Stjórnvöld!!!!!! HVAR ERUÐ ÞIÐ

Hvað eigum við að kyngja þessu lengi þegjandi og hljóðalaust??? Er ekki einhver gjalda/skattalækkun sem getur komið fljótt í gegn sem neyðaraðstoð við heimilin í landinu?


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki kenna stjórnvöldum alltaf um.  Heimsmarkaðsverð hefur lækkað undanfarið á olíunni en samt hækka íslensku félögin. Hvernig er það stjórnvöldum að kenna?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Olíufélögin eru á frjálsum markaði og maður getur ekki sem þjóðfélagsþegn biðlað til þeirra. Maður getur í mesta lagi vonast eftir því að þeir haldi sig innan eðlilegra marka. Hinsvegar getum við sem "yfirmenn" stjórnvalda beðið þau um að slaka á skattagreiðslum, vegagjöldum og öðrum skatti til að brúa bilið þangað til heimsmarkaðurinn róast eða hagkvæmari eldsneytisgjafar taka við.

Helgi Þór Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 15:28

3 identicon

Ég hef nú bent fólki á þetta áður af því mér finnst þetta svo augljóst... en ef ég ákveð að hækka vöruna sem ég sel um segjum 50% af því bara... þá er einfaldlega út í hött að gera kröfu um að stjórnvöld lækki skattana á móti. Verðið hækkaði bara og þannig er það.  Það er frjáls álagning á Íslandi og olíufélögin mega rukka það sem þau vilja fyrir eldsneytið.

Ef þú ert ekki sáttur við verðlagninguna hjá þeim geturðu hætt að versla við þá, svona rétt eins og maður getur gert þegar t.d. ákveðnir stórmarkaðir hækka verð á hátt sem manni finnst óásættanlegur.

Einnig má benda á að ef stjórnvöld lækkuðu vsk. á eldsneyti niður í t.d. 7% gætum við nokkurn veginn bókað það að neytendur fengju ekki krónu af þeim mun til sín, ekki frekar en þegar matarskatturinn var lækkaður.  Olíufélögin hafa nefnilega fullt leyfi til þess að stinga mismuninum í vasann. Ríkið getur beðið þá kurteislega um að gera það ekki, but that's about it.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Það er ekki svo einfalt að hætta að versla við þá því eins og t.d. Atlantsolía, sem átti að koma sem öfluga samkeppnisaflið og með einungis sjáflsafgreiðslustöðvar, hangir í rassgatinu á risunum þegar kemur að verðlagning. Það munar aðeins 5% á verðinu á AO og Shell og AO og Orkan eru á sama verði.

Bensín er ekki munaðarvara heldur nauðsynjarvara sama hvernig horft er á það. Í mínu starfi og lífi hef ég ekki tímann í að reiða mig á strætisvagnasamgöngur og því er ég knúinn til að versla við olíufyrirtækin.

Stjórnvöld ættu að mínu mati að geta með einhverjum hætti takmarkað þessar álagningar frá olíufyrirtækjunum og ég ætla ekki einu sinni að ómaka mig á því að giska á hvernig því ég þarf þess ekki af því ég kaus þessa vitleysinga til að leysa svona mál fyrir mig. Óhóflegar hækkanir á nauðsynjavöru gera ekkert annað en að ýta undir óstöðugleika og verðbólgu í þjóðfélaginu og það hlýtur að vera eitthvað sem er mögulegt að gera til að stoppa það.

Helgi Þór Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Einkabíllinn er stórlega ofmetinn á Íslandi! Ef að þú ert ósáttur við eldsneytisverðið þá væri nær fyrir þig að nota minna af eldsneyti. Annaðhvort með því að keyra minna eða skipta yfir í sparneytnari farartæki. Eins og Bragi benti svo réttilega á þá eru (allavega voru) olíufélögin ekki beint heiðarlegustu fyrirtæki landsins og því munum við neytendur sjá sem minnst af þessum lækkunum á eldsneytisálögum.

Ólafur Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

En af hverju ekki að pressa á olíufyrirtækin með hamlandi lagasetningu? Ekki fara þau að flýja úr landi! Eftir stóra olíuhneykslið tók ríkisstjórnin fyrirtækin og sektaði þau... Hvað haldið þið að við séum að greiða í dag... sektina og ekkert annað !!! Olíufélögin töpuðu ekki krónu in the long run.

Ég mundi glaður vilja sjá lagasetningu sem neglir niður ákveðna hámarksálagningu sem má setja á eldsneyti og svo mega félögin keppa niður fyrir það ef þeir vilja. Álagningin sé svo reiknuð út frá ákveðnu benchmarki mánaðarlega þar sem tekið er mið af heimsmarkaðsverði og sannreynt hvort það sé rétt þróun í gangi.

Helgi Þór Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 16:14

7 identicon

mér finnst margir vera að missa sig yfir "álagningu" olíufyrirtækjanna.... innkaupsverð þeirra er að hækka og þeir skila því strax til okkar neytenda án þess að taka nokkuð á sig

það er nú aðallega það sem mér finnst athugavert að mögulegur skortur á olíu eftir 1-2 ár er farinn að hafa áhrif á verðið í dag

"möguleiki á stríði milli X og X eftir X ár olli þessari hækkun á heimsmarkaðsverði" :) ég hlæ bara að þessu þegar ég dæli á bílinn og fylli fyrir 9.000 kall sem kostaði 6.000 fyrir ári

Hörður (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:21

8 identicon

Sæl Öllsömul.

Ég hef minnstar áhyggjur af eldsneyti á einkabílinn/bílana. Það er notkun sem við getum dregið verulega saman með skipulagningu og skynsemi, höfum þar val að vissu marki.

Það sem hrellir mig er eldsneytisverð á flutningatæki, hverju nafni sem þau nefnast.

Eldsneyti á skip, flugvélar og þungaflutningabíla er allt jarðefnaeldsneyti, olía eða bensín. Aðrir orkugjafar eru varla í nánd fyrir þessa flutningatækni.

Þessi flutningatæki flytja allt, bókstafelag allt sem við þörfnumst í daglegu lífi. Rafmagn og vatn fara eftir öðrum flutningsleiðum, en til að leggja og viðhalda þeim þurfum við áðurnefnd flutningatæki. Tel ekki lestarflutninga með, þeir eru ekki til hérlendis.

Rafmagns og/eða vetnis flutningatæki koma ekki í staðin í allra nánustu framtíð.

Þetta á eftir að hafa gífurleg áhrif á alla vöru og þjónustu.

Hvort sem þú kaupir í matin, fatnað, lyf eða hvað sem heimili eða einstaklingur þarfnast, er flutt frá frumframleiðlsu til úrvinnslu og að lokum til sölu með flutningatækjum. Rekstur á þessum flutningatækjum hefur hækkað gífurlega, og á eftir að hækka enn.

Sem dæmi, ærli það borgi sig að veiða fisk öðruvísi en bara niðri á bryggju í dag ?

Verðlag á eftir að hækka töluvert ennþá, ef þessi spákaupmennska með jerðefnaeldsneyti hættir ekki. Svona er hinn frjálsi markaður, spyrjið bara helstu talsmenn hans um kosti og galla.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband