20.8.2007 | 10:25
Mjög ungt og mjög óheflað !!!
Ég gekk um miðbæinn frá því kl. 16.00 og langt fram á rauða nótt. Ég varð hissa yfir því hvað ungir krakkar voru þar á fylleríi og ég vona innilega að þetta sé frekar ég að vera eldri heldur en krakkarnir að vera yngri. Einu slagsmálin sem ég varð var við í bænum var í kringum þessa krakka og oftar en ekki voru þetta bara lauslegir unglingaslagir þar sem tveir æstir og nýbúnir að uppgötva orkuna á milli fótanna án þess að kunna að nota hana voru að dangla í hvorn annan af því þeir kunnu ekki að tala við dömurnar en þurftu jafnframt að losna við útrás. Fyrir mína parta verð ég að hrósa þjóðinni fyrir hvað samfélagið virðist vera að róast mikið niður. Greinilegt að öflugt kynningar- og forvarnarstarf er að bera árangur. Á föstudeginum naut ég góðra tónleika á Laugardalsvellinum sem Kaupþing bauð uppá. Ég hafði heyrt af reglunni um að áfengisneysla væri bönnuð á svæðinu og þá litlu trú hafði ég á samfélaginu mínu að ég hló og sá fyrir mér rollandi fyllerí langt frameftir nóttu. Hinsvegar mér til mikillar furðu var þetta hin besta fjölskylduskemmtun og heppnaðist að mínu mati gríðarlega vel. Ég fullur af neikvæðni hugsaði fljótt þetta hlýtur að vera vegna þess að fólk er að spara sig fyrir menningarnóttina og þá verður vesen. En nei ! Svo virtist ekki vera því þegar ég gekk um bæinn að þá varð ég var við miklu minna vesen en allar þær menningarnætur sem ég hef sótt áður og meira að segja varð ég var við minna vesen en allar þær stóru samkomur sem ég hef sótt á þessu litla skeri okkar. Til hamingju Ísland við erum á góðri leið !!!
20 ungmenni færð í athvarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.