Moggamálfræðivísitalan lækkar

Reikningarnir vegna útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku virðast fara hækkandi og fullyrðir Berlingske Tidende í dag, að tap á starfsemi blaðsins þau tvö ár sem það kom út sé komið í um 800 milljónir danskra króna, jafnvirði 13,1 milljarðs íslenskra króna. Af skuldunautum blaðsins mun tjón prentsmiðjunnar og danska skattsins vera mest.

Mér finnst því miður eins og að Morgunblaðið sé smátt og smátt að feykja sér af þeim stalli sem þeir höfðu í notkun á stafsetningu og íslensku málfari. Þetta sést m.a. í þessari frétt en þar hjó ég eftir því aðþeir kalla prentsmiðjuna og danska skattinn skuldunaut Nyhedsavisen í stað Lánardrottins. Ekki að þetta sé neitt háalvarlegt en þó er þetta talandi dæmi um margar fréttir sem ég hef orðið var við í spretthlaupinu á milli netmiðlanna. Er hraðinn að eyða út vönduðu málfari? Ætlum við að leyfa því að gerast?

Ég man það vel þegar ég sat íslenskutíma í grunnskóla hér á árum áður að hún Jóhanna Antonsdóttir, sem þá var umsjónarkennarinn minn, lagði ofuráherslu á góða stafsetningu og gott málfar. Hún miðaði við morgunblaðið og sagði okkur að sárasjaldan væri að finna villur þar (þetta var að sjálfsögðu vel fyrir tíð Fréttablaðsins). Hún bætti jafnframt við að helst væri að finna villur í auglýsingum í blaðinu sem kæmu utanfrá en nánast fáheyrt að það væri að finna í texta blaðsins og skoraði á okkur í leiðinni að leita uppi villur (mjög þroskandi áskorun). Þarna var ég ungur að árum en upplifði samt ákveðið stolt að fjölmiðill bæri þetta orðspor.

Ég skora á Moggamenn að halda áfram þeim gríðarlega góðu hlutum sem þeir hafa gert fyrir okkur öll s.l. tæpa öld og passa sig að sjá vandann nógu snemma til að geta lagað hann. T.d. fækka um eina kaffivél inni í netfréttasalnum ;)


mbl.is Reikningarnir vegna Nyhedsavisen hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei bara búinn að blogga :D

En mikið er ég sammála þér með bara fréttamiðla yfir höfuð. Alltof mikið að vitleysum í skrifuðu máli nú til dags að mínu mati. Hraðinn er að gera út af við góðar þýðingar og gott málfar og stafsetningu.

Ég er alin upp af foreldrum mínum og var alltaf lagt mikil áhersla á það að tala rétt og einnig að skrifa rétt og held ég að ég njóti góðs af því í dag.

Petra Rós Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:25

2 identicon

Hæ hæ Helgi, gaman að heyra loksins frá þér.

En alveg er ég sammála þér og dóttur minni sem tjáði sig hér áður.

Ég reyndar þoli ekki þetta málfar og stafsetningu sem virðist vera í gildi nú til dags.

Dætur mínar gerðu sér það oft til gamans hér áður fyrr að segja einhverja bölvaða vitleytu þegar þær voru heima bara til að sjá viðbrögðin hjá mömmu, og þær náðu mér alltaf !!

En gaman að heyra frá þér og vertu alltaf velkominn í "sveitina" þ.e. í nýja húsið okkar í Grindavík.

Bestu kveðjur og gangi þér allt í haginn.

Heyrumst vonandi fljótlega, Björg.

Stefania Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband