21.8.2007 | 13:22
Ef ég væri......
Ef ég væri Tölva... Þá væri ég fartölva því mér finnst svo gaman að ferðast
Ef ég væri Bíll... Þá væri ég Amerískur kaggi því ég eyði svo miklu
Ef ég væri Flugvél... Þá væri ég stór Boeing þota því ég er svo mikil félagsvera
Ef ég væri Sófi... Þá væri ég sófinn hennar ömmu... mjúkur og þægilegur
Ef ég væri Símafyrirtæki... Þá væri ég Vodafone þar sem ég styð Manchester Utd
Ef ég væri Verslunarmiðstöð... Þá væri ég Smáralindin..... <--- Arkitektúrinn fattar þennan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 11:17
Topp 5 frumlegustu kvennafarsmóment sem ég hef upplifað hjá vinum mínum á djamminu !!!
- Pikköpp línur: Vinur minn hafði átt kvöld sem gekk ekki sérlega vel með stelpunum. Fullur af sannfæringu hélt hann út í ómenninguna í miðbænum með það markmið að ná dömu heim eftir heillandi pikköpp línu. Má ég fá tíkall til að hringja heim og segja mömmu þinni og pabba hvað þau bjuggu til fallegt barn var ein þeirra. Hann tók í fatamiðann á peysu annarar og sagði um leið Just as I thought, made in heaven. Eftir mikla höfnun sat hann hálfgrátandi á barnum og upp að barnum labbar ung dama. Bitur og svekktur eftir engann árangur leit hann á hana og sagði Þú þráir mig druslan þín. Til að gera langa sögu stutta virkaði þetta 100%.
- Töfrabragð: Vinur minn hafði nýlega lært töfrabragð og á einhvern óútskýranlegan máta gat hann látið rauðan klút hverfa í lófann á sér. Hann nýtti þetta óspart sem ísbrjót þetta kvöld og kvennsurnar virtust standa rennandi með aðdáun horfandi á hann. Ein þeirra sýndi honum einstaklega mikinn áhuga og ef það hefði ekki verið fyrir afskiptasemi dyravarða og heimsókn í fangaklefa að þá hefði þessi litli krúttlegi töframaður ábyggilega getað lúllað heima hjá henni og gert sitt stærsta töfrabragð með því að láta sig hverfa eftirá.
- Handleggir: Eitt sinn gengum við vinirnir í gegnum austurstrætið á menningarnótt. Eins og þruma úr heiðskýru lofti vindur einn vinur minn sér inn á Subway og byrjar að koma sér í mjúkinn hjá einni dömu. Við hinir horfum inn um gluggan og okkur til mikillar furðu valdi hann enga af gyðjunum sem voru svangar í samloku heldur valdi hann þessa sköllóttu í röðinni. Þegar hann kemur aftur út spyrjum við Hvað var þetta ? Svarið stóð ekki á sér Sæt stelpa ! En hún var sköllótt, náföl og hún leit út eins og sjúklingur með hvítblæði sagði ég hátt og snjallt við hann... Rólegur félagi svaraði hann... Hún var með svo fallega handleggi.
- Stutti maðurinn: Eitt kvöld sitjum við félagarnir á Glaumbar á fimmtudegi að sötra mjöð. Einn okkar sagði að ekki þyrfti alltaf að vera súkkulaðistrákur til að heilla dömurnar og að groddalegir karlmenn eins og hann gætu nælt í hvaða gellu sem væri. Við hlóum nett en vorum tilbúnir að skora á hann í þessari iðju. Köggullinn vindur sér á gólfið með illa rakað skeggið, sveittan bol og derhúfu og byrjar að dansa með steinaldarstílnum. Og viti menn hann nældi sér í drottningu á gólfinu. Ekkert smávegis sæt pía sem hann byrjaði að dansa við og sú var alveg að falla fyrir honum. Hinsvegar átti hann kærustu heima svo hann var ekkert að gera neitt meira í því. Við vinirnir vorum sannfærðir og heldur betur ánægðir með kallinn. Vika líður og aftur sitjum við á fimmtudegi. Fullur af egó byrjar vinur okkar að tala um hversu flotur tappi hann sé og hvað hann sé miklu meiri kvennaljómi en við hinir. Svo bætir hann við að svona drottningar taki ekki hverju sem er... Hann varla náði að sleppa orðinu þegar drottningin hans smekklega gengur inn gólfið leiðandi dverg sem flengdi hana og smellti á hana kossi. Meira var ekki rætt um þessa kvöldstund en hláturinn fékk að hljóma í stundarfjórðung.
- Augnargotur: Einu sinni var súkkulaðisæti vinur minn með mér á djamminu og byrjaði að stara á eina dömu hinum megin við barinn. Ég sló í hann og sagði að það væri dónalegt að stara en hann sagði nei bíddu, þetta virkar, sjáðu bara. Svo sat hann og starði í 10 mínútur og af og til leit hún á hann og svo vandræðarlega undan. En ekki var mikið að gerast á milli þeirra. Í bíómyndunum tekur þetta yfirleitt 30 sekúntur að breytast í daður en það var ekki að ganga. Hún skrapp á dansgólfið og við eltum eins og svangir sauðir og alltaf var vinur minn með störuna. Hún varð vandræðarlegri með hverri mínútunni. Undir lokin var ég að missa mig og vildi fara að skoða nýja sénsa en hún missti sig á undan og gekk upp að vini mínum og spurði í brjálæðislegum tón AFHVERJU ERTU AÐ STARA SVONA Á MIG... ER EITTHVAÐ AÐ ÞÉR ??? Nei segir vinur minn... Þú ert bara svo sæt... Við þetta tekur hún í höndina á honum og þau ganga saman út. Niðurstaðan er sú að vinur minn fann sér nægjusömustu konuna í bænum sem ekki þarf að eyða of mörgum orðum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 10:25
Mjög ungt og mjög óheflað !!!
20 ungmenni færð í athvarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 15:32
Quote í tilvonandi snilling !!! Eða minning um tilvonandi vitleysing ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2007 | 15:29
Ekki alveg í takt !!!
Ég var nú ekki með hljóð til að heyra fréttina en ég las það sem skrifað var og ég get ekki annað en hugsað þvílíkur asni. Vestræn menning er í stríði við sér fátækari samfélög. Hvort þetta stafi af fáfræði menningarheima í miðausturlöndum, öfund eða hreint út sagt geðbilun málaðari af trúarlegum ástæðum að þá erum við og okkar lifnaðarhættir í hættu. Bara vegna þess eins að við eigum pening á milli handanna og erum ekkert að spara stoltið gagnvart öðrum þjóðum að þá erum við skotmörk. Ég segi það aðeins vera spurning um hvenær Ísland lendi í alþjóðlegum deilum á einn eða annan hátt og hverja munum við vilja eiga sem vini þá ???
Við eigum eftir að sleikja rassga*** á öllum þeim herafla sem við getum fengið aðstoð hjá og við munum þurfa að reiða okkur á þá 100%. Það mun aldrei ganga að hafa íslenskan her þar sem við erum of fámenn og það þyrfti ekki stóran herafla til að granda okkur.
Hernaðarandstæðingar mótmæla varnaræfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 01:12
Geta Íslendingar ekki lýst yfir stuðning ???
Geta í sameiningu sigrast á Al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 03:09
Svakalega hressandi verslunarmannahelgi !!!
Eins og ég byrjaði á því að vera ósáttur við þessa helgi áður en hún byrjaði, af þeirri einföldu ástæðu að ég flykktist ekki út á land með hressu hjörðinni sem ég er nú vanalega meðlimur í, að þá endaði ég barasta mjög sáttur í dag !!!
Ég tók vel á því með vinum mínum á föstudagskvöldinu og kíkti í smá teiti heima hjá Reynir vini mínum með Henning og Óla. Þar sátum við og drukkum mjöð fram eftir kvöldi, horfðum á David Bowie á DVD (sem var áhugaverðara en ég hefði búist við) þar til leiðin lá niður í bæinn. Við hittum þennan líka hressa leigubílstjóra sem var með óbeit á Svíþjóð. Eftir að hafa heyrt hressandi comment frá honum um hvernig pósthúsin í Svíþjóð eru verri en allt og hvernig sænskt kvenfólk er ruglaðara en allt að þá gat Reynir ekki meira og sagði "Ég er ósammála ég svaf einu sinni hjá sænskri píu". Leigubílstjórinn ætlaði að hoppa uppúr þakinu yfir því að eitt kvöld væri ekki samanburður við samband í 5 ár við eina kolbilaða sænska og við sauðirnir í aftursætinu skemmtum okkur konunglega við áhorfið. Við greiddum manninum og héldum beinustu leið í svitafýluna á Celtic Cross. Kvöldið samanstóð af flakki hingað og þangað þar til við gáfumst upp og héldum heim til Reynis þar sem við sötruðum síðasta bjórinn og sofnuðum. Laugardagskvöldið var síðan slökunarkvöldið mitt. Restin af helginni var slökun sem samanstóð af mjög ánægjulegri ferð uppá Ruby Tusday og svo Kofann seinna um kvöldið og svo bústaðarferð með fjölskyldunni á sunnudaginn. Bústaðurinn var nú reyndar til að undirbúa fyrir "ættarmótið" sem haldið var í dag á frídegi verslunarmanna þar sem ættarfaðirinn hann afi Dengsi heitinn hefði orðið 80 ára í dag og við hittumst fjölskyldan til að minnast hans. Það var hin besta skemmtun í alla staði og saman átum við hamborgara, grilluðum pulsur, drukkum kók og reyndum að muna nöfnin á öllum þessum barnaskara sem er kominn í fjölskylduna. Þetta er orðin svo ótrúlega stór fjölskylda sem ég er í og mikið af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum að ég held að eina lausnin sé í næstu veislu að hjörðin gangi með nafnspjald framaná sér. Í lok dags endaði ég á trampolíninu með börnunum með þá löglegu afsökun að ég væri að halda þeim félagskap sem hressi frændinn (í raun og veru er mig búið að dauðlanga til að hoppa á þessu trampolíni frá því fjölskyldan keypti það en ég var alltaf of stór til þess). Ég og Lára kærasta Sveinbjörns frænda enduðum á trampolíninu með krökkunum og það endaði með því að Sveinbjörn sjálfur ákvað að fá sér hressandi hopp. Þá flúðu börnin úr trampolíninu (enda vita flestir hvernig Sveinbjörn er þegar hann hressist við og við "fullorðnu krakkarnir" sátum eftir. Eftir nokkur karlmanleg högg í öxlina og macho bull á milli mín og Sveinbjarnar ákvað ég að halda þessu hressandi fjöri gangandi með því að hoppa í heljarstökk sem gekk ekkert smávegis vel. En þegar ég sagðist ætla að taka eitt afturábak að þá var nú komið annað hljóð í kallinn... Sveinbjörn greinilega orðinn ábyrgur og hann réði mér frá þessu !!! Ég hlustaði ekki á góð ráð frekar en fyrri daginn og sit hér uppi í rúmi tognaður frá hálsi og niður í bak. Ég s.s. lenti á hausnum og mér tókst ekki einu sinni að hitta naglann á höfuðið þótt fallið hafi verið flott. Lára hló að mér, Sveinbjörn hló meira, Stefán gerði gis og ég lá lamaður með hreyfigetu. En að öllu gríni slepptu að þá er þetta tognun sem fer vonandi á næstu dögum og ég vil því biðja allar sætar stelpur að labba bara fyrir framan mig næstu daga því ég mun eiga erfitt með að snúa hausnum fyrst um sinn !!!
Yfir og út
Ps. hérna er mynd af mér frá því í Róm á spítalanum... Alltaf ferskur !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 17:02
Sumarfríið alveg að klára !!!
Núna er heldur betur liðið á sumarið. Ég og félagarnir vorum í leigubíl í nótt á leiðinni á næturlífið í RVK og tókum eftir því okkur til mikillar furðu að það var dimmt úti. Kuldi og dimma þýðir bara eitt að landið er að leggjast í vetur.
Í dag er tæp vika síðan við félagarnir komum heim úr ferðinni miklu og vikan hefur verið notuð í slökun og afslöppun. Ég fór beint uppá hálendið í veiði þegar ég kom heim úr ferðinni. Harkan 6 með veiðistöng í hendi í skítakulda og hávaðaroki. Samt alveg yndislegt að vera kominn heim :)
Ég reyni mitt besta til að nota síðustu dagana í fríinu til hins ítrasta og er búinn að liggja á kaffihúsum og poolstofum síðan ég kom í bæinn. Núna eru nánast allir farnir útúr bænum nema örfáir góðir vinir og við munum gera okkar besta til að halda bænum heitum þar til allir koma til baka.
Meira er það ekki í bili en ég lofa góðum færslum á næstu dögum þegar það er runnið af mér eftir ferðina ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 12:18
Slökun í hæsta gæðaflokki
Við áttum ansi áhugavert kvöld í gærkvöldi. Ég eins og alla síðustu daga mátti ekki drekka og reykja og þar af leiðandi varð ég eins og sýningargripur eða eitthvað þessháttar fyrirbæri í augum Íslendinganna á Jokers sem er skemmtistaður fullur af Íslendingum.
Við strákarnir sátum spakir eins og venjulega og tókum þátt í góðum og skemmtilegum samræðum. Reyndar rákum við okkur á þá leiðinlegu staðreynd að við vorum aldursforsetar við borðið þar sem allir aðrir voru bara 16-20 ára. En hvað með það, alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Við ákváðum að breyta til og fórum á strandstaði og áttum þar mjög djúpar samræður um atvinnumöguleika, nám, vellíðan í starfi, markmið í lífinu, áætlanir, tilfinningar, vináttu og margt annað stórhættulegt fyrir fulla menn að tala um. Ég minni lesendur á að ég var bláedrú og skemmti mér konunglega yfir því að fylgjast með vinum mínum í þessum djúpu samræðum á svona tímapunkti. Nei í alvöru talað að þá er vináttan sem var í upphafi bara ennþá sterkari ef eitthvað er og þetta er búið að vera FRÁBÆR HÓPUR. Við erum nú þegar farnir að ræða næsta sumar.
Venjulegt fólk fór á strandstaðina til að dansa frá sér allt vit og við sátum úti í horni og ræddum spekingslega saman. Að því loknu skelltum við okkur aftur uppá Jokers að heilsa uppá litlu Íslendingana. Þá vildi það þannig til að hver einasta íslenska stelpa hafði yfirgefið svæðið. Það skipti okkur svosem litlu máli en afleiðingarnar var gaman að sjá. Allir íslensku strákarnir sem ekki nældu í stelpu þetta kvöldið höfðu breyst í "sanna blindfulla æsta Íslendinga". Einhver patti ætlaði að vaða í Henning og hann greyið vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. Hélt að gæinn væri að grínast. Þá komu tveir litlir tittir að segja okkur hvernig þetta "væri allt í lagi" og "hvað gæinn væri bara með minnimáttarkend" og "Þetta er í alvörunni snilldargaur". Svo stóð einhver annar strákur uppá borði og braut það, þriðji strákurinn stóð á stól og braut hann, Íslendingur og Breti slógust, Óli siðaði einn átján ára til með ræðu um hvernig á að hegða sér á djamminu, Henning hló að vitleysunni og vissi ekki hvað hann átti að gera, æsti strákurinn smellti borði í löppina á mér, baðst afsökunar, fór næstum því að gráta og bauðst til að borga mér 20 evrur.
Ég er alveg farinn að sjá það að sjarmur næturlífsins á Benidorm er mældur í prósentum og seldur í flöskum. Kanski að ég standi eitthvað sterkari að vígi í kvöld ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2007 | 18:08
Myndirnar loksins komnar inn !
Jæja vinir og vandamenn. Þá eru loksins komnar inn myndir. Þið getið skoðað þær með því að velja myndaalbúm efst í vinstri dálki á síðunni eða með því að smella HÉRNA
Nýjustu fréttirnar eru ekki miklar. Við erum búnir að slaka á á ströndinni og rölta um. Reyndar í gær að þá skrapp ég upp í verslunarmiðstöð og keypti mér föt. Hvítar buxur, rauð/hvít rósótt skyrta og bolur. Tískugenið var ekki alveg nógu öflugt í mér svo ég blikkað tvær íslenskar stelpur sem ég hitti til að hjálpa mér við fatakaupin. Allur pakkinn bara 30 evrur. Gott að hitta á útsölu í HM rowells.
Í gær vorum við ansi hressir og elduðum okkur hakk og spaghetti. Gott að fá heimilismat aftur. Í hamaganginum við eldavélina tókst mér að skvetta fullt af sósu yfir nýju hvítu buxurnar mínar. Eins og taugaveiklaður apaköttur stökk ég inn á klósett, vippaði mér úr buxunum og notaði allskonar húsráð við að ná blettunum úr. Ég meira að segja handþvoði buxurnar. Viti menn MÉR TÓKST AÐ NÁ ÖLLUM BLETTUM ÚR !!! Hvort sem það er árangur eða ekki fyrir 23 ára gamlann karlmann að þá er ég samt stoltur af mér. Þannig að nú get ég gengið um í hvítu buxunum mínum, rósóttu skyrtunni minni með sólgleraugun og úrið eins og hver annar eðalpervert hér á ströndinni.
Hafið það gott þarna heima og við sendum okkar bestu kveðjur til allra.
PS. Rakst á þessa áhugaverðu grein í Ítölsku blaði í dag... Ákvað að skanna hana inn !
Spurning hvort maður þurfi að hringja og láta vita af sér ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)