Topp 5 frumlegustu kvennafarsmóment sem ég hef upplifað hjá vinum mínum á djamminu !!!

 
  1. Pikköpp línur: Vinur minn hafði átt kvöld sem gekk ekki sérlega vel með stelpunum. Fullur af sannfæringu hélt hann út í ómenninguna í miðbænum með það markmið að ná dömu heim eftir heillandi pikköpp línu. “Má ég fá tíkall til að hringja heim og segja mömmu þinni og pabba hvað þau bjuggu til fallegt barn” var ein þeirra. Hann tók í fatamiðann á peysu annarar og sagði um leið “Just as I thought, made in heaven”. Eftir mikla höfnun sat hann hálfgrátandi á barnum og upp að barnum labbar ung dama. Bitur og svekktur eftir engann árangur leit hann á hana og sagði “Þú þráir mig druslan þín”. Til að gera langa sögu stutta virkaði þetta 100%.
  2. Töfrabragð: Vinur minn hafði nýlega lært töfrabragð og á einhvern óútskýranlegan máta gat hann látið rauðan klút hverfa í lófann á sér. Hann nýtti þetta óspart sem ísbrjót þetta kvöld og kvennsurnar virtust standa rennandi með aðdáun horfandi á hann. Ein þeirra sýndi honum einstaklega mikinn áhuga og ef það hefði ekki verið fyrir afskiptasemi dyravarða og heimsókn í fangaklefa að þá hefði þessi litli krúttlegi töframaður ábyggilega getað lúllað heima hjá henni og gert sitt stærsta töfrabragð með því að láta sig hverfa eftirá.
  3. Handleggir: Eitt sinn gengum við vinirnir í gegnum austurstrætið á menningarnótt. Eins og þruma úr heiðskýru lofti vindur einn vinur minn sér inn á Subway og byrjar að koma sér í mjúkinn hjá einni dömu. Við hinir horfum inn um gluggan og okkur til mikillar furðu valdi hann enga af gyðjunum sem voru svangar í samloku heldur valdi hann þessa sköllóttu í röðinni. Þegar hann kemur aftur út spyrjum við “Hvað var þetta” ? Svarið stóð ekki á sér “Sæt stelpa” ! “En hún var sköllótt, náföl og hún leit út eins og sjúklingur með hvítblæði” sagði ég hátt og snjallt við hann... “Rólegur félagi” svaraði hann... “Hún var með svo fallega handleggi.
  4. Stutti maðurinn: Eitt kvöld sitjum við félagarnir á Glaumbar á fimmtudegi að sötra mjöð. Einn okkar sagði að ekki þyrfti alltaf að vera súkkulaðistrákur til að heilla dömurnar og að groddalegir karlmenn eins og hann gætu nælt í hvaða gellu sem væri. Við hlóum nett en vorum tilbúnir að skora á hann í þessari iðju. Köggullinn vindur sér á gólfið með illa rakað skeggið, sveittan bol og derhúfu og byrjar að dansa með steinaldarstílnum. Og viti menn hann nældi sér í drottningu á gólfinu. Ekkert smávegis sæt pía sem hann byrjaði að dansa við og sú var alveg að falla fyrir honum. Hinsvegar átti hann kærustu heima svo hann var ekkert að gera neitt meira í því. Við vinirnir vorum sannfærðir og heldur betur ánægðir með kallinn. Vika líður og aftur sitjum við á fimmtudegi. Fullur af egó byrjar vinur okkar að tala um hversu flotur tappi hann sé og hvað hann sé miklu meiri kvennaljómi en við hinir. Svo bætir hann við að svona drottningar taki ekki hverju sem er... Hann varla náði að sleppa orðinu þegar drottningin hans smekklega gengur inn gólfið leiðandi dverg sem flengdi hana og smellti á hana kossi. Meira var ekki rætt um þessa kvöldstund en hláturinn fékk að hljóma í stundarfjórðung.
  5. Augnargotur: Einu sinni var súkkulaðisæti vinur minn með mér á djamminu og byrjaði að stara á eina dömu hinum megin við barinn. Ég sló í hann og sagði að það væri dónalegt að stara en hann sagði nei bíddu, þetta virkar, sjáðu bara. Svo sat hann og starði í 10 mínútur og af og til leit hún á hann og svo vandræðarlega undan. En ekki var mikið að gerast á milli þeirra. Í bíómyndunum tekur þetta yfirleitt 30 sekúntur að breytast í daður en það var ekki að ganga. Hún skrapp á dansgólfið og við eltum eins og svangir sauðir og alltaf var vinur minn með störuna. Hún varð vandræðarlegri með hverri mínútunni. Undir lokin var ég að missa mig og vildi fara að skoða nýja sénsa en hún missti sig á undan og gekk upp að vini mínum og spurði í brjálæðislegum tón “AFHVERJU ERTU AÐ STARA SVONA Á MIG... ER EITTHVAÐ AÐ ÞÉR” ??? “Nei” segir vinur minn... “Þú ert bara svo sæt”... Við þetta tekur hún í höndina á honum og þau ganga saman út. Niðurstaðan er sú að vinur minn fann sér nægjusömustu konuna í bænum sem ekki þarf að eyða of mörgum orðum í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamm hösl menningin getur verið góð.......fyndin en góð .......sumir leggja sig alltof mikið fram ............flott færsla  ekki að spyrja af því enda 4-5 fyndasti maður íslands   crazy woman say's hy

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband