Hætti að væla aumingjarnir ykkar !!!

Við lifum í heimi þar sem auglýsingar eru daglegt brauð. Það eru auglýsingar í blöðum, sjónvarpi, útvarpi, bíóhúsum, strætóskýlum, strætóbifreiðum, húsum, risaskjám, heimasíðum og svo mætti lengi telja.

Ég skoða auglýsingar. Þrátt fyrir að það sé alltof mikið af þeim að þá geri ég mín bestu kaup í gegnum þær auglýsingar sem ná til mín. Ég sem einstaklingur verð bara að vera nógu sterkur til að stökkva ekki á öll gylliboð sem bjóðast.

Miðað við allar þær auglýsingar sem er troðið uppá mig á hverjum degi og flestar þeirra eitthvað sem ég hef engann áhuga á og trufla mig bara að þá kýs ég að fá hnitmiðaðar auglýsingar m.v. tveggja ára reynslu mína á netinu. Ýmindið ykkur auglýsingar með bara því sem við höfum áhuga á.

Draumur í dós en ekki persónunjósnir. Við kjósum að nýta okkur google.com og það er ekki sjálfsagt að það sé svona öflug vél án greiðslu. Þeir verða að græða til að okkar þægindi séu enn meiri og þeir græða á auglýsingaheiminum. Leyfum þeim það !


mbl.is Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég á í ástar og haturs sambandi við auglýsingar... ég þoli þær ekki en stundum vísa þær manni á eitthvað gagnlegt. Ferlega pirrandi.

halkatla, 25.5.2007 kl. 15:45

2 identicon

það er ástæða fyrir því að google er eitt stærsta fyrirtæki heimsins, hún er jú að fyrirtæki þurfa að greiða fyrir það að koma ofarlega í leitarniðurstöðunum. Þeir eru ekki að reka þetta fyrirtæki  af greiðilsemi við okkur og mér þykir frekar óþægilegt að það sé verið að "njósna" svona um mann.

pétur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband