8.4.2007 | 05:46
Það er ekki hægt að gera upp á milli mín !
Kæru vinir, vandamenn og aðrir gestir sem rata á þessa síðu. Ég hef þær fréttir að færa að ég náði ekki titlinum Fyndnasti maður Íslands þetta árið. Ég deildi 4-5 sæti með keppinaut mínum Kára. Keppnin var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma og ég óska Þórhalli til hamingju með sigurinn. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki frá því að keppnin byrjaði og því má segja að félagslífið mitt s.l. mánuðinn sé búið að vera einn stór brandari.
En ég er ekki af baki dottinn. Ég held áfram ótrauður og ekki vera hissa þegar þið sjáið mig bregða fyrir á uppákomum hér og þar. Ég þakka öllu mínu góða fólki fyrir stuðninginn. Þið eruð æðisleg
Bloggar | Breytt 9.4.2007 kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 01:12
Glens og grín !!!
Nú er sigið á lokakaflann í keppninni fyndnasti maður Íslands. Undirbúningur er í fullum gangi og heilasellurnar á 150km hraða. Tíminn sem hefur liðið frá því keppnin hófst hefur verið mjög skemmtilegur og alltof fljótur að líða. Ég hef nú þegar komið fram á nokkrum stöðum frá því keppnin hófst. Þ.á.m. skemmti ég gestum á árshátíð hér í höfuðborginni núna á laugardagskvöldið og ég fékk mjög góðar undirtektir.
Stefanía mín varð 20 ára núna á Laugardaginn. Við fögnuðum með vinum og vandamönnum í góðri veislu um kvöldið. Þetta var frábær skemmtun í alla staði. Jelly hlaup skot sem við buðum uppá vöktu mikla athygli og ánægju.
En nú er að snúa sér aftur að teikniborðinu og halda áfram undibúningi. Ég skemmti á lítilli samkomu úti á landi annað kvöld eftir vinnu og svo eru það úrslitin á föstudagskvöldið. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig fyrir hvatninguna. Það er ótrúlegt hvað það getur verið gott að hlusta stundum á áskoranir um að takast á við hið óþekkta. Það getur leitt af sér góða hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 10:37
Af hverju að banna ?
Ekki eins og kappinn hafi ætlað að halda klámráðstefnu !!!
Snoop Dogg fékk ekki að koma til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 13:25
Grófur húmor ?!?!?
Það hefur nokkuð borið á því eftir frumraun mína í uppistandi með þáttöku minni í keppninni Fyndnasti maður Íslands að fólki finnist mitt framlag til keppninnar vera of gróft. Ég vona að sem fæstir hafi orðið fyrir alvarlegri truflun af þessari sviðsframkomu sem sýnd var á Skjá 1 s.l. föstudag.
Mér til málsvarnar vil ég benda á að flestallt það sem ég tók fyrir í þessu gríni mínu hefur verið rætt eða birt á opinberum vettvangi s.l. mánuði. Þar ber helst að nefna forsíðu Smáralindarblaðsins þar sem ung stúlka var úthúðuð af feminískri kellingartruntu sem kallaði stelpuna klámdrottningu og nefndi sér til rökstuðnings alls kyns hluti sem "sönnuðu" hennar mál. Þar að auki hafa verið fréttir um klámróluna þar sem hótel á Laugaveginum er með sérstaka króka í loftinu hugsaða fyrir þessa notkun og klámmyndir hafa verið umtalaðar af karladeild feministafélagsins.
Sama hvernig þetta lýtur út vil ég minna fólk á að ég er jafnréttissinni í húð og hár. Ég vil sjá lausnir sem brúar bilið í launamun kynjana og aukin tækifæri fyrir konur í lífi og starfi. Ég vil jafnframt að þessi barátta sé háð á kostnað annara en karlmanna þar sem stærstur hluti karlmanna er sammála mér í þessum efnum.
Hinsvegar mun ég beyta mér fyrir því persónulega og opinberlega að véfengja og jafnvel niðurlægja þær ofstækisfullu kellingartruntur (eins og ég kýs að kalla þær) sem eyðileggja þá jafnréttisbaráttu sem háð hefur verið hérlendis s.l. ár. Þær taka einfalda hluti og snúa þeim gjörsamlega úr samhengi, þannig að málsflutningur þeirra jaðrar við geðveilu, og tengir það nafni feminista sem margir hverjir eru algerlega á móti þeim.
Vandinn liggur klárlega í hinu opna umhverfi internetsins og bloggsamfélagana þar sem þróunin hefur orðið sú að allir geta talað opinberlega og komið sýnum málefnum á framfæri fyrir alþjóð. Fjölmiðlar og húmorskenndar tenglasíður grípa svo gæsir á lofti þegar bandbrjálaðar konur hafa svert jafnréttisbaráttuna með óforskömmuðum ásökunum og þeim eina árangri að skemmta landsmönnum í kaffistofum og heitum pottum með krydduðum umræðum.
