23.5.2007 | 22:56
Einn maður er ég sé eftir !!!
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisblóðið renni í æðum mínum verð ég að viðurkenna söknuð eftir einum framsóknarmanni. Það er hann Jón fráfarandi formaður Framsóknar. Bitur er hann þessa dagana því hann var kominn í lykilstöðu til að rífa upp flokkinn og svo náði karlinn ekki einusinni kjöri. Það fannst mér synd og skömm en ég votta honum alla mína virðingu. Ég hef heyrt manninn tala og ég tel að þar fari miklir vitsmunir á milli eyrna. Ég trúi því að hann sé einn af síðustu sénsum Framsóknar og því miður séns sem er tapaður hérmeð.
Annað sem ég tek eftir þessa dagana er óþrjótanlegt bros á Samfylkingarmönnum. Velkomin í ríkisstjórn vil ég segja við ykkur. Standið ykkur nú eins og hetjur og sannið að þið eruð ekki einn stór hrærigrautur og orðin tóm eins og maður hefur nú lesið um í fjölmiðlum. Ég er alveg viss um að ykkar hugmyndir með styrk Sjálfstæðisflokksins geti gert landið okkar betra. Öðruvísi en með Sjálfstæðisflokknum hefði ég ekki viljað sjá Samfylkinguna í stjórn því þrátt fyrir góðar hugmyndir verður að hafa góðan bakgrunn og ég tel að þekking, reynsla og fjármálavit sem tíðkast innan Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að gefa ykkur góðan meðbyr til farsæls stjórnarsamstarfs.
Ég nenni ekki að röfla meira... Læt það í hendur stjórnmálamanna þessa dagana því þeir virðast hafa nóg eftir ósagt !
PS: Fáum fjölbreyttari og hnitmiðaðari pólitískar umræður í fjölmiðla allt tímabilið en ekki bara fyrir næstu kosningar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 24.5.2007 kl. 11:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Helgi. Já Jón er prýðismaður. En heyrðu, áttu ekki standup af þér á tape? Þú ættir að setja það á netið ef þú átt það.
Félagi minn sagði mér frá þér og sagði þig afar fyndinn. Hef lesið eftir þig og það er fyndið. Hættu svo þessu fríum...
Sveinn Hjörtur , 23.5.2007 kl. 22:59
Sæll Jón. Það er eitt vídeo á www.uppistand.is síðunni sem sýnir smá brot af því sem ég hef gert. Ég er hinsvegar að vinna í öðrum videoum með brot af mínu besta efni. Það kemur á netið á næstunni.
Ég skal passa að taka engar fleiri pásur. Gaman að heyra að þú lítir við á síðunni
Helgi Þór Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 09:53
HAHAHA...Sæll Jón!! Það er sem sagt MIKILL húmor í þér. HAHAHA....
Sveinn Hjörtur , 24.5.2007 kl. 10:06
Afsakið félagi... Ég ætlaði að sjálfsögðu að segja sæll Sveinn... Jón er bara ofarlega í mínum huga þessa dagna... Alltaf sami vitleysingagangurinn í mér, ætli maður fái öryrkjabætur fyrir að gera heimskulega hluti ??? Nú slæ ég hausnum í vegg og vona að skrúfurnar festist aftur svo heilastarfsemin geti farið að virka... :)
Helgi Þór Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.