21.7.2009 | 00:18
Skuggi orðinn 3ja mánaða
Við skötuhjúin erum búin að hafa það gott í sumar. Við erum búin að njóta veðurblíðunnar og skreppa í nokkrar útilegur og ferðalög. Skuggi litli er búinn að ferðast með okkur og það er alveg ótrúlegt hvað hann hegðar sér vel í tjaldútilegum og unir sér vel í náttúrunni. Hann fékk þó ekki að koma með mér í fyrstu veiðiferð sumarsins þar sem hann var aðeins of lítill í það núna í júní en við félagarnir komum heim með flottann afla að þeirri ferð lokinni. Hann þarf þó ekki að bíða lengi því veiðivatnaferð er á næstu grösum og hann skottast með okkur þangað.
Til að leyfa ykkur vinum og fjölskyldumeðlimum að fylgjast með honum á meðan hann er svona lítill og sætur að þá hef ég klippt saman stutt myndband þar sem hann er að leika sér og læra að synda. Hann stækkar ótrúlega hratt og maður veltir því fyrir sér hvert tíminn hverfur.
Hafið það gott í sumar.
Athugasemdir
Hæ! Langaði bara að commenta.... hann Skuggi ykkar er algjört æði :)
Ég á Hólabergs Lovely Garp og okkur gengur mjög vel með hann, skemmtilegur og góður hvolpur. Það væri gaman að hittast með þá alla, held að Elsa ætli að hóa saman hópinn í haust ;)
Besta kveðja til Skugga frá Garpi bróður og gangi ykkur vel :)Halla Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:53
Já takk fyrir að commenta :)
Mér lýst mjög vel á það að hittast öll með hvolpaskottin. Þetta eru æðislegir hundar.
Takk fyrir innlitið :)
Helgi Þór Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:55
Hæ
Flott myndband - Skuggi flottur í vatni!
kveðja Brynjar og Hólabergs Lovely Bjartur...
Brynjar Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.