24.4.2007 | 11:33
640 börn svelta í breiðholtinu þegar tölvukerfið hrynur !!!
Foreldrar skammast yfir þessu ástandi en Kerfisstjórinn er í þann mund að setja upp neyðarforritið Hamborgari 1.0 með franskar 2.5 uppfærslunni. Ekki verður þó unnt að gefa öllum börnunum þetta þar sem þetta er aðeins hannað fyrir 545 notendur. Þar á móti kemur líka að vírusinn BlAndÍpoKa hefur eyðilagt matarlystina hjá mörgum börnunum.
Þúsundþjalasmiður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 11:10
Ég er hættur að reykja !!!
Ég er hættur að Reykja. Ég var farinn að reykja rúmlega pakka á dag og ég var kominn með svo mikið suð í eyrun. Ég fór til læknis og hann sagði mér að eina leiðin til að losna við suðið væri að hætta að reykja því þá mundi kærastan kanski hætta að suða í mér !!!
En að öllu gríni slepptu að þá er ég loksins hættur !
Klappið saman lófum því markmiðið sem ég hef haldið fast í án þess að sleppa hefur tekist. Það tók lengri tíma en ég hafði áætlað en það tókst. Sunnudagurinn 24. apríl hófst með sígarettuleysi og letikasti þar sem ég nennti ekki út í sjoppu. Ég stóð á Þróttarvellinum í Laugardalnum og horfði á Einar Óla bróðir Stefaníu keppa á móti KRinum þar sem Þróttur vann 4:3 sigur.
Þegar ég lagði af stað útaf íþróttasvæðinu í þeim tilgangi að kaupa mér sígarettur náði ég ekki langt. Ég veit ekki hvort það var útiveran, hvatningin á að horfa á strákana keppa í fótboltanum eða bara leiði á þessum leiðindarreykingum en ég sneri við og tók bara ákvörðun um að hætta að reykja. Tedda tengdamamma greip gæsina glóðvolga og reddaði mér Nikotín plástrum svo að þetta gengi ekki til baka. Á sunnudaginn var ég með plásturinn en laumaði mér samt í eina sígarettu þegar leið á daginn og hún bragðaðist eins og skítur með gamalli kokteilsósu og úldnum banana. Ekki gott ! Í gær var svo fyrsti reyklausi dagurinn minn í langan tíma og í dag er annar að bætast við.
Ég er búinn að hafa í nógu að snúast uppá síðkastið og það er alveg brjálað að gera hjá mér á flestöllum vígstöðvum. Þar að auki er ég á fullu að skemmta og var með 4 gigg í síðustu viku. Menntaskólinn í Kópavogi tók á móti mér á miðvikudeginum í síðustu viku, ég skemmti í fyrsta partýi Íslandshreyfingarinnar á föstudeginum ásamt Þórhalli og Þrándi félögum mínum í gríninu, Skátaflokkurinn Vífill fékk mig til sín í afmælisteiti flokksins á laugardagskvöldinu og á sunnudeginum var það Brjánn æskuvinur minn sem fékk mig ásamt Oddi og Þórhalli félögum mínum til að skemmta á opnunarkvöldi nýs og glæsilegs kaffihúss í Von hjá SÁÁ.
Þetta er búið að vera frábær tími og nóg í að snúast. Nú er bara að halda áfram á beinu brautinni svo suðið hverfi fyrir fullt og allt !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 16:17
Sprenghlægileg og eggjandi sýning !!!
Af og til sest mitt menningarbústna rassgat niður á leikhúsbekk með þá kröfu að skemmta mér betur en síðast. Ekki get ég nú sagt að ég sé alltaf sáttur með framgang og árangur íslenskra leikara og leiklistarhópa en í þetta skiptið var mér fullnægt.
Nemendafélag Mennaskólans í Kópavogi var að setja á stokk leiksýninguna Með fullri reisn sem er íslensk útgáfa bresku bíómyndarinnar The full monty. Sætar stelpur og nettir gaurar sýna dirfsku í leikriti sem fjallar um stripp. Og án þess að eyða mörgum orðum í það að þá er ekki stigið á bremsuna í þessu verki. Sagan er frábær og margir brandarar voru með þeim betri sem ég hef heyrt í langan tíma.
Sýningartímar eru kl. 20.00 þann 21. 22. & 24. apríl í Tjarnarbíói.
Þetta er frábær sýning í alla staði og ég gef henni 8.5 af 10 mögulegum.
Ég skora á alla að láta sjá sig !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2007 | 16:31
Grillveisla á Café Opera
Blásið hefur verið til grillveislu í miðbænum og þá nánar tiltekið á Café Operu. Fjörið hefst með grilluðum grísahnakka, glóðuðum nautasteikum og Reyktum laxi með léttvatni að drekka. Þegar málsverði lýkur verður blásið til balls á skemmtistaðnum Pravda þar sem hin heimsfræga hljómsveit Smokie leikur fyrir dansi. Heitar stelpur munu trylla líðinn langt fram eftir nóttu og á barnum verður brennandiheitt tilboð á froðuskotum.
En að öllu gríni slepptu vona ég að veitingamenn á tilteknum stöðum svo og aðrir verði ekki fyrir of miklum skaða af þessu. Café Opera er einn af uppáhaldsveitingastöðum mínum á landinu og ég hef hvergi annarstaðar borðað jafn oft og jafn góðan mat. Þar að auki var Pravda einn af þeim góðu stöðum sem ég stoppa á þegar ég kíki út á lífið.
Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 02:03
Þjóðráð fyrir Bandaríkjamenn
Nú er það vitað mál að Bandaríkjamenn þurfa aðeins á gáfum að halda til að vinna styrjaldirnar í miðausturlöndum og taka olíuna í eitt skipti fyrir öll. Hvað það er veltur mikið á þeim apaköttum sem búa þarna.
T.d. er hægt að breiða út orðróm um að sjálfsmorðssprengingum geti fylgt höfuðverkur... Eða þá að allar þessar hreinu meyjar sem þú færð við að bomba sjálfan þig verði í skírlífsbelti ef þú nærð ekki a.m.k. 10 talibönum með í leiðinni.
Hámark heimskunnar verður þó þegar Bandaríkjamenn breiða út orðróminn að GSM notkun fylgi hætta á háum símreikningum !!! Þá held ég að það sé óumflýjanlegt að þeim byrjar að blæða úr augum og eyrum.
Banvæn símaveira! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 09:39
Framhaldssaga: Ólukkan snýst alltaf við !
Ég sagði hér sögu um hvernig ég plataði kærustuna mína uppúr skónum. Ég nýtti mér það hvað ástin getur verið blind. Nú tel ég það vera þjóðráð að segja hvernig örlögin snerust gegn mér og hefndu fyrir hönd kærustunnar !
Áætlaður var að leggja af stað kl. 17.00 á fimmtudeginum. Ýmislegt gerði það að verkum að ekki var farið fyrr en 20.00 um kvöldið á fimmtudeginum. Eftir langa og stranga keyrslu norður með einu stoppi í Borgarnesi til að jafna út loftþrýsting í dekkjum og öðru stoppi í óumflýjanlega góða kaffibollan í Staðarskála leit allt út fyrir að ferðin væri við það að enda. Klukkan var 20 mínútur yfir miðnætti og Föstudagurinn 13. skollinn á. Við vorum staðsett í botni Öxnadals þegar við keyrum inná klakabreiðu. Framundan sé ég röð af flutningabílum stopp í vegkantinum. Ég hemlaði hægt og rólega og tipplaði síðasta kaflan slík var hálkan. Eftir að við stoppuðum fór ég út að spyrjast fyrir og viti menn flutningabíll hafði oltið á veginum. Það gerði snjóstorm á sama tíma og heiðinni var lokað fyrir utan það að hún var stífluð. Við sváfum í bílnum þessa nótt og héldum áfram þegar allt losnaði kl. 5.00. Önnur smærri óhöpp þennan dag voru að mér tókst að brjóta sígarettu sem ég var að reykja, týna kveikjara og brjóta glas.
Við áttum frábæra helgi á Akureyri þar sem við hittum mikið af skemmtilegu fólki og höfðum það gaman. Á Laugardagskvöldinu var slegið upp í smá teiti en það var illa liðið af íbúum og hugrakkur Securitas maður sagði okkur veisluljónunum úr Reykjavík að þetta væri of hátt (Það var partý í annari hverri íbúð í þessu húsi). Hinsvegar sá Securitas hetjan hversu mikil gæðablóð við og okkar gestir erum þar sem íbúðin var tæmd á innan við 20 mínútum og allir af stað niður í bæ.
