Hólabergs Lovely Skuggi kemur í dag

Jæja þá og hananú.

Biðin er búin og ótrúlegt hvað svona langur tími er fljótur að líða og hvað þetta er samt stuttur tími sem var lengi að líða. Við fáum hvolpinn afhentann í dag og bíðum spennt eftir að geta farið að sækja hann. Hann kom í heimsókn tvisvar sinnum í þessari viku og fékk aðeins að skoða sig um og kynnast okkur (sjá myndir í myndaalbúminu http://helgi.blog.is/albums/skuggi/ ).

 


 

Hann er stór og sterkur Labrador rakki með svartan feld. Við gáfum honum nafnið Skuggi og skv. ættbókinni heitir hann Hólabergs Lovely Skuggi fullu nafni. Hann er þrælskemmtileg týpa og unir sér best úti í garði hjá okkur að skottast um. Hann er reyndar algjört búttað matargat og um leið og hann kemst í garðinn skellir hann sér á beit eins og rollurnar og fær sér smá gras.

Vinir og fjölskyldur bíða spennt eftir að fá að sjá hann og nokkrir fengu forskot á sæluna og kíktu við á meðan  heimsóknum stóð :)

Ég skora á ykkur að skoða myndirnar af litla töffaranum og fleiri munu bætast við í albúmið á næstunni. Svo er líka eitt skemmtilegt myndband frá því að Snúlla og Skuggi voru að kynnast.

Myndaalbúm:  http://helgi.blog.is/albums/skuggi/

 Video: http://helgi.blog.is/blog/helgi/video/8142/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband