16.11.2010 | 02:18
Framtíðarsýn mín á Ísland
Ég var að koma heim úr bíó af bíómyndinni Gnarr og ég verð að segja að þetta var uppörvandi að horfa á þessa jákvæðni sem einkenndi framboð Besta Flokksins. Þetta fékk mig til að hugsa og ég og Davíð vinur áttum gott spjall eftir myndina um hvað virkar og hvað ekki. Ég ákvað að setja eitthvað af þessu í ritað mál fyrir þá sem hafa áhuga :) Ég er náttúrulega ekki að finna upp hjólið hérna og flest allt hefur þetta komið fram hjá öðrum en þetta eru þau málefni sem ég styð.
Það sem ég teldi best fyrir þjóðina:
Stjórnsýslan - Aukið forsetaræði. Forseti væri þjóðhöfðingi Íslands og mundi sem slíkur bera mesta ábyrgð og hafa neitunarvald í löggjöf líkt og hann hefur í dag en bera jafnframt meiri pólitíska ábyrgð. Forseti væri kosinn á 4ra ára fresti og mundi eftir kjör taka að sér myndun ríkisