7.5.2009 | 23:22
Kominn tími til .... Nýjasta slúðrið !
Sælir kæru vinir, kunningjar og gestir.
Ég hef nú ekki snert við blogginu mínu í háa herrans tíð eða frá því í byrjun árs 2009. Það má því segja að bloggvísitalan hafi fallið með gengisvísitölunum á sama tíma og vísitala neysluverðs rauk uppúr öllu valdi. Ég er því hissa hvað ég er ennþá að fá margar heimsóknir inná hana þrátt fyrir skort á slúðri.
Nýjasta slúðrið !
Ég og Kittý höfum nú komið okkur fyrir í kózý íbúð sem við erum að leigja. Þetta er afar þægileg íbúð í alla staði og mjög góður andi í henni. Kisan okkar Snúlla litla er búin að vera eins og lítill landkönnuður síðan við fluttum og er nú þegar búin að kortleggja nýja heiminn og finna felustaði sem við skötuhjúin höfum ekki hugmynd um.
Við erum að fá okkur svartan flottan Labrador sem við fáum afhentan í júní. Litla krílið er bara tveggja vikna gamall og getur ekki beðið eftir að sækja gæsir og endur svo tugum skiptir. Við fengum að sjá hann fyrst í dag og myndir eru væntanlegar.
Stefnan er tekin á innanlandsferðalög hjá okkur í sumar og aldrei að vita nema einstaka veiðiferðir lumi inná milli. Við förum vestur á firði og vonandi náum við að rúnta eitthvað um hálendið ef SantaFe treystir sér í það.
En þetta er nú það helsta í bili og ég vona að þið haldið áfram að kíkja inn og endilega skutlið inn commentum til að skamma mig fyrir ritleysið eða bara til að kasta kveðju.
Helgi Þór
Athugasemdir
Gaman að heyra að vel gengur gamli ven. Ekki er heldur verra að þú ert kominn með kött því ekkert heimili er fullklárað fyrir en köttur er kominn á heimilið!
Hjörtur Guðbjartsson, 8.5.2009 kl. 00:23
Til hamingju með nýju íbúðina!!!
Kv,
T
Tammý (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.