Á forsíðu feministafélagsins stendur orðrétt Feministi er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjana hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því
Skv. þeirri skilgreiningu er ég Feministi og ég mun beita mér fyrir því að þagga niður í öllum þeim konum sem ganga yfir strikið í bulli og vitleysu. Ég mun beita mér fyrir því að gera grín að öllum þeim konum opinberlega sem leggjast það lágt að tengja eðlilega hluti úr umhverfinu við neikvæðar klámímyndir og aðstæður.
Þar til þeim árangri hefur verið náð mun ég kalla sjálfan mig jafnréttissinna.
Kv. Helgi
Ps. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem staðið hafa við bakið á mér í keppninni Fyndnasti maður Íslands. Ég hlakka til að takast á við keppinauta mína í úrslitum þann 6. apríl n.k.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2007 | 01:39
Fyndnasti hlátur í heimi !
Mér er sama hvar þú ert og hvað þú ert að gera akkúrat núna !!!
KVEIKTU BARA Á HÁTÖLURUNUM OG HÆKKAÐU Í BOTN... ÞÚ VERÐUR AÐ HEYRA ÞETTA !!!
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=3041
Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef á ævi minni heyrt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 21:50
Kvittið endilega í Gestabókina mína !
Hæ hó... Heimsóknum hefur farið snarfjölgandi í þessari blessuðu kjaftaskjóðu minni... Það væri gaman að sjá hverjir þar eru á ferð... Skora á ykkur að kvitta í gestabókina svo ég viti hver er þar á ferð...
Bið að heilsa
HÞG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 23:00
Frumraunin í sjónvarpinu !!!
Nú get ég með stolti sagt að ég hafi komið í sjónvarpið... Hafði áður verið í einstaka fréttaþáttum á bakvið hoppandi og vinkandi en nú er stundin komin. Sýnt var frá keppninni Fyndnasti maður Íslands þar sem ég steig á svið og sagði vandaða og vel orðaða brandara í 10 mínútur.
Vonandi var þetta ekki of truflandi, klæmið, dónalegt eða óviðeigandi fyrir áhorfendur en kosturinn fyrir ykkur var sá að þið gátuð alltaf skipt um stöð. Ef þið gerðuð það ekki eruð þið klárlega jafn forvitnir pertvertar og ég er...
Fólk virðist gagnrýna hversu mikið um klámbrandara er í þessari keppni... Kvartið bara því ég segi að uppistand á ekkert heima í sjónvarpi... Það er gaman að sjá þetta en þetta er bara ekki sama stemningin og að sitja í sal með blindfullu fólki... Þar er stemning og þar vill fólk láta sjokkera sig... Þú ferð ekki á uppistand til að heyra sama ruglið og er rætt í snyrtilegum fjölskylduboðum... Þú ferð til að ýta á þolmörkin og stækka þægindahringinn... Þar kem ég til sögunnar með 18+ gírinn í þetta skiptið...
Nú er það bara undirbúningur fyrir úrslitin og ég vona að ég fái jafn góðan stuðning og meðbyr frá mínu fólki og ég hef fengið hingað til...
Takk fyrir mig... Þið eruð öll æðisleg !
Kv. Helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2007 | 19:50
Góð afþreying fyrir alla !
Ég sit hér í rólegheitum heima hjá mér að horfa á góða mynd með góðum vin. Óli Jóns og ég settum Hotel Rwanda í tækið og þetta er í 3ja skiptið sem ég horfi á þessa bíómynd. Hún fjallar um þjóðarmorðin í Rwanda í Afríku. Þar voru skipulögð þjóðarmorð Hútúa á Tútsum og aðalhetjan Paul var hótelstjóri sem hýsti marga ofsótta Tútsa þegar átökin stóðu hvað hæst í upphafi stríðs.
Fróðlegt fyrir okkur sem lifum í þægindum öruggs samfélags !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 12:27
Ekki slæmt fyrir suma !!!
Ég lýt út um gluggann og sé ekkert nema sama gamla íslenska snjóinn, skafrenninginn, hálkuna og ísingar. Ég væri glaður að vera fastur á Spáni / Kanarí akkúrat núna. Ekki sakar heldur að sitja á leifsstöð með þessa glæsilegu nýju fríhöfn. Bjórinn er ískaldur og veitingarnar.... ja við skulum ekki sleppa okkur því veitingarnar eru viðbjóður í Leifsstöð.
Hafið það gott í biðinni spánverjafarar !
Hundruð farþega strandaglópar vegna bilunar í vél Heimsferða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 10:39
Keppum til sigurs !
Ég læt engann fréttamann segja mér að Tyrkir séu frjósamari heldur en við. Í alvörunni talað að þá er enginn kvenleg fegurð í Tyrklandi... Er það ekki annars eitt af löndunum sem hylur andlit kvennanna... og ekki að ástæðulausu... ekki eru þær mikið augnakonfekt !!!
Ég segi allir heim í hádegismatnum og blanda nú í einn grísling svo við getum unnið Tyrkina í eitt skipti fyrir öll !
Barnsfæðingum fjölgaði á síðasta ári og frjósemi kvenna vex | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)