5.10.2007 | 17:36
Íslandstengslin eru víðar !!!
Mæli með að þú lesir fréttina áður en þú lest þessar staðreyndir !!!
Við nánari rannsóknir á meintum íslandstengslum erlendra knattspyrnukappa hjá enskum fótboltaliðum mátti greina að íslandstengslin eru víðar en bara í Hull City og Charlton.
Til dæmis má nefna að Wayne Rooney hefur stundum verslað í matvöruversluninni Iceland í Bretlandi og að Ronaldo sá Die another day sem var einmitt tekin upp á Íslandi. Einnig er það markvert að Steve Finnan sá einu sinni kúrekamyndina Butch Cassidy & the Sundance Kid með Paul Newman og Robert Redford en annar leikari hann Clint Eastwood var þekktur fyrir að leika í kúrekamyndum hér á árum áður og hann tók einmitt upp stríðsmyndirnar Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima hér á Íslandi.
Þannig að skv. þessum staðreyndum má sjá greinileg Íslandstengsl í enska knattspyrnuheiminum.
Ákært vegna Íslandstengdra leikmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehe
nákvæmlega sama og mér datt í hug. Þessu til viðbótar má bæta við eftirfarandi.
Hef fyrir því vissu að Dómarinn sem vísaði þeim af leikvelli hafi horft á framhaldsþátt þar sem einn leikarinn hafði á árum áður millilent á keflavíkurflugvelli.
Wow .. this is strange
Bóbó (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.