25.5.2007 | 11:07
Góð hugmynd eða fullunnið verk ???
Ég spjallaði við félaga minn um dagin. Hann er einn af þeim sem telur sig fá allar bestu hugmyndirnar í heiminum. Hann benti mér á auglýsingu. Hann benti mér á að þetta væri svo einföld hugmynd að hver sem er gæti gert þetta. Hann sagði mér meira að segja hann gæti fengið þessa hugmynd og að hann væri búinn að fá betri hugmyndir en þetta þótt hann starfaði ekki í neinu tengdu auglýsingum en svo væru svona hugmyndaslakir gaurar að hirða allan peninginn.
Ég hugsaði í svona 10 sekúntur og svaraði honum sallarólegur.
Það eru ekki þeir sem fá bestu hugmyndirnar sem græða peningana heldur þeir sem framkvæma hugmyndirnar sínar og láta þær vaxa og dafna !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.