Quote í tilvonandi snilling !!! Eða minning um tilvonandi vitleysing ???

Þegar ég vaknaði í morgun setti ég mér markmið. Í dag ætla ég að segja eitthvað gáfulegt. Ég segi að sjálfsögðu eins og hver heilvita maður marga gáfulega hluti á hverjum degi en í dag vil ég segja eitthvað sérstakt. Eitthvað eins og gáfaðir menn hafa sagt og fólk vitnar í langt aftur í tímann.  Ég byrjaði að hugsa og heilasellur brutust um hausinn í þrumum og eldingum á meðan greindarvísitalan reyndi að láta til sín segja. Svo kom augað í storminum allt varð rólegt og það varð eins og heilinn væri kominn í verkfall. “NEI EKKI MEIRA” sagði hann. “Ég er bara ekki svona klár eins og þú heldur að ég sé” bætti hann við. Ég huggaði heilann minn og hughreysti hann með fallegum orðum eins og þú getur þetta alveg, þú ert víst klár og maður getur alltaf gert það sem maður vill ef maður setur sér markmið. En allt kom fyrir ekki og á endanum leið mér eins og ég væri að tala við sjálfan mig.  Þá eins og þruma úr heiðskýru lofti laust niður í hægra heilahvolið setning sem var gáfulegra heldur en allt það sem ég hef heyrt það sem af er af degi. Erfiðustu spurningarnar eru oft með einföldustu valkostina !!! Og ekki varð lát af vitsmununum þarna því önnur fylgdi strax á eftir... Einföldustu spurningarnar eru oft með erfiðustu valkostina !!! Markmiði dagsins var náð. Ég tók mér reyndar góðan klukkutíma í að ná dýpri skilning í þessa óendanlega miklu visku sem ég hafði öðlast og var tilbúinn til að deila með mannkyninu.  Því miður fékk heilinn minn nóg og er kominn í fýlu út í mig. Hann segist vera hættur að tala við mig af því ég sé bara að nota hann. Ég veit að hann fyrirgefur mér einn daginn og þá getum við saman átt góðar stundir í að leysa heimsins vandamál en fram að því verð ég að sætta mig við að vera heilalaus hálfviti.  Ein huggun er þó í þessu öllu saman og það er að eftir tuttugu ár mun fólk segja Erfiðustu spurningarnar eru oft með einföldustu valkostina og einföldustu spurningarnar eru oft með erfiðustu valkostina. Þetta sagði Helgi Þór hérna í gamla daga og þar erum við að tala um snilling.  Ég þarf ekki alltaf að fatta viskuna mína heldur bara að deila henni með öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikill heimspeki hjá þér þessa daganna kallinn ;)

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband