14.5.2008 | 13:14
Nýtt nafn, sama kennitala 2
Þetta er comment mitt á Gunnar Th. Gunnarsson og það er ætlað öllum þeim sem blogga gegn baráttu um kjaramál án þess að koma með nokkur heilsteypt rök á móti. Það eina sem þetta fólk hefur að segja er hættið þið bílstjórar... þið eruð vondir... svona eins og fimm ára gamalt barn segir við stríðnispúkann í sandkassanum.
Ef einhver ætlar að letja bílstjóra, iðnaðarfólk, hjúkrunarkonur, kennara eða hvern þann sem þorir að standa upp og verja sinn málstað... Í guðanna bænum KOMIÐ ÞÁ MEÐ EINHVER RÖK !!!
Comment mitt til Gunnars:
Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég las fréttatilkynninguna og sá hverjir eru forsvarsmenn barráttufólks um betri kjör á Íslandi. Og svo í framhaldinu bloggfærslu þína Nýtt nafn, sama kennitala. Jú, Gunnar Th. Gunnarsson! Hér eru skilaboð mín til þín:
Hættu að meta hver eru göfug baráttumál alþýðunnar á Íslandi. Þú ert óæskilegur málsvari hennar.
Spurning um að þú haldir bara áfram að taka til í garðinum þínum og skutla austfirðingum á milli staða því að kjaramálin þurfa síst af öllu á manni eins og þér að halda sem felur sig á bakvið bloggsíðuna og gerir ekki rassgat. Komdu með góða hugmynd um hvernig er hægt að bæta málin áður en þú skítur út annara aðferðir.
Mér finnst afar áhugavert að þú hafir þekkingu á notkun bold og underline í vefmiðlum og spurning hvort það muni ekki nýtast þér vel í baráttu alþýðunnar ?
Athugasemdir
Sæll Helgi. Ja nú er ég sko aldeilis hissa. Kallinn bara að blogga á fullu og orðinn svona „upplýstur“ um málefnin og þá sérstaklega lögregluna :-)
Bið að heilsa!
Sæmi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:58
Upplýstur!!....öllu má nú nafn gefa
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.