Europe... Here we come !!!

Það er ekkert smávegis mikill fiðringur í mallakút á mér núna. Var að enda við að ljúka skipulagningu á gömlum og góðum draum. Ég er að fara í interrail lestarferðalag um Evrópu sem mun taka 21 dag. Með mér í för verða tveir af mínum bestu vinum Óli Jóns og Henning. Margir áhugaverðir staðir verða skoðaðir og byrjað verður í Frakklandi farið um Þýskaland yfir til Ítalíu og endað á Spáni. Við munum meira að segja taka siglingu um miðjarðarhafið frá Ítalíu til Spánar.

Það verður stofnuð heimasíða um þessa ferð og ég mun væntanlega auglýsa hana nánar síðar. Fyrir þá sem eru áhugasamir getið þið séð ferðasögurnar og myndirnar um leið og þær berast.

Förin hefst þann 6. júlí n.k. og því er að duga eða drepast við undirbúning á næstu dögum. Bakpokinn verður minn besti vinur og versti óvinur. Fæturnir mínir eru komnir á oflaunaðann yfirvinnutaxta vegna upprennandi vertíðar eftir letilíf og aðgerðarleysi við skrifborðið s.l. árið.

Viva Europa eða eitthvað þvílíkt !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband