17.9.2007 | 10:05
Ekki er öll vitleysan eins !!!
Microsoft knúið til að láta af hendi innanbúðarupplýsingar til að samkeppnisaðilanum gangi betur ??? Ég lifi og hrærist í tölvuheiminum og sé um kaup á allskyns vél- og hugbúnaði. Ég er þannig góður viðskiptavinur hjá Microsoft. Eitt er satt að hugbúnaðurinn hjá þeim er ekki sá ódýrasti á markaðinum en þegar kemur að Microsoft fyrirtækinu getur maður alltaf gengið að hágæða vörum og þjónustu. Þar fyrir utan finnst mér blóðug vinnubrögð að fyrirtæki þurfi að gefa innanbúðar upplýsingar til samkeppnisaðila af því fyrirtækinu gengur svo vel.
Ég set mitt atkvæði á Microsoft í þessu máli því ég veit að það eru ekki öll fyrirtæki sem státa af jafn hæfu og góðu fólki og þeir !
Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að kalla Microsoft vörur annað en hágæða vörur er mikil þröngsýni að mínu mati. Vissulega hafa þeir þurft að berjast við sín vandamál eins og margir aðrir en athuga verður að Microsoft er markaðsráðandi fyrirtæki og þeirra hugbúnaður í langflestum tölvum og netþjónum heimsins... Með þá staðreynd að leiðarljósi hvern helduru að óprúttnir aðilar líkt og tölvuþrjótar ráðist gegn ???
Þessvegna opnar þetta möguleikann fyrir utanaðkomandi aðila að framleiða og þróa hugbúnað líkt og vírusvarnir. Atvinnusköpunin í kringum Microsoft hugbúnað er gríðarleg. Ímyndum okkur störfin sem hafa skapast. Heimurinn ætti ekki jafnmikið af hugbúnaðarsérfræðingum og fyrirtækjum og framþróunin væri ekki jafn mikil ef Bill Gates hefði ekki tekist framtíðarsýnin.
Til hvers að vera með sitthvort stýrikerfið útum allt þegar samhæfingin getur verið miklu meiri. Ég er hlyntur því að forrit, leikir, vélbúnaður og margt annað sé á margra höndum en þegar allir keyra sama stýrikerfið er augljóslega um þægindi að ræða.
Skv. tolvulistinn.is kostar Vista Ultimate útgáfan sem er sú stærsta aðeins 19.900 kr. Það eru 1.658 kr. pr. mánuði. ef maður lítur á þetta sem áskrift eða leiguverð. Hvað er maður að borga mikið fyrir Stöð 2 á mánuði ? Hvað er maður að borga fyrir internettengingu á mánuði ?
Windows eitt og sér er miðpunktur heimilins til að tengjast interneti, lesa og senda tölvupóst, spila leiki, halda utanum heimilisbókhaldið, skrifa bréf, geyma myndir, vinna með myndir og svo mætti lengi telja. Af hverju er það orðið sjálfsagt að ein vél gerir allt þetta ? Af hverju er það vesen að borga fyrir það ? Af hverju ættu mennirnir sem breyttu heiminum ekki að græða tá á fingri ???
Ef ég mundi breyta heiminum að þá mundi ég vilja fá mitt fyrir það !!!
Helgi Þór Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 10:35
Ah, gamla góða "Microsoft eru stærstir, þess vegna ráðast allir á þá" dellan.
Microsoft hafa verið algjörlega í sérflokki við að senda frá sér vanhugsaðan neðanmáls hugbúnað sem virtist beinlínis vera hannaður fyrir dreifendur vírusa.
Dæmi:
Internet Explorer leyfði install og keyrslu á ActiveX controls sem fá beinan skrif og lesaðgang að öllu kerfinu sem "system" notandi. Skilur eftir galopið fyrir vírusa og önnur óæskileg forrit sem gátu m.a. formattað harða diskinn hjá notandanum án þess að hann vissi af því þangað til allt kerfið hrundi. Tala nú ekki um allar upplýsingar sem hægt er að senda út úr vélinni með þessu. Allt þetta með því einu að heimsækja eina vefsíðu og algjörlega án vitundar notandans.
Outlook og Outlook Express notuðu Internet Explorer sem "mail viewer". Bæði forritin hleyptu síðan javascript-forritum beint inn í address bókina ásamt því að leyfa beinar póstsendingar án staðfestingar notandans. Þetta er auðvitað bara bein viðbót við IE vandræðin sem einnig eru opin þarna. Draumur fyrir vírusdreifendur (trojan) og SPAM dreifendur.
Office document innihalda enn VB macros sem einhverra hluta vegna virðast enn fá aðgang að stýrikerfinu, enn og aftur - allt galopið. Ofan á það er svo IE innbyggður hluti af stýrikerfinu sem gerir venjulegu .doc skjali mögulegt að tala við stýrikerfið á Internet Explorer stigi - þ.e. óhindraður aðgangur að öllu í vélinni án vitundar notandans.
Hvaða annað stýrikerfi býður upp á svona galopnar leiðir inn í sjálfan grunninn í kerfinu?
Gulli (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:37
Hæ hæ...
Gaman að þú skyldir hringja í mig í kvöld, alltaf gaman að heyra í þér :0)
Kveðja Ása
Ása (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:35
Batnandi mönnum er best að lifa segi ég nú. Microsoft hefur lent á mörgum veggjum, þessi vandamál sem Gulli er að nefna er einmitt hlutir sem hafa í gegn um tíðina verið "patchaðir" upp. Ég er hrifin af t.d. Windows, kann vel á það, kann að meðhöndla og stýra því ágætlega hvort sem er í notkun eða uppsetningu. Mitt atkvæði er líka hjá Bill Gates...
Garðar Valur Hallfreðsson, 18.9.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.