14.6.2007 | 00:06
Europe... Here we come !!!
Það er ekkert smávegis mikill fiðringur í mallakút á mér núna. Var að enda við að ljúka skipulagningu á gömlum og góðum draum. Ég er að fara í interrail lestarferðalag um Evrópu sem mun taka 21 dag. Með mér í för verða tveir af mínum bestu vinum Óli Jóns og Henning. Margir áhugaverðir staðir verða skoðaðir og byrjað verður í Frakklandi farið um Þýskaland yfir til Ítalíu og endað á Spáni. Við munum meira að segja taka siglingu um miðjarðarhafið frá Ítalíu til Spánar.
Það verður stofnuð heimasíða um þessa ferð og ég mun væntanlega auglýsa hana nánar síðar. Fyrir þá sem eru áhugasamir getið þið séð ferðasögurnar og myndirnar um leið og þær berast.
Förin hefst þann 6. júlí n.k. og því er að duga eða drepast við undirbúning á næstu dögum. Bakpokinn verður minn besti vinur og versti óvinur. Fæturnir mínir eru komnir á oflaunaðann yfirvinnutaxta vegna upprennandi vertíðar eftir letilíf og aðgerðarleysi við skrifborðið s.l. árið.
Viva Europa eða eitthvað þvílíkt !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 05:14
Haldið útí óvissuna !!!
Nú er á miklu að taka. Ég ríð á vaðið og held út í óvissuna. Við vinirnir ætlum að láta gamlan draum rætast og skella okkur í interrail ferðalag um Evrópu. Ferðin er gróflega plönuð og hún lýtur vel út. Á skömmum tíma munum við ferðast til ca. 10 landa og sjá þá menningu sem Evrópa hefur að geyma. Margt forvitnilegt mun bera fyrir okkar augu.
Nánari upplýsingar á næstu dögum og ég skora á alla mína gesti að fylgjast með á milli 6. og 29. júlí því þá verður ferðadagbókin sprelllifandi og nýjustu fréttir og myndir fá að fljóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 13:07
Svitalykt á makaleitarmarkaðnum !!!
Ég átti fjörugt Laugardagskvöld núna um helgina. Stefnan var tekin á 101 Reykjavík eftir fjörugt grillpartý hjá Robba vini mínum. Limmósína skutlaði okkur niðureftir og það var einstaklega skemmtileg tilbreyting að lifa eins og kóngur að því leyti. Tilhlökkunin var mikil þegar ég kom í bæinn en þegar ég gekk inná fyrsta skemmtistaðinn tók á móti mér eitthvað annað en ég bjóst við....
BRJÁLÆÐISLEG SVITAFÝLA FRÁ HELVÍTI !!! Þá þótti mér sígarettulyktin betri !!!
Ég hef heyrt að konur séu æstar við það eitt að finna karlmannlega svitalykt. Það er kanski ástæðan fyrir því að kvenmarkaðurinn iðaði meira og hraðar heldur en maurabú með fersku fæði. Maður sá þær alveg bandvitlausar fallandi fyrir hverjum og einum karlmanni óháð aldri, menntun og fyrri störfum. Karlmenn fóru útfyrir skemmtistaðina og hlupu spretthlaup til að magna upp svitafýluna í keppninni um lyktnæmu kvenskepnurnar.
ÞÁ GERÐIST ÞAÐ !!! Sígarettulyktin laðaði mig útfyrir !!!
Ég færði mig nær þessum yndæla keim blönduðum af Winston og Salem með einstaka Capri til að fylla uppí. Reykingarfólkið... Ég hafði fundið það. Úti á litlum palli hýrðust skeppnurnar úthúðaðar úr íslensku samfélagi og troðið á bak við þar sem enginn sá það iðka þessa skítugu íþrótt með olnbogabeygjum og sogæfingum. Þarna spjölluðu saman ólíkar gerðir af fólki og það mynduðust eðlilegar samræður þar sem engin svitafýla keyrði upp mannlegar þarfir og skynjanir.
ÞÁ SÁ ÉG ÞAÐ !!! Svitaveggurinn hafði umlukið hvern skemmtistaðinn á fætur öðrum !!!
Ég gekk inn fullur af hræðslu og ótta og fann hvernig heitt og rakt loftið umlukti skyrtuna mína og læddist um líkamann minn. Svitinn perlaði á enninu mínu en ég er handviss um að þetta var ekki minn sviti heldur smit borinn frá öllum hinum svitasmituðu skeppnunum á kjötmarkaðinum. Augun börðumst um í tóftum fólks á staðnum og makaleitin náði hámarki. Ég varð hræddur og ég flúði.
Í ótta mínum áttaði ég mig á grátbroslegri staðreynd og tók meðvitaða ákvörðun um að standa úti allt kvöldið reykjandi næst þegar ég fer í bæinn svo að ég lykti vel þegar ég kem heim. En til öryggis tek ég með mér pollagalla og stígvél ef ég skyldi skella mér í svitapollinn og stíga léttan dans !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 14:45
Fatlafól, Fatlafól... flakkandi um í 10 gíra spítthjólastól !!!
Sauðsvartur almúginn borgar 280kr. í strætó á meðan snillingar í veröldinni húkka sér far án þess að biðja um það !!!
Spá samt í því spennunni að sitja framaná flutningabíl á hraðbraut og vita ekkert hvað er að fara að gerast... Eins gott að kauði keyrði ekki aftaná því þá hefði orðið ein stór ommeletta !
Það væri gaman að sjá svipinn á Bubba og Megas þegar þeir frétta af þessum gallharða aðdáanda sem lét tónlistina hafa of mikil áhrif.
Brunað eftir hraðbraut í hjólastól á 80 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 11:01
Stóra mjólkurhneykslið !!!
Hvernig getur einhver sem framleiðir beljusafa í fernu verið glæpamaður ?
Hvað getur MS verið að gera sem er svo slæmt að þeir verðskuldi þetta ?
Eru einhver tengsl á milli MS og olíufyrirtækjanna ?
Allt þetta og meira í fréttatilkynningunni af Bitruhálsinum !!!
Samkeppniseftirlitið að bera út gögn hjá Mjólkursamsölunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 09:45
Say goodbye to the world you used to live in !!!
Ég sat rólegur með báðar hendur á stýri, fætur á pedölum og hugann reikandi á meðan ég ók mína leið í gatnaflækju Reykjavíkurborgar. Á meðan hélt geislaspilarinn mér félagskap og nýji tónlistarmaðurinn Mika var á fóninum. Allt í einu heyrast orðin "Say goodbye to the world you used to live in". Þetta var eins og talað til mín og ég átti erfitt með mig í sætinu. Mig langaði til að spyrja hann svo margra spurninga en því miður hafa geisladiskar haft þann háttinn á að svara ekki forvitnilegum spurningum mínum þegar þær kvikna.
Þannig er mál með vexti að lífið mitt breyttist töluvert fyrir skömmu síðan. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessum breytingum og vinna úr þeim. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að horfa á þessar breytingar. Ég hafði tekið sumum pörtum lífs míns sem sjálfsögðum hlut og reiknað með því að þannig yrði til eilífðar í mínu lífi en nú er allt í einu allt orðið breytt. Hvernig sættir maður sig við stórtækar breytingar sem hafa áhrif á flesta þætti lífsins ? Hvernig gerir maður þær auðveldar ?
Say goodbye to the world you used to live in !!!
Án breytinga væru tölvur ekki til ! Án breytinga byggjum við ennþá í torfkofum og kveiktum eld með steinum. Án breytinga væri allt eins alltaf !
Þetta er bara spurning um að kveðja hugarfar og lífsstíl því lífið er síbreytilegt og lífið er ég !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 09:55
Tap á mannslífum um helgina !!!
Skv. óáreiðanlegum skálduðum heimildum frusu 14 reykingarmenn í hel s.l. helgi í miðbæ Reykjavíkur. Mikil ólga var í fólki í kjölfar nýja reykingarbannsins á skemmtistöðum og 68 manns leituðu slysadeildar vegna aukaverkana af innöndun á fersku lofti. Víða myndaðist troðningur og teppa þar sem fólk barðist um við að reykja úti á götum borgarinnar. Ekki leið að löngu þar til stór og mikill reykjarmökkur lagði yfir sig borgina er hann liðaðist á milli gatna og húsasunda. Mávar drápust, Lóur flúðu suður langt fyrir sinn tíma og gangandi vegfarendur flúðu inná skemmtistaðina til að fá sér ferskt loft. Hvergi annarstaðar mátti finna jafn hreint andrúmsloft.
Er þetta heimurinn sem við viljum skilja eftir fyrir börnin okkar. Veröld þar sem þú þarft að fara á pöbbinn til að lifa heilbrigðu líferni !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 14:09
Að vera bloggari !
Síðan bloggið byrjaði hefur fólk allt í einu óeðlilega mikið að segja og tjáningarþörfin virðist keyra öllu um koll. Það er náttúrulega fullkomlega eðlilegt þegar Jónína Ben, Björn Ingi, Ellý Ármanns, Ég og aðrir merkilegir pennar skrifum okkar hugsanir á blað búið til úr Kílóbætum og Megabætum en þegar menn babbla um akkúrat ekki neitt að þá er óþarfa vitleysa í gangi.
T.d. akkúrat núna ert þú að lesa þetta þras í mér og hvað segir það um þig. Þú hefur ekkert betra að gera, situr ábyggilega í vinnunni og lætur þér leiðast í stað þess að skila þínum verkefnum og borar í nefið af því þú ert ennþá að bíða eftir þeim stóra !
Meira að segja þegar ég spái í því að þá ert þú ábyggilega bara sorry manneskja sem finnst smekkbuxur flottar og heldur að tíkó komi aftur í tísku á næsta ári. Þú ferð ábyggilega í ísbíltúr á sunnudögum og endar með að kaupa þér BigMac.
Þú ert ábyggilega týpan sem grætur yfir sápuóperum, lest Dagblaðið á klósettinu, talar í síman á meðan þú eldar og spilar kapal í tölvunni.
Þú átt ábyggilega bara þrjá vini í öllum heiminum og þú hefur aldrei séð þá en þeir eru öflugir í msn, þú ert að öllum líkindum með prófíl á einkamál.is og þú mannst ábyggilega ekki hvenær þú lentir síðast á séns en það var um síðustu eða þarsíðustu aldamót.
Þú hefur ábyggilega ekki rassgat að gera !!!!
Og ég er með lausn fyrir þig......
Byrjaðu að blogga !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 09:53
Samsæriskurl !!!
Færeyskur banki fjárfestir í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 15:28
Hætti að væla aumingjarnir ykkar !!!
Við lifum í heimi þar sem auglýsingar eru daglegt brauð. Það eru auglýsingar í blöðum, sjónvarpi, útvarpi, bíóhúsum, strætóskýlum, strætóbifreiðum, húsum, risaskjám, heimasíðum og svo mætti lengi telja.
Ég skoða auglýsingar. Þrátt fyrir að það sé alltof mikið af þeim að þá geri ég mín bestu kaup í gegnum þær auglýsingar sem ná til mín. Ég sem einstaklingur verð bara að vera nógu sterkur til að stökkva ekki á öll gylliboð sem bjóðast.
Miðað við allar þær auglýsingar sem er troðið uppá mig á hverjum degi og flestar þeirra eitthvað sem ég hef engann áhuga á og trufla mig bara að þá kýs ég að fá hnitmiðaðar auglýsingar m.v. tveggja ára reynslu mína á netinu. Ýmindið ykkur auglýsingar með bara því sem við höfum áhuga á.
Draumur í dós en ekki persónunjósnir. Við kjósum að nýta okkur google.com og það er ekki sjálfsagt að það sé svona öflug vél án greiðslu. Þeir verða að græða til að okkar þægindi séu enn meiri og þeir græða á auglýsingaheiminum. Leyfum þeim það !
Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)