VÁ HVAÐ ÉG ER FEGINN !!!

Það eru svoleiðis draumarnir hjá kærustunni um drauma brúðkaupið að ég hélt að hún mundi fara á límingunum ef ég mundi bíða framundir þrítugt. En þetta er glæsilegt. Forsíða morgunblaðsins var að enda við að gefa mér hamingjusöm 10 ár í viðbót þar sem ég þarf greinilega ekki að gifta mig fyrr en ég verð 34 ára ef ég vill vera meðalmaður í þessu þjóðfélagi.

Ánægjan skín svoleiðis úr hjarta mínu að ég er að spá í að senda öllum sem ég þekki ekkiboðskort þar sem ég býð þeim ekki í brúðkaupið mitt því ég þarf ekki að halda það fyrr en eftir áratug. Þvílík hamingja að ég ræð ekki við mig. Þetta er eins og dæmdur fangi sem þarf að afplána lífstíð en ekki fyrr en þarf ekki að mæta til afplánunar fyrr en eftir áratug svo hann getur brotið af sér í tíu ár í viðbót.

Gleðin er þvílík að ég er að spá í að baka brúðkaupstertu og gefa einhverjum brúðhjónum hana bara til að vera góður við minnimáttar. Því þau eiga ekkert heldur en hvort annað... Þá er gott að eiga eina köku líka svona til sárabóta.

En svona í alvöru talað að þá er gifting ekkert stórmál. Svo ég legg til að ég og kærastan setjumst saman niður og ræðum þessi mál á alvarlegu nótunum. Ég legg til að við tölum saman 15.júní .............................. 2017 !!!!


mbl.is Meðal giftingaraldur kvenna tæp 32 ár og karla 34 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband