Mánudagur til mæðu enn og aftur !!!

Það er alveg ótrúlegt hvað maður þarf að sætta sig við mikið álag þessa dagana. Ég varla steig út fyrir dyrnar á vinnunni minni í síðustu viku vegna póstþjóns sem var óþekkur og vildi bara engann vegin virka rétt. Núna er ég í þeirri stöðu að nýji þjónninn sem er tekinn við er að óþekktast líka og ég var að detta inn á skrifstofuna í þessum töluðu orðum. Löng nótt framundan og ég vil vinsamlegast biðja þá sem lesa þessa færslu að setja inn brandara eða eitthvað hressandi svo ég hreint út sagt tapi mér ekki í pirringnum. Þar fyrir utan bið ég vel að heilsa ykkur öllum :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mánuður fram yfir ........... Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað til. ....................Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" spurðiunga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi ....................Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni. Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?". .................. "Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti" svaraði Alfreð. ....0........

Vonandi getur þú skemmt þér yfir þessum Kveðja Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:47

2 identicon

Ljóskan hringir í kærastann og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?" Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera? Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani. Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið. Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu. Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana." Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi....... "..setja allt kornflexið í kassann aftur."

Lilly Danabúi (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband