19.3.2007 | 13:27
Fyrsta Farrými !!!
Það er alveg ótrúlegt hvað sumir gera til þess eins að ferðast á fyrsta farrými. Að láta lífið til þess eins að njóta smá unaðar í eftirlífinu.
Ég skil samt ekki hvað karlgreyið er að kvarta yfir. Kellingin hefur varla verið með hávaða og læti þar sem hún var steindauð og hver veit nema hægt sé að búa til leik úr þessu !!! T.d. Losa beltið í lendingu og sjá líkið skoppa yfir á næsta sæti !!!
Sama hvernig fer er ég alltaf sáttur með að fljúga með Icelandair... Ég hef a.m.k. ekki dáið úr leiðindum hingað til !
Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 11:15
Gott að hafa efni á neitunarvaldinu !
Á meðan við almúginn vinnum myrkrana á milli með svita og tárum til að hafa í okkur og á geta stelpur eins og Emma Watson hafnað 262 milljóna krónu samning af ástæðum eins og að vilja ekki vera "stelpan úr Harry Potter" lengur.
Ég ber GRÍÐARLEGA virðingu fyrir þessu hjá henni !!! Hún er bara 16 ára gömul og hún er tilbúin að taka ákvörðun sem skiptir hundruð milljóna af því hún upplifir sig ekki vera að nýta sína hæfileika í botn. Hún hefur verið að þroskast og sumir farnir að kalla hana kyntákn (ekki alveg að skilja það, er alltaf smástelpa í mínum augum) en hæfileikinn leynir ekki á sér hjá þessari ungu sætu leikkonu og ég typpa á að blómatíð hennar sé framundan í leiklistinni.
Allir þeir sem mögulega hneysklast á að sleppa samning sem þessum mega vita að hæfileikinn til að taka sjálfstæða ákvörðun sem skiptir mann máli er ekki á höndum margra 16 ára unglinga og ég klappa mikið fyrir Emmu fyrir að taka af skarið og láta slag standa.
Vill ekki leika Hermione lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2007 | 12:33
Fyndnasti maður Íslands ?
Í gær komst ég áfram í úrslitakvöld um Fyndnasta mann Íslands. Ég sit hér í vinnunni og þjáist af bakkuseinkennum frá gærkvöldinu. Stemningin var gríðarleg í salnum og þetta var án efa eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert um mína ævidaga. Hér má sjá hvað gekk á sviðinu en í myndaalbúminu má sjá nokkrar góðar myndir frá kvöldinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007 | 19:18
GÆTI ÞETTA ALDREI !
Ath. skoðið fyrst fréttina sem þessi bloggur tilheyrir. Sjá neðst í þessari færslu !
Ég gæti ekki lifað með því að sofa ekki við hliðina á elskunni minni svo einfallt er það ! Þægindin við að kúra hjá henni eru róandi og sefandi og ekki skemmir fyrir tilhugsunin um að ég sé fær um að halda henni andvaka heilu og hálfu næturnar með hrotum. Nái ég ekki að hrjóta hana til vöku mun ég upplifa sjálfan mig einmanna og án hlutverks í þessu lífi. Svo finnst mér svo gott að snerta hana þegar ég er sofandi. Ef hún vaknar með glóðarauga og marblett veit ég innst inni við hjartað að ég hef gefið henni innilegt faðmlag í svefni og að enginn svefn stoppi mig í að tjá mínar innstu tilfinningar. Það er yndisleg tilfinning að vita af henni vaknandi þegar ég fer útúr herberginu með of miklum hávaða á langþráðum frídegi hennar og vita það að hennar hefndarhugur mun hvíla hjá mér allan þann dag. Svo gæti ég ekki lifað án þess heiðurs að hafa hana sem áheyranda þegar ég kem skemmtilegur heim eftir kvöld með strákunum þar sem einn eða tveir öl voru skálaðir í botn. Vitandi það að hún sjái mig slafrandi með opna buxnaklauf og illa girta skyrtu hlustandi á mig rifja upp hæfileikana sem ræðumaður talandi um ástandið í írak og stöðu feminista á Íslandi segir mér betur en allt hversu mikið hún elskar mig. Jafnvel þótt hún hreyti í mig fúkyrðum og kalli mig ónöfnum að þá veit ég innst inni að hún bíður þess að ég sofni og faðmi hana innilega svo á sjái !!!
Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 10:23
Sagan af Hamingjusamasta manni í heimi !!!
Maður einn bað konu um að giftast sér. Hún sagði nei svo hann fór og hitti vini sína, spilaði pool, drakk bjór og horfði á sjónvarpið í ró og næði.
Endir !
Las þennan í Séð og Heyrt ! Bitrari brandarar sjást varla !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 12:45
Hægrimanna vinstristefna með snúningi kvennkarla og karlakvenna !
Það er sjálfsblekkingarvefur sem íslenska þjóðin virðist sitja föst í. Jakkaklæddir menn sitja með kaffibolla sem kostar jafnmikið og pakki af kaffi og borða köku sem kostar 50% meira af því það er svo fallega skorið jarðaber á toppnum. Þeir ræða daginn og veginn og gáfulegar athugasemdir eru ekki sparaðar, verst er að það er ekkert vit í þeim.
Ísland í dag einkennist af yfirborðskenndum umræðum sem kafa sjaldanst ofaní ræturnar. Íslenskt líðræði eru tveir valkostir í öllum tilvikum. Við erum hægri eða vinstri, hærri eða lægri, menntuð eða ómenntuð, dugleg eða löt, góð eða vond, feministar eða karlrembur og svo má lengi telja. Mér finnst alltaf vanta þennan valkost sem einkennir hinn gullna meðalveg. Enginn stjórnmálaflokkur er alvöru jafnaðarflokkur. Þetta eru hægriflokkar, vinstriflokkar, vinstrisinnaðir hægriflokkar og hægrisinnaðir vinstri flokkar. Okkur er kennt sem börn að þekkja muninn á hægri og vinstri og hvað mig varðar erum við fullútskrifuð til að starfa sem stjórnmálamenn eftir það.
Ég hef nú af og til gert grín að Feministafélagi Íslands og þá helst róttækum kellingum sem þar berjast með hávaða og látum sem fáir nenna að hlusta á. Þar með hlýt ég að teljast karlremba skv. mörgum þeirra. En ég er samt með fullan stuðning við jöfn laun og að starfsmenn séu metnir að verðugleika en ekki kyni. Ég sé ekki eftir því að forfeður mínir hafi leyft konum að ganga inn í skólakerfið og leyft þeim að aka bíl. En það er bara enginn millivegur.
Ég mun stofna jafnaðarflokkinn millipersónur. Þar verða hæfustu persónurnar látnar skara framúr. Þar verða orðin konur og karlar bönnuð þar sem þau gefa möguleikann á kynjamisrétti. Bannað er að nota orðið Pólitík þar sem -tík hefur verið notað niðrandi um konur og Póli- minnir of mikið á Pólverja og getur vakið upp rasisma. Allir mega gera allt alltaf og það eina sem ræður því hvað er bannað eru lög og stefnuskrá mannakvennanefndarinnar Kvennamenn. Í baráttu okkar um atkvæðin verða prentaðir bæklingar í bleiku og bláu með svörtu og hvítu letri. !!!!!
Nema hvað að þetta er bara sama ruglið og allt hitt. Þetta er enginn gullinn meðalvegur... Þetta er róttæk vitleysa í allar áttir. Svart og Hvítt gerir grátt, Konur og karlar gera fólk og ólíkar skoðanir geta skapað samstöðu.
X- P (Píkuvinafélagið Typpi)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 09:01
Heill sé þér kommúnistmi !
Ólafur Ragnar Grímsson verður bráðlega að breyta nafni sínu í Boris Ragnar Grímsson. Alþingi verður nefnt Moskva og Kínastjórn fær mínútuþögn á hverjum degi til að votta okkar virðingu. Er þetta þróunin. Er kommúnistminn að lauma sér meira og meira inn í okkar þjóðfélag. Þetta virðist vera orðið þjóðfélag sem byggist upp á hræðsluáróðri á opinberum vettvangi frá hinu opinbera. T.d. var frétt þess efnis í morgun að skuldarar verði sóttir inn á vinnustað eða hvar sem þeir mega finnast og færðir til sýslumanns svo hægt sé að gera fjárnám í þeirra eignir. Ég heyrði síglöðu útvarpsmennina á FM957 velta þessu fyrir sér með hlustendum og menn höfðu misjafnar skoðanir. Enginn virtist þó minnast á að þetta er augljós hræðsluáróður til að menn grípi nú í taumana og mæti loksins niðreftir til að losna við óþægilegar heimsóknir... og þetta mun virka. Lang eðlilegast er að fólk mæti og klári sín mál á réttum tíma eða a.m.k. taki ábyrgð á þeim með því að mæta á settar boðanir, en svona æsifréttamennskuskilaboð sem leka frá hinu opinbera yfir í fjölmiðla er svoldið einkennileg leið. T.d. sýslumaður sendir út bréf sértu boðaður í fjárnám en þeir mundu aldrei splæsa í tveggja til fjögurra manna þjónustuver sem hringir út eftir skuldunautum og hvetur þá til að mæta og klára sín mál. Intrum er farið að hringja út í sína bestu viðskiptavini og spyrja hvað sé hægt að gera. Svona er okkar þjóðfélag í dag, allir skulda og það er kominn gróðravænt atvinnuskapandi vinnuumhverfi í kringum innheimtustofnanir og lögfræðistofur. Ég ætti kanski að hringja út hjá intrum og vinna þannig uppí skuldirnar.
Hinsvegar hef ég aldrei skilið að fjölmiðlar séu notaðir svo sterkt til að koma áróðri áfram. Með þessu verða fjölmiðlar beinn tengiliður í pólitíkina í stað þess að horfa á hann passífum augum. Auðvitað er það þeirra skylda að birta þetta ef þeir komast á snoðir um þetta en af hverju er þessi leið farin. Steingrímur J. Sigfússon með græna eyrað vinstra megin situr væntanlega heima og gælir mjúklega við sitt kommúnistahjarta núna. Hann hefur nýjar hugmyndir um netlögreglu sem gætir þess að þú sért ekki frjáls á frjálsa vettvangi internetsins. Hann er gott dæmi um mann sem kann að tala um hvað sem er hvenær sem er en skiptir ekki máli hvort hann tali af viti eða ekki. Hann bara talar og það er gaman að hlusta á hann. En hann er ábyggilega rammspiltur andskoti [Hvað segir löggan þín við þessu Steini]. Hann er alveg bókað mál á móti opinberum umræðum á netinu af því enginn talar um Vinstri Græna. Hver nennir því. Ég nennti að tala um Vinstri græna þegar þeir voru blómabörn og plöntuelskendur. Hvað gerðist nú er þetta róttæk vinstrikommúnistahreyfing með apaköttum í forystunni og hippum í eftirfylgd. "Það er bullandi stemming fyrir að fella ríkisstjórnina" segir Steingrímur í opnunarræðu síðasta landsþings. Frábært félagi... frábært.... æðislegt... þú ert fífl.
Komi ríkisstórnin til með að falla í næstu ríkisstjórnarkosningum og að vinstristórn nái tökum á landinu mun ég alvarlega skoða möguleika þess að flytja af landi brott til lands þar sem afslöppun ríkir t.d. Danmörk. Ég meina spáið í því að vinstrihreyfingarnar vilja t.d. netlögreglu, menningarhippahús útum allt, kvenréttindarbaráttu á það háu stigi að jafnrétti og karlmenn víkja til hliðar og svo þessa leiðindar Ingibjörgu Sólrúnu. Ég get ekki bent á neitt eitt sem hún gerir til að pirra mig... það er bara andlitið hennar eða eitthvað, Give's me the creeps.
Ég veit að ég hef ekki bestu og sterkustu rökin til að bakka mínar villtu ásakanir og hugdettur en áttið ykkur á því að ÞETTA ER NETIÐ OG Í DAG MÁ ÉG GERA HVAÐ SEM ÉG VIL !
Ritskoðaðu þetta Steingrímur J.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2007 | 02:43
Erum við að kaupa Færeyjar ?
Það er gaman að fylgjast með fréttaflutningi þessa dagana. Fjölmiðlar færa sig æ meir í þá átt að fletta ofanaf gömlum syndum og sárum sem legið hafa ógróin í fjölda ára. Einnig eru orðnar ansi algengar fréttir af því sem augljóst er en enginn mótmælir. Bankarnir sem dæmi eru með 20% vexti á sínum lánum hérlendis en keppast í alltöðrum vaxtaprósentum á þeim mörköðum sem þeir vinna sig inná þessa dagana í Evrópu. Af hverju keppast þeir ekki innbyrðis um að lækka vexti hérna heima. Þetta er farið að minna á olíufélögin. Fólk spáði ekkert í bensínkostnaði það bara fór á næstu stöð. nú fagna menn að líterinn kosti aðeins 110 kr. Það er bara alltof mikið. Fólk virðist ekki kunna eða nenna almennt að leita sér bankaviðskipta m.v. vaxtagreiðslur. Við bara förum í bankann með flottustu auglýsingarnar eða þann sem er staðsettur næst okkar heimili eða vinnu.
Af forvitni skoðaði ég vefsíður allra banka landsins núna fyrir stundu síðan og mér brá. Ég sá 37 mismunandi heiti á lánum og margir bankar höfðu sömu lánin. Einnig fann ég 34 mismunandi kortategundir sem standa fólki til boða á íslenskum markaði.
Margir fjársterkir aðilar á íslenskum markaði stóla á það að við vinnum okkar vinnu eins og afturgöngur, mætum heim og hugsum um heimilið með ábyrgð og borgum okkar reikninga fyrir þeirra vörur og þjónustu í þegjandi þögn.
Við spáum ekkert í þessu, við bara borgum. Ég t.d. legg ekki leið mína á Atlantsolíu til að taka bensín jafnvel þótt öll hin olíufélögin hafi snuðað mig og aðra um pening í verðsamráðinu. Spáið í því að ég ætti að vera að leggja þessari baráttu stuðning en það er bara svo þægilegt að fara í Olís á horninu eða Select á leið í vinnu.
Ég ætla frá þessum degi að skoða öll þau fyrirtæki sem ég versla við og leita mér verða á öllum þeim vörum sem ég þarf. Ég ætla að skera niður. Ég ætla að hringja og leita upplýsinga. Bjóði tvö fyrirtæki sama verðið fyrir sömu vöruna mun ég versla við það fyrirtæki sem annaðhvort styður samfélagið betur eða jafnvel einhver góðgerðasamtök. Ég ætla að skrá niður allt það sem ég finn út svo ég geti miðlað þessum upplýsingum. Það verður gaman að sjá hversu mikið maður hefur sparað og hvað það leiðir af sér þegar uppi er staðið.
Það sem kveikti í þessari hugsun eru fréttir af því að Færeyjarbanki er til sölu. Getgátur bloggara Íslands eru þær að Íslendingar geti keypt Færeyjar gróft til orða tekið. Færeyskur aðili sem vitnað var í hélt því fram að uggur væri í Færeyjingum og Dönum um það hversu mikið Íslendingar eru að kaupa þessa dagana. Hversu mikið við eignumst. Við viðskiptavinir bankanna erum að borga fyrir öll þessi kaup en áhættan er alltaf sú að þegar þessir aðilar hafa tekið allan okkar pening að þá flytji þeir úr landi til að hagnast ennþá betur.
Geti ég séð að bankarnir verði bókað staðsettir hér á Íslandi til frambúðar mun ég glaður borga það sem þarf til að þeir ávaxti okkar peningum og borgi vel í ríkissjóð. En sé möguleiki á að þeir fari úr landi tel ég að fjandinn sé laus og þá skoða ég alvarlega að geyma budduna undir koddanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 20:07
Fyndnasti maður Íslands 2007
Góðar fréttir vinir, vandamenn og aðrir gestir. Á þriðjudaginn skráði Stefanía mig til keppni í Fyndnasti maður Íslands án þess að ráðfæra sig við mig. Eftir vandræðalegt símtal frá forsvarsmanni keppninnar þar sem ég þverneitaði skráningu í keppnina féllst ég á að spreyta mig á þessu þar sem Stefanía hafði nú til síns máls að ég hef viljað gera þetta síðan síðasta keppnin var 2003.
Dagurinn byrjaði með vinnu eins og venjulega en um hádegisbil brá ég mér frá og hélt niður í Austurbæjarbíó til að skila frá mér vel völdum punktum. Ég stóð á sviði og skilaði mínu atriði með sóma. Um hálffjögur sat ég með hnút í maganum af spenningi. Ég var farinn að tísta í sætinu mínu af spennu. Þá fékk ég fréttirnar. Ég komst áfram í keppninni og mun keppa í mars í Austurbæjarbíói fyrir framan 550 manna sal og í sjónvarpsútsendingu á Skjá 1.
Í dag var myndataka fyrir Séð og Heyrt sem kemur út fimmtudaginn í næstu viku. Þar hitti ég tilvonandi mótherja mína sem litu vel út og mér sýnist þetta stefna í einn af skemmtilegri mánuðum sem ég hef lifað.
Ég reikna með 100% stuðningi frá vinum og vandamönnum á næstu dögum í því formi að kíkja á kallinn sprella á sviðinu. Nýtið tækifærið því ekki eru miklar líkur á að ég syngji á sviði m.v. SingStar reynslu mína hingað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 10:22
Frjálslegar tilfinningar í vinnunni !
Ég sit hér í vinnunni á einum af bestu dögum ársins. Öskudagurinn reis í morgun með smá sólglætu, smá kulda og risastóru brosi en mig vantaði árlega búninginn fyrir vinnuna. Með stýrurnar í augunum gekk ég um íbúðina og leitaði að hinu fullkomna gervi. Nú sit ég hér í stólnum mínum við skrifborðið með handklæði vafið um höfuðið, annað handklæði breytt yfir axlirnar og í bláa sloppnum mínum. Til að byr
ja með var þetta einfalt og þægilegt gervi þar til ég lét skyrtuna innanundir sloppnum fjúka svo mottan gæfi gervinu meiri raunveruleika en það er ekki nóg. Ég fékk áskorun frá samstarfskonu minni um að tapa buxunum líka og er því bara á bláum teiknimyndaboxerum innanundir. Sígarettupásan úti í morgun var ansi nöpur. Þetta er samt lúmskt gaman og ég kvíði fyrir fundinum sem er alveg að bresta á.
Annað í fréttum er að ég hef sett mér markmið um breyttan lífsstíl. Síðasta sígarettan nálgast og varadekkið verður fjarlægt. Ég og
Óli Jóns vinur minn fórum í Heiðmörkina og gengum í rétt rúman klukkutíma á mánudaginn og munum temja okkur að komast helst alla daga í a.m.k. klukkutíma göngu. Bráðlega bætist við líkamsræktin við þetta. Við erum með markmið um að ganga á Hornstrandir og jafnvel Laugaveginn eða Fimmvörðuháls í Júní. Þe
Bið að heilsa í bili !
Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)