur vinur minn sagði "Boðað myndband með Bin Laden... Er hann orðinn eins og rokkstjörnurnar að myndböndin eru hæpuð upp áður en þau eru sýnd á MTV". Ég losaði aðeins úr hláturtaugunum mínum við þessi orð og rifjaði upp hversu lengi BNA hafa verið að eltast við gerpið... niðurstaðan var LENGI !

Ósóminn Bin Laden er hlæjandi að heiminum. Akkúrat núna er hann að búa til litlar sprengjur einhverstaðar í helli í Afganistan og trukkar geitina sína þess á milli til að létta á stressinu. Tískan hans samanstendur af klassískum árþúsundastíl frá því árinu 0 með handklæðavafning á hausnum og 13Kg af skapahárum á hökunni.

Ég spái oft í því hvað ef hann hefði komið til Íslands áður en allt þetta byrjaði. Hvernig væri fréttafltuningurinn þá ? Stæði á forsíðu mbl.is Íslandsvinurinn Bin Laden boðar nýtt myndband... Er nú ekki málið að finna kauða og skella honum á litla hraunið til refsivistar. Það mundi lækka í honum rostann. Hann gæti bloggað á internetinu um hversu erfið dvölin sé. Hann verður kanski pirraður þegar hann horfir á CNN í sjónvarpinu þar og sér heilann gaman þátt "Best of Bin Laden: Clips from the caves".

Þar fyrir utan er þetta ábyggilega fínn gaur !!! Eða hvað ?


mbl.is Boðað myndskeið með Osama bin Laden birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmynd um draumadaginn í lífinu mínu !!!

Ég er að velta fyrir mér framleiðslu á stuttmynd sem fjallar um mig. Ég býst við að kalla hana Happy Weekend sem er ensk þýðing af góða helgi eða jafnvel glaði Helgi. Ég ætlaði fyrst að kalla myndina Die Hard en það var víst tekið af samkeppnisaðilum mínum í Hollywood.

Megininngripið í söguþræðinum er ég sitjandi á Lazy-boy stól að slappa af enda kvikmynd um draumadaginn í mínu lífi. Það eru margar skemmtilegar flækjur í myndinni eins og þegar pizzasendillinn bankar og þegar ég nota kústinn til að teygja mig í fjarstýringuna á sjónvarpinu.

Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum hver komi til með að leika hlutverkið um mig í þessari mynd en bæði Bruce Willis og Colin Farrel hafa verið orðaðir við hlutverkið. Hinsvegar mun það falla í skaut Will Smith sem er nú þegar byrjaður að þyngja sig fyrir hlutverkið líkt og hann gerði fyrir Ali myndina. Þetta er gert til að auka á raunveruleikann og láta Will Smith líkjast mér sem mest.

Myndin verður uppfull af tæknibrellum og margir frægir leikarar koma að gerð myndarinnar. Í upphafi var ákveðið að myndinni yrði leikstýrt af Steven Spielberg en þar sem ákveðið var að mikilvægi myndarinnar réði úrslitakosti var ákveðið að velja hæfileika og því mun ég sjá um leikstjórn sjálfur.

Það má því segja að ég muni stjórna mínu eigin lífi :-)


Mánudagur til mæðu enn og aftur !!!

Það er alveg ótrúlegt hvað maður þarf að sætta sig við mikið álag þessa dagana. Ég varla steig út fyrir dyrnar á vinnunni minni í síðustu viku vegna póstþjóns sem var óþekkur og vildi bara engann vegin virka rétt. Núna er ég í þeirri stöðu að nýji þjónninn sem er tekinn við er að óþekktast líka og ég var að detta inn á skrifstofuna í þessum töluðu orðum. Löng nótt framundan og ég vil vinsamlegast biðja þá sem lesa þessa færslu að setja inn brandara eða eitthvað hressandi svo ég hreint út sagt tapi mér ekki í pirringnum. Þar fyrir utan bið ég vel að heilsa ykkur öllum :-)


Mánudagur til mæðu !!!

Mánudagur til mæðu sagði eitt sinn gáfaður maður. En af hverju til mæðu? Núna sit ég á skrifstofunni minni reitandi á mér hárið þar til skallablettur myndast af því að einn mikilvægur netþjónn bilaði í vinnunni. Þar fyrir utan er ég með dúndrandi hausverk og á leiðinni í vinnuna missteig ég mig. Ég gæti núna bölsóttast út í ólukku dagsins og kennt þessum ágætis mánudegi um. En af hverju? Það eina sem mánudagur hefur nokkurntíman gert mér er að láta sjá sig einu sinni í viku. Af hverju að lifa í biturð af þeirri einu ástæðu að Mánudagur hefur verið dagurinn sem endar allar mínar helgar frá því að ég fæddist? Ekki nenni ég að búa til nýjan dag! Gleðidagur þar sem allir draumar rætast... Ímyndið ykkur kostnaðinn við markaðssetninguna og kynningarstarfsemina til að breyta því. Stofnaðir yrðu stjórnarflokkar sem berðust fyrir réttindi mánudagsins. Mótmælagöngur þar sem skiltin segja mánudagar eru okkar dagar og fær sonur minn aldrei mánudagsmæðuna? Nei ég ætla ekki að breyta heiminum bara til að fullnægja þörf minni til að bæta skapið einu sinni í viku. Ég kýs að horfa frekar á þetta þannig að svona slæmur dagur einu sinni í viku skapar 6 daga sem geta ekki verið verri og þessvegna er meirihlutinn af vikunni orðinn frábær þegar mánudagurinn þjónar hlutverki viðmiðs. Það er alltaf jákvæðara sjónarmið heldur en það neikvæða.

Ef ég væri......

Ef ég væri Tölva... Þá væri ég fartölva því mér finnst svo gaman að ferðast
Ef ég væri Bíll... Þá væri ég Amerískur kaggi því ég eyði svo miklu
Ef ég væri Flugvél... Þá væri ég stór Boeing þota því ég er svo mikil félagsvera
Ef ég væri Sófi... Þá væri ég sófinn hennar ömmu... mjúkur og þægilegur
Ef ég væri Símafyrirtæki... Þá væri ég Vodafone þar sem ég styð Manchester Utd
Ef ég væri Verslunarmiðstöð... Þá væri ég Smáralindin..... <--- Arkitektúrinn fattar þennan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband