Microsoft Certified Professional

Kominn tími á blogg og ótrúlegt hvað það er langt um liðið ! Séu ennþá einhverjir að fylgjast með þessu þá þakka ég ykkur fyrir þolinmæðina !

Nú á dögunum lauk ég prófi og öðlaðist gráðuna Microsoft Certified Professional sem er alþjóðleg vottun. Þetta var heilmikill sigur og ég mun halda áfram á þessari braut þar sem þrjú próf eru í næstu vottun hjá mér. 

Ég nýbúinn að ná prófinu

Jólin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og vina. Ég og Kittý áttum góðar stundir og ég fékk tækifæri á að kynnast fjölskyldunni hennar betur. Æðislegur tími í alla staði. Áramótin voru heldur rólegri en það var fínt að slaka aðeins á og hvílast fyrir komandi tíð.

Í janúar fórum við skötuhjúin í brúðkaupið hj

á Siggu (mömmu hennar Kittý) og Jóni hennar manni. Það var glæsileg skemmtun í alla staði og ég lærði nýjann dans (sem er ábyggilega hundgamall) sem heitir Kokkurinn. Líf og fjör frameftir kvöldi.

Það var haldin árshátíð hjá Prentmet um helgina og var þar mikið grín og glens. Ég brá mér í gervi Rúnars vinnufélaga sem einnig er þekktur sem Bobby og sló þar á létta strengi. Sigríður Klingenberg grínaðist fyrir okkur og við frumsýndum árshátíðarmyndbandið 2008 sem heitir Kvöldvaktin og var gerð af mér og Þórdísi samstarfskonu minni.

Þetta er það helsta í fréttum og endilega sendið mér comment svo ég viti hverjir eru ennþá að fylgjast með (Þá fæ ég afsökun til að hringja í hina og veiða gamla lesendur) ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með áfanga, loksins náðiru þessu, hljóta allir að vera rosalega stoltir af þér núna! :D

Óskaðu Kitty innilega til hamingju með mömmu sína!

Haha eitthvað hlítur Rúnar að hafa tekið þessu "Vel" með að láta gera grín af sér fyrir framan alla hehe!

Ég kíki hér við og við gaman að sjá loksins nýtt blogg :P

KV.

Stefanía

ég bið að heilsa öllum :D

Stefanía Björg (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:45

2 identicon

Til hamingju með vottunina.  Ekki gleyma að þú ert líka Photoshop Expert og því máttu ekki láta frá þér svona hrikalega ólitgreindar myndir!

Hjörtur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:17

3 identicon

Heyrðu, gaman að sjá að þú ert á lífi :-)

Tilhamingju með þennan áfanga og gangi þér allt í haginn.

Láttu sjá þig í Austurhópi 3 ef þú átt leið um.

Kveðja, Björg.  

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband