12.4.2006 | 12:02
Helgin var fjörug !
Það er að koma páskafrí... JIBBÝ... Loksins smá stundarfriður og afslöppun frá hinu daglega stressi. Ég get ekki beðið eftir að geta notið næstu daga. Hver veit nema að maður skelli sér út fyrir borgarmörkin því það er í boði að fara að veiða sjóbirting eða að fara í jeppaferð.
Ég er ennþá á fullu sem leiðbeinandi í Dale Carnegie námskeiðunum og ég held að ég hafi bara aldrei skemmt mér betur. Þetta er að hitta alveg í mark og gefur manni orku í hverri viku.
Gleðilega páska !
Helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2006 | 13:16
Nú er tími til kominn að setja fullan kraft í verkið !
Kæru vinir og vandamenn.
Þetta er í 4-5 skiptið sem ég opna bloggsíðu. Mig hefur alltaf dreymt um að hafa bloggsíðu og halda henni vel við en þessi blessaða frestunarárátta hefur hamlað mér þó nokkuð. Nú er kominn tími á breytingu. Ég ætla mér að halda þessari síðu vel við því mér lýst vel á þetta kerfi og möguleika þess. Lágmark 2 færslur á viku svo þið vitið hvað er að gerast í toppstykkinu mínu og jafnvel að deila með ykkur myndum svo þið sjáið hvað það er gaman hjá mér.
Stefanía mín hefur verið dugleg við að halda sinni síðu við og ég ætla að nýta mér það sem góða fyrirmynd. Ef hún hefur tíma til þess að þá hlýt ég að geta komið þessu í dagskránna mína.
Verið dugleg við að kíkja við því ég mun ábyggilega henda einhverjum skondum gullmolum inn á næstunni sem gerir okkur dagamun.
Hafið það gott þar til næst.
Helgi Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)