Survival of the fittest ?!?!?

Í mesta sakleysi les ég mbl.is eins og ég á til að gera en tekur ekki á móti mér þetta orð Tæknifrjóvgun. Ég hef nú sjálfur enga sterka skoðun á þessum málaflokk en er samt að spá í að velta fyrir mér öllum sjónarmiðum. Klárlega geta spekingar sagt að það er réttur hvers manns útfrá þjóðfélagslegum gildum að geta eignast barn. Það þykir “eðlilegt” að fólk finni sér maka, gifti sig og stofni fjölskyldu með því að eignast börn. Ég mun sjálfur kjósa þessa leið en það hryggir mig samt að allir sem eru skv. fyrrgreindri skilgreiningu öðruvísi eru óeðlilegir.

Samt getur maður ekki sleppt því að spyrja sjálfan sig hvað eru óeðlilegar leiðir til að verða eðlilegur. Ég vísa nú í Darwinismann sem var vinsæll síðla á 19. öld og í upphafi 20. aldarinnar og var þá m.a. sagt “survival of the fittest” eða hinir hæfustu lifa af. Tæknifrjóvgun er varla í anda Darwinismans þar sem einkunnarorðin væru frekar hinir hæfustu eru eðlilegir en hinir geta fengið aðstoð.

Hvort eiga rök þróunarinnar um útrýmingu veikra hlekkja að ráða eða þá gildi mannréttindanna. Hvar eru dregin þau skýru mörk á milli þess að bæta kynstofninn okkar með nýrri tækni eða að leika guð. Þegar ég las fréttina fannst mér ég greina bland af báðum sjónarmiðum. Tæknifrjóvgun er leyfileg og heimiluð þeim sem hafa verið í hjúskap, staðfestri samvist eða óstaðfestri samvist í þrjú ár hið minnsta. Einhleypum er eins og staðan er í dag ekki heimilað að fara í tæknifrjóvgun. Ég spyr hvort survival of the fittest eigi við í öðru tilvikinu en ekki hinu?

Þau pör sem eru búin að vera að trukka í þrjú ár án árangurs en uppfylla samt “eðlileg” gildi um sambúð eða samvist eru klárlega veikir hlekkir en samt fólk með “eðlileg” gildi og því er þeim heimilt að tölva sér eitt stykki kríli.Þær konur sem eru einhleypar og reyna að ná sér í “eðlilegan” maka án árangurs eru klárlega veikir hlekkir en hlekkir sem ná ekki að lifa eftir “eðlilegum” gildum og því er þeim óheimilt að tölva sér eitt stykki kríli.

Staðreyndin er sú að hálft mannkynið mun aldrei eiga kost á þungun og við kvörtum ekki mikið yfir því. Konur voru hannaðar til að geta borið börn en til þess vantar þeim sæðisgjafa. Nú getur tæknin sleppt kallinum og græjað eitt kvikyndi eftir hentugleika. Hvað með karlkyns veika hlekki sem geta ekki náð sér í kvennsu. Einhleypingar sem þrá barn en hafa ekki kost á því. Hvað ætla vísindamennirnir að gera núna? Spurning hvort Schwartsenegger og kvikmyndin hans Junior verði fyrirmynd og að vísindamennirnir fari að skapa ófríska karlmenn sem freta fóstrinu út á níunda mánuði. Það mundi myndast heil kynslóð af kúkalöbbum á meðan vísindamennirnir skála í kampavíni uppá Acropolis hæð og guðsmenn biðja bænir við altarið.

Ég minni bloggara með skapofsavandamál á að ég er að velta upp hugmyndum og hugsjónum en að mín skoðun kemur fram neðst svo kláraðu textann áður en þú brýtur lyklaborðið þitt með því að skrifa brjálaðar athugasemdir ef þú tilheyrir þeirri tegund bloggara.

Ég er tæknimaður. Sem slíkur þykir mér tæknin vera af hinu góða. Þar fyrir utan er ég maður. Sem slíkur þykir mér gleði og hamingja vera af hinu góða. Ég hef séð fólk geisla af gleði og hamingju við það eitt að eignast barn. Ég vona innilega að stjórnvöld standi við bakið á þeim frumherjum í ART Medica og leyfi tæknifrjóvganir til þeirra sem vilja því að ef við búum til þjóðfélag fullt af veikum hlekkjum að þá bara búum við til nýja tækni til að hafa það gott. Og hvað varðar mig sjálfan að þá mun ég einbeita mér að því að vera eins eðlilegur og ég get því mér finnst aðdragandi barneigna vera svo skemmtilegur.


mbl.is Tugir einhleypra kvenna vilja tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband