24.5.2007 | 10:50
Vinstri-grænir handtóku yfir 30 háttsetta Sjálfstæðismenn
Vinstri grænir handtóku yfir 30 háttsetta Sjálfstæðismenn, þar á meðal Þorgerði Katrínu, menntamálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, í aðgerðum á Austurvelli í nótt. Tveir aðrir þingmenn og þrír borgarstjórar eru meðal hinna handteknu. Vinstri grænir segja að aðgerðirnar og handtökurnar hafi verið vegna þess að embættismennirnir studdu byggingu virkjunar á Kárahnjúkum.
Íslenska ríkisútvarpið RÚV hefur eftir eiginmanni Þorgerðar Katrínar, að hermenn hafi barið að dyrum í nótt og farið á brott með konu hans. Þeir hafi sagt henni að þeir væru að hlýða skipunum. Þeir lögðu einnig hald á tölvu ráðherrans.
Þorgerður Katrín, sem var menntamálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, var einnig handtekinn í ágúst á síðasta ári en látinn laus mánuði síðar.
Af hverju eru aldrei svona fréttir á Íslandi ??? Það er bara röflað í fjölmiðlum hérna !!!
Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ekkifréttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
hahahaha í staðinn fyrir að segja að hermenn hafi barið að dyrum hefði kannski átt að setja "skítuga hippa" það er meira í anda okkar VG liða, og álits annarra á okkur.
halkatla, 25.5.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.