Svo þegar kemur að heimferðinni uppgötvast að einn frændinn sem var með í för hafði týnt peysu úti í bænum um helgina við næturbrölt. Hinn frændinn hafði þurft á stuttri slysóferð með heftiplástrum á að halda. Við sættum okkur við að hvert óhappið á fætur öðru væri að hamla okkur og gáfustum upp. Eftir keyrsluna á leiðinni heim, með þessu ómissandi stoppi í Staðarskála þar sem við fengum okkur að borða, sáum við eld rétt fyrir utan Kjalarnes í viðarbekk. Þegar ég kom á staðinn að skoða betur sá ég að þetta var aðeins eldur í dagblöðum fyrir framan bekkinn en þó var farin að myndast glóð í bekknum. Eftir stutt símtal við neyðarlínuna fékk ég það verkefni að slökkva eldinn og reyna að forðast að senda slökkviliðið ef það væri viðráðanlegt að slökkva sjálfur. Veðurguðirnir og veðurstofan spiluðu í okkar liði þar sem hellirigning var úti. Ég byrjaði á að sparka nett í staflan og dreifa draslinu. Þegar það var ekki að virka jafnvel og ég hafði þorað að vona brá ég á það ráð að hella vökva yfir eldinn. Eini vökvinn sem ég var með voru 5 lítrar af Coke. Það sýndist og sannaðist að Coke er alveg svakalega góður til þess brúks að slökkva elda. Eldurinn dó á hverjum þeim bletti sem fékk Coke slettu á sig. En þegar gosið hafið klárast og ennþá logaði í smáglóðum í bekknum brugðum ég og einn frændinn á það ráð að slökkva með hinni ævafornu aðferð Slökkvus Hlandus. Fyrir þá sem ekki vita þýðir það út með slátrið og sprauta gulu. Þetta hafðist og hetjurnar héldu áfram ferðinni.
Þegar í Reykjavík var komið og allir komnir heim til sín nema ég og Stefanía mín mundum við eftir því að við höfðum gleymt að tæma eina skúffuna fyrir norðan. En það var ekkert stórmál. Bara enn eitt óhappið og því yrði reddað síðar. Því miður fyrir okkur voru þar HLEÐSLUTÆKIN OG HÚSLYKLARNIR !!! Svo við gistum hjá Tengdó í nótt !
Þjóðráð 1: Ekki stríða öðrum ef þú þorir ekki í slag við örlögin !!!
Þjóðráð 2: Ekki stríða kærustunni / konunni þinni !!!
Niðurstaða: Sá hlær best sem síðast hlær og Stefanía hló á meðan ég fór í fýlu... Stefanía mín... Þú vannst !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 11:18
Afþreying á miðjum degi !!!
Hún Stefanía mín hringdi í mig áðan og sagði mér þær fréttir að ég gæti ekki fengið allt efni til að ljúka við leikskrá, sem ég er að gera fyrir nemendafélagið hennar, fyrr en í kvöld. Allt gott og blessað með það nema að ég sá þarna skotfæri fyrir smá hrekki mér til ómældrar skemmtunar. Þannig er mál með vexti að við erum á síðustu stundu og erum að fara norður á Akureyri eftir vinnu í dag.
Símtal 1:
S: Við fáum ekki allar auglýsingar og allan texta fyrr en í kvöld þannig að við verðum að klára þetta fyrir norðan !
H: Og hvernig ætlaru að senda PDF skjalið suður til Prentunar ?
S: Ég veit það ekki... Í gegnum internetið eða eitthvað !!!
H: INTERNETIÐ... Ertu klikkuð... Þetta er Akureyri... Þetta er ekki eins og Akranes og Borgarnes í nágreni Reykjavíkur... Það er ekkert internet á Akureyri... Þetta er hinummegin á landinu !!!
S: Í alvörunni... Hvað eigum við þá að gera ?
H: Ég veit það ekki... þú verður bara að redda því !
S: Ok bæ
Á þessum tímapunkti var púkalegt glottið farið að lyftast ansi hátt og Denni Dæmalausi vaknaður sem mitt innra barn. 30 mínútur líða og nú er daman búin að kanna málið !
Símtal 2:
S: Hæ verðum við ekki bara að skilja þetta eftir í Reykjavík og láta einhvern annan klára málið
H: Nei elskan mín... Ég klára mín verkefni sjálfur... Ég vil ekki að hver sem er sé að krukka í mínum skjölum.
S: Hvað eigum við þá að gera... Við verðum bara að sleppa ferðinni !!!
H: Nei... Reddaðu bara Fjartengingu hjá Vodafone !
S: Fjartenging !!! Hvað er það ???
H: Það er Gervihnattartenging
S: Er það hægt ???
H: Stefanía... ég var að vinna hjá Vodafone... Ég veit hvað ég er að segja...
S: Og nær það á Akureyri ?
H: Gervihnötturinn er úti í geimi... Það er alveg sama hvort þú ert í Reykjavík, Akureyri eða Kópaskeri... Þú nærð sambandi !
S: Og hvað kostar svoleiðis ?
H: Gæti verið 10-15 þúsund kr. fyrir helgina !
S: Það er alltof dýrt... Ekki séns að Orri tími að borga það !
H: Talaðu við hann og tékkaðu á því... Hann getur örugglega samið... Vodafone er alltaf tilbúið til að græja góða díla fyrir nemendafélög... Hann á að geta reddað þessu !
S: Ok ég geri það !!! Takk ástin mín !
Nú var ég alveg við það að springa úr hlátri og farinn að segja vinnufélögunum frá hrakförum kærustunnar sem féll heldur betur í gildruna. Dagurinn er farinn að líta ansi vel út !!!
Símtal 3:
S: Hæ!!! Ég er búin að redda þessu !
H: Ok flott hjá þér (Ég varð eitt stórt spurningarmerki... Hún fattaði þetta ekki en hún reddaði þessu ???)
S: Ég fann internet á Akureyri
H: NÚ HVAR ?!?!?!
S: Á hótel KEA... Ég spurði mömmu út í þetta og hún sagði að það væri alltaf internettenging á hótelum... svo ég hringdi í þá og ég mátti koma... Þeir eru með svona þráðlaust net !!!
H: HAHAHA AUÐVITAÐ ER INTERNET Á AKUREYRI... EKKI VERA SVONA MIKILL KJÁNI
S: ***Skellt á****
Vinir og kunningjar... Vonandi skemmtuð þið ykkur jafnvel yfir því að lesa þetta eins og ég skemmti mér yfir því að gera þetta... En nú liggur leiðin norður. Ég er ekki búinn að kanna hvernig veðurspáin er á leiðinni og mér er í raun og veru alveg sama því ég veit að þetta reddast alltsaman... Það er nefnilega internet á Akureyri !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.4.2007 | 12:58
Hverjum er ekki skítsama...
En pæla samt í því leiðindum... Þú ferðast frá Ítalíu til Manchester (sem er gaman)... Þú ert að fylgja liðinu þínu (sem er gaman)... Þú ert laminn af Manchester United fótboltabullum (sem er ekki gaman)... Lendir jafnvel í fangelsi (sem er ekki gaman)... og færð svo fréttir um að Manchester hafi burstað liðið þitt í 7-1 sigri og þar að auki í 8 liða úrslitum í meistaradeildinni !!!
Svekkjandi !
16 knattspyrnubullur ákærðar í Manchester | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 12:54
Hitler Youth ?
Þjóðverjar hafa áður kvatt börn til herþjónustu. Spurning hvaða gagn 4 ára barn gerir ? En ég hef skipt um bleyju á 4 vikna barni og með tilliti til þeirrar reynslu áætla ég að þjóðverjar séu að fara í efnavopnastríð !
Fjögurra vikna gamall drengur kvaddur í herinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 14:15
Markmið að njóta útsýnisins !
Blindi flugmaðurinn Miles Barber mun ábyggilega njóta útsýnisins eins vel og blindum manni sæmir. Hann segist ekki ennþá sjá tilganginn í því að sitja kjurr þótt hann sé blindur. Vinir hans eru ekki sjón að sjá og hann hefur ekki horft á sjónvarpið svo árum skiptir. Hvað hann gerir næst er óvíst en eftir að hann kemur úr heimsreisunni ætlar hann að sjá til.
Blindur flugmaður í hnattflugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)