Microsoft Certified Professional

Kominn tími á blogg og ótrúlegt hvað það er langt um liðið ! Séu ennþá einhverjir að fylgjast með þessu þá þakka ég ykkur fyrir þolinmæðina !

Nú á dögunum lauk ég prófi og öðlaðist gráðuna Microsoft Certified Professional sem er alþjóðleg vottun. Þetta var heilmikill sigur og ég mun halda áfram á þessari braut þar sem þrjú próf eru í næstu vottun hjá mér. 

Ég nýbúinn að ná prófinu

Jólin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og vina. Ég og Kittý áttum góðar stundir og ég fékk tækifæri á að kynnast fjölskyldunni hennar betur. Æðislegur tími í alla staði. Áramótin voru heldur rólegri en það var fínt að slaka aðeins á og hvílast fyrir komandi tíð.

Í janúar fórum við skötuhjúin í brúðkaupið hj

á Siggu (mömmu hennar Kittý) og Jóni hennar manni. Það var glæsileg skemmtun í alla staði og ég lærði nýjann dans (sem er ábyggilega hundgamall) sem heitir Kokkurinn. Líf og fjör frameftir kvöldi.

Það var haldin árshátíð hjá Prentmet um helgina og var þar mikið grín og glens. Ég brá mér í gervi Rúnars vinnufélaga sem einnig er þekktur sem Bobby og sló þar á létta strengi. Sigríður Klingenberg grínaðist fyrir okkur og við frumsýndum árshátíðarmyndbandið 2008 sem heitir Kvöldvaktin og var gerð af mér og Þórdísi samstarfskonu minni.

Þetta er það helsta í fréttum og endilega sendið mér comment svo ég viti hverjir eru ennþá að fylgjast með (Þá fæ ég afsökun til að hringja í hina og veiða gamla lesendur) ;)


Survival of the fittest ?!?!?

Í mesta sakleysi les ég mbl.is eins og ég á til að gera en tekur ekki á móti mér þetta orð Tæknifrjóvgun. Ég hef nú sjálfur enga sterka skoðun á þessum málaflokk en er samt að spá í að velta fyrir mér öllum sjónarmiðum. Klárlega geta spekingar sagt að það er réttur hvers manns útfrá þjóðfélagslegum gildum að geta eignast barn. Það þykir “eðlilegt” að fólk finni sér maka, gifti sig og stofni fjölskyldu með því að eignast börn. Ég mun sjálfur kjósa þessa leið en það hryggir mig samt að allir sem eru skv. fyrrgreindri skilgreiningu öðruvísi eru óeðlilegir.

Samt getur maður ekki sleppt því að spyrja sjálfan sig hvað eru óeðlilegar leiðir til að verða eðlilegur. Ég vísa nú í Darwinismann sem var vinsæll síðla á 19. öld og í upphafi 20. aldarinnar og var þá m.a. sagt “survival of the fittest” eða hinir hæfustu lifa af. Tæknifrjóvgun er varla í anda Darwinismans þar sem einkunnarorðin væru frekar hinir hæfustu eru eðlilegir en hinir geta fengið aðstoð.

Hvort eiga rök þróunarinnar um útrýmingu veikra hlekkja að ráða eða þá gildi mannréttindanna. Hvar eru dregin þau skýru mörk á milli þess að bæta kynstofninn okkar með nýrri tækni eða að leika guð. Þegar ég las fréttina fannst mér ég greina bland af báðum sjónarmiðum. Tæknifrjóvgun er leyfileg og heimiluð þeim sem hafa verið í hjúskap, staðfestri samvist eða óstaðfestri samvist í þrjú ár hið minnsta. Einhleypum er eins og staðan er í dag ekki heimilað að fara í tæknifrjóvgun. Ég spyr hvort survival of the fittest eigi við í öðru tilvikinu en ekki hinu?

Þau pör sem eru búin að vera að trukka í þrjú ár án árangurs en uppfylla samt “eðlileg” gildi um sambúð eða samvist eru klárlega veikir hlekkir en samt fólk með “eðlileg” gildi og því er þeim heimilt að tölva sér eitt stykki kríli.Þær konur sem eru einhleypar og reyna að ná sér í “eðlilegan” maka án árangurs eru klárlega veikir hlekkir en hlekkir sem ná ekki að lifa eftir “eðlilegum” gildum og því er þeim óheimilt að tölva sér eitt stykki kríli.

Staðreyndin er sú að hálft mannkynið mun aldrei eiga kost á þungun og við kvörtum ekki mikið yfir því. Konur voru hannaðar til að geta borið börn en til þess vantar þeim sæðisgjafa. Nú getur tæknin sleppt kallinum og græjað eitt kvikyndi eftir hentugleika. Hvað með karlkyns veika hlekki sem geta ekki náð sér í kvennsu. Einhleypingar sem þrá barn en hafa ekki kost á því. Hvað ætla vísindamennirnir að gera núna? Spurning hvort Schwartsenegger og kvikmyndin hans Junior verði fyrirmynd og að vísindamennirnir fari að skapa ófríska karlmenn sem freta fóstrinu út á níunda mánuði. Það mundi myndast heil kynslóð af kúkalöbbum á meðan vísindamennirnir skála í kampavíni uppá Acropolis hæð og guðsmenn biðja bænir við altarið.

Ég minni bloggara með skapofsavandamál á að ég er að velta upp hugmyndum og hugsjónum en að mín skoðun kemur fram neðst svo kláraðu textann áður en þú brýtur lyklaborðið þitt með því að skrifa brjálaðar athugasemdir ef þú tilheyrir þeirri tegund bloggara.

Ég er tæknimaður. Sem slíkur þykir mér tæknin vera af hinu góða. Þar fyrir utan er ég maður. Sem slíkur þykir mér gleði og hamingja vera af hinu góða. Ég hef séð fólk geisla af gleði og hamingju við það eitt að eignast barn. Ég vona innilega að stjórnvöld standi við bakið á þeim frumherjum í ART Medica og leyfi tæknifrjóvganir til þeirra sem vilja því að ef við búum til þjóðfélag fullt af veikum hlekkjum að þá bara búum við til nýja tækni til að hafa það gott. Og hvað varðar mig sjálfan að þá mun ég einbeita mér að því að vera eins eðlilegur og ég get því mér finnst aðdragandi barneigna vera svo skemmtilegur.


mbl.is Tugir einhleypra kvenna vilja tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MATADOR

Æskan verður endurupplifuð... Ég var að kaupa mér Matador....

Einhver til í spilakvöld ?


Mana alla til að hlusta á þetta !!!

http://www.youtube.com/watch?v=J0NxayjcYk0

Þetta er snilldar símahrekkur !


Eins gott að maður fór ekki !!!

Ég var nú á leiðinni uppí Borgarnes í sumarbústað þegar helv$%&$ veðrið skall á. Týpískt þegar maður ætlar að vera duglegur og læra heila helgi að þá kemur eitthvað svona kjaftæði. Ég væri langmest til í að fá eina öfluga sunnanátt og setja svo drusluna í hlutlausann til að spara smá bensín.
mbl.is Bíll fauk út af undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð 101 rvk

Núna er kappinn kominn í gírinn. Sitjum hér heima hjá Sigga Bahama og erum á fullu að sötra bjór. Það er gífurleg stemning hérna sem sannast best í að ég er að skrifa bloggfærlsu... En hver veit nema 101 beri eitthvað spennandi í skauti sér eftir svona klukkustund eða svo þegar við röltum af stað í miðpunkt ómenningarinnar og brjótum eina til tvær lögreglusamþykktir.

Fyrirsagnirnar á morgun munu kanski bera árangur kvöldsins í kvöld ;-)


Hvað er að fólki !!!

Bloggarar eru alltof gagnrýnir á greyið manninn. Þetta voru augljóslega síðustu úrræði í stöðunni fyrst hann var undir þessari bölvun. Og þetta er ekki það versta sem hann gat gert... Þessi tík nöldrar aldrei, hún eyðir ekki peningunum hans og klárlega er nógu vitlaus til að vilja giftast greyinu þrátt fyrir að hann eigi við augljóst steinavandamál að stríða. Helsti vandinn mun ábyggilega myndast þegar tíkin byrjar að fara úr hárum... vonandi bara að hann láti ekki greyið tíkina GRJÓThalda kjafti.

Spurning hvaða tegund þetta er því í mínum ímyndaða heimi sé ég fyrir mér dúllulega poodlehundstík í þessu appelsínugula saríni með blómaskreytinguna


mbl.is Giftist hundstík til að aflétta bölvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni líðandi stundar !!!

Langt síðan ég bloggaði og margt búið að gerast. Spurning um að henda inn nokkrum skoðunum.

REI málið mikla er einn stór brandari í mínum augum. Það að Björn Ingi skyldi slíta meirihlutanum fyrirvaralaust er bara augljóst merki um heigulshátt hans. Mér finnst þetta helst benda til svekkelsis eftir ríkisstjórnarsamstarf D og S þar sem framsókn var ýtt til hliðar. Óháð því er fjögurra flokka stjórn bara hlægileg. Ástæðan fyrir að ég vil fá skýrari svör er einföld ÞETTA ER FÓLKIÐ SEM ER AÐ MIÐLA M.A. MÍNUM PENINGUM. Gott og blessað að þá getur verið allt í lagi að fá þessa nýju borgarstjórn en að maðurinn sem varð til þess að þetta gerðist fari að gráta í miðri ræðu sýnir það að hann hefur ekki nógu sterkt bein í nefinu til að sinna þessu starfi. Allir geta átt sína veiku bletti og ég er ekki tilfinningalaus en þegar kemur að stjórnun borgarinnar vil ég að sterkir aðilar séu í forystunni. Ég efast um að nokkur kona í borgarstjórninni mundi fara að væla líkt og Bingi gerði svo meistaralega í sjónvarpinu. Ég ætla a.m.k. ekki að gefa honum vorkunaratkvæði það eitt er víst.

M.v. allt þetta vesen með borgarstjórnina að þá finnst mér þetta helst minna á blöndu af nokkrum mismunandi bíómyndum. Vilhjálmur fyrrv. borgarstjóri kemur inn sem Robert DeNiro í góðri mafíumynd á meðan Björn Ingi minnir helst á Meg Ryan í Sleepless í Seatle alveg þangað til Dagur B. Eggertsson labbar inn eins og Leonardo DiCaprio í Titanic tilbúinn til að bjarga deginum... nema hvað að Dicaprio drukknar í endanum því miður Dagur.

Ps. var að bæta við einhverjum myndum í myndaalbúmið fyrir þá sem hafa áhuga af því að fylgjast með :)


Íslandstengslin eru víðar !!!

Mæli með að þú lesir fréttina áður en þú lest þessar staðreyndir !!!

Við nánari rannsóknir á meintum íslandstengslum erlendra knattspyrnukappa hjá enskum fótboltaliðum mátti greina að íslandstengslin eru víðar en bara í Hull City og Charlton.

Til dæmis má nefna að Wayne Rooney hefur stundum verslað í matvöruversluninni Iceland í Bretlandi og að Ronaldo sá Die another day sem var einmitt tekin upp á Íslandi. Einnig er það markvert að Steve Finnan sá einu sinni kúrekamyndina Butch Cassidy & the Sundance Kid með Paul Newman og Robert Redford en annar leikari hann Clint Eastwood var þekktur fyrir að leika í kúrekamyndum hér á árum áður og hann tók einmitt upp stríðsmyndirnar Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima hér á Íslandi.

Þannig að skv. þessum staðreyndum má sjá greinileg Íslandstengsl í enska knattspyrnuheiminum.


mbl.is Ákært vegna Íslandstengdra leikmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög eru til þess að virða þau !!!

Í fjörugu næturlífi helgarinnar villtist ég niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem undirheimar ráða völdum á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Sauðsvartur almúginn þyrptist út á götu og áfengi rann ljúflega um bæinn líkt og lækurinn væri ennþá í lækjargötunni. Þó mátti greina ró og spekt í annars geðveikum skrílnum þar sem laganna verðir gengu uppáklæddir um götur bæjarins tilbúnir að takast á við lögbrjóta og óspekktamenn sem hefur fjölgað gríðarlega með hertum reglum.

Illskan blossaði upp í mér og ég var að fram kominn að brjóta lög er ég gekk um dimmar götur bæjarins og villtist inn í hvert dimmt húsasundið á fætur öðru. Ég gat ekki alveg greint hvaða illska þetta var sem knúði mig eindregið til að fremja lögbrot en góðmennskan og löghlýðnin í mér áttu í mestu vandræðum með að berjast við þessa hvöt. Ég átti erfitt með að túlka þessa hvöt en komst að lokum að niðurstöðu með að kalla þetta "Ég þarf rosalega að pissa" hvötina. Um stund skildi ég hugarástand fíkilsins þar sem lífið byggist uppá freistingum. Hver einasti veggur sem ég gekk framhjá og hvert einasta húsasund var freisting í mínum augum og með "Ég þarf rosalega að pissa" hvötina mína virtist rosalega freistandi að stökkva í niðdimmt húsasund, láta undan "fíkninni" og hefja "neysluna" á meðan ég mundi vonast eftir því að laganna verðir mundu ekki standa mig að verki við lögbrotið. Ég rifjaði upp gamla og góða daga þegar frelsið og stjórnleysið réði ríkjum og hæfileikar mínir á þessu sviði gerðu mér kleift að skrifa nafnið mitt í hvítann snjó á dimmu vetrarkveldi.

Þreyttur og þjakaður náði ég áfangastað með þvagblöðruna fulla og við það að gefast upp. Ég gekk inn um dyrnar á Celtic cross sem hefur reynst mér líkt og annað heimili um dimmar nætur helganna. Þegar inn var komið tók á móti mér ilmur sem ég hef vanist á næturlífinu frá því í sumar. Ilmurinn er líkt og blanda af svita og ælu með keim af alcohol og ódýrum ilmvötnum. Ég barði af mér sauðsvartann almúgann er ég ruddi mér leið í gegnum ómennskuna sem á sér stað á pöbbum bæjarins og álpaðist niður í dimman og drungalegan kjallarann þar sem dansinn dunar og klósettinn eiga sér samastað í upplýstu horni. Ég gekk inn og kastaði af mér vatni sáttur með sjálfan mig þar sem ég hafði horfst í augun við fíknina og sigrað hana. Ég hafði virt lögin og laganna verðir hafa einum færri Íslending að hafa áhyggjur af. Ég náði markmiðinu og hélt aftur sáttur út í ómennskuna og villta næturstemmninguna. Tómur á tanknum gekk ég grunlaus á barinn og pantaði mér annan gylltan af krananum þrátt fyrir að ég vissi innst inni að með því héldi ég vítahringnum gangandi og mundi aftur þurfa að horfast í augu við "Ég þarf að pissa" hvötina sem svo sterklega heltekur mig margar aðfaranætur laugardags og sunnudags !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband