GÆTI ÞETTA ALDREI !

Ath. skoðið fyrst fréttina sem þessi bloggur tilheyrir. Sjá neðst í þessari færslu ! 

Ég gæti ekki lifað með því að sofa ekki við hliðina á elskunni minni svo einfallt er það ! Þægindin við að kúra hjá henni eru róandi og sefandi og ekki skemmir fyrir tilhugsunin um að ég sé fær um að halda henni andvaka heilu og hálfu næturnar með hrotum. Nái ég ekki að hrjóta hana til vöku mun ég upplifa sjálfan mig einmanna og án hlutverks í þessu lífi. Svo finnst mér svo gott að snerta hana þegar ég er sofandi. Ef hún vaknar með glóðarauga og marblett veit ég innst inni við hjartað að ég hef gefið henni innilegt faðmlag í svefni og að enginn svefn stoppi mig í að tjá mínar innstu tilfinningar. Það er yndisleg tilfinning að vita af henni vaknandi þegar ég fer útúr herberginu með of miklum hávaða á langþráðum frídegi hennar og vita það að hennar hefndarhugur mun hvíla hjá mér allan þann dag. Svo gæti ég ekki lifað án þess heiðurs að hafa hana sem áheyranda þegar ég kem skemmtilegur heim eftir kvöld með strákunum þar sem einn eða tveir öl voru skálaðir í botn. Vitandi það að hún sjái mig slafrandi með opna buxnaklauf og illa girta skyrtu hlustandi á mig rifja upp hæfileikana sem ræðumaður talandi um ástandið í írak og stöðu feminista á Íslandi segir mér betur en allt hversu mikið hún elskar mig. Jafnvel þótt hún hreyti í mig fúkyrðum og kalli mig ónöfnum að þá veit ég innst inni að hún bíður þess að ég sofni og faðmi hana innilega svo á sjái !!!


mbl.is Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara brill...lýsingin er frábær en svona eruð þið þessar elskur og haldið fast í svefni ;O) Konan þín hlýtur að vera mjög hamingjusöm kona þrátt fyrir slagsmál í svefni ;O)

Harpa (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:46

2 identicon

hehe harpa mín ég er heppnasta konan í heimi ;)

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

 Sæll Helgi.  

Ég er alveg sammála þér hérna í einu og öllu.  

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 13.3.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband