Eru fréttir farnar fjandans til ???

Af hverju gerir blaðamaður þessa grein ekki áhugaverða með því að kalla kisulórurnar bara stelpur. Þá mundi þetta hljóma svona !!!

Lögreglan stoppar stelpnaslag um miðja nótt 

Það er ýmislegt sem kemur til kasta lögreglu. Í síðustu viku hringdi karl á þrítugsaldri í lögreglu um miðja nótt og óskaði eftir skjótri aðstoð. Maðurinn, sem býr í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði, sagði að tvær stelpur hefðu hreiðrað um sig í rúmi hans og létu mjög ófriðlega.

Samstundis var brugðist við þessum tíðindum og lögreglumenn voru fljótir á vettvang. Þegar að var komið hafði húsráðandi hrökklast út á svalir en stelpurnar voru enn innandyra. Útidyrahurðin var auðvitað harðlæst og því snöruðust lögreglumennirnir upp á svalir og fóru þaðan inn í íbúðina. Í svefnherberginu mættu þeir stelpunum sem voru nú komnar undir rúmið. Dýrin báru lita virðingu fyrir laganna vörðum og hvæstu sem mest þær máttu. Stelpurnar urðu þó fljótt að játa sig sigraðar enda voru þær ofurliði bornar af lögreglumönnum sem voru auk þess vopnaðir kústsköftum. Stelpurnar voru hraktar út í náttmyrkrið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan.

Húsráðandi var að vonum glaður þegar stelpurnar voru á bak og burt og ekki er annað vitað en að hann hafi sofið vel það sem eftir lifði nætur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

 

Með þessu áframhaldi verð ég væntanlega gerður fréttastjóri á DV !!!


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Þetta er frábær frétt. Ég ætlaði að fara að gera svipaða hluti og láta þá kattardýrin vera ljón, en þetta slær allt út.

Örvar Már Marteinsson, 25.9.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband