Málefni líðandi stundar !!!

Langt síðan ég bloggaði og margt búið að gerast. Spurning um að henda inn nokkrum skoðunum.

REI málið mikla er einn stór brandari í mínum augum. Það að Björn Ingi skyldi slíta meirihlutanum fyrirvaralaust er bara augljóst merki um heigulshátt hans. Mér finnst þetta helst benda til svekkelsis eftir ríkisstjórnarsamstarf D og S þar sem framsókn var ýtt til hliðar. Óháð því er fjögurra flokka stjórn bara hlægileg. Ástæðan fyrir að ég vil fá skýrari svör er einföld ÞETTA ER FÓLKIÐ SEM ER AÐ MIÐLA M.A. MÍNUM PENINGUM. Gott og blessað að þá getur verið allt í lagi að fá þessa nýju borgarstjórn en að maðurinn sem varð til þess að þetta gerðist fari að gráta í miðri ræðu sýnir það að hann hefur ekki nógu sterkt bein í nefinu til að sinna þessu starfi. Allir geta átt sína veiku bletti og ég er ekki tilfinningalaus en þegar kemur að stjórnun borgarinnar vil ég að sterkir aðilar séu í forystunni. Ég efast um að nokkur kona í borgarstjórninni mundi fara að væla líkt og Bingi gerði svo meistaralega í sjónvarpinu. Ég ætla a.m.k. ekki að gefa honum vorkunaratkvæði það eitt er víst.

M.v. allt þetta vesen með borgarstjórnina að þá finnst mér þetta helst minna á blöndu af nokkrum mismunandi bíómyndum. Vilhjálmur fyrrv. borgarstjóri kemur inn sem Robert DeNiro í góðri mafíumynd á meðan Björn Ingi minnir helst á Meg Ryan í Sleepless í Seatle alveg þangað til Dagur B. Eggertsson labbar inn eins og Leonardo DiCaprio í Titanic tilbúinn til að bjarga deginum... nema hvað að Dicaprio drukknar í endanum því miður Dagur.

Ps. var að bæta við einhverjum myndum í myndaalbúmið fyrir þá sem hafa áhuga af því að fylgjast með :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband