Kvikmynd um draumadaginn í lífinu mínu !!!

Ég er að velta fyrir mér framleiðslu á stuttmynd sem fjallar um mig. Ég býst við að kalla hana Happy Weekend sem er ensk þýðing af góða helgi eða jafnvel glaði Helgi. Ég ætlaði fyrst að kalla myndina Die Hard en það var víst tekið af samkeppnisaðilum mínum í Hollywood.

Megininngripið í söguþræðinum er ég sitjandi á Lazy-boy stól að slappa af enda kvikmynd um draumadaginn í mínu lífi. Það eru margar skemmtilegar flækjur í myndinni eins og þegar pizzasendillinn bankar og þegar ég nota kústinn til að teygja mig í fjarstýringuna á sjónvarpinu.

Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum hver komi til með að leika hlutverkið um mig í þessari mynd en bæði Bruce Willis og Colin Farrel hafa verið orðaðir við hlutverkið. Hinsvegar mun það falla í skaut Will Smith sem er nú þegar byrjaður að þyngja sig fyrir hlutverkið líkt og hann gerði fyrir Ali myndina. Þetta er gert til að auka á raunveruleikann og láta Will Smith líkjast mér sem mest.

Myndin verður uppfull af tæknibrellum og margir frægir leikarar koma að gerð myndarinnar. Í upphafi var ákveðið að myndinni yrði leikstýrt af Steven Spielberg en þar sem ákveðið var að mikilvægi myndarinnar réði úrslitakosti var ákveðið að velja hæfileika og því mun ég sjá um leikstjórn sjálfur.

Það má því segja að ég muni stjórna mínu eigin lífi :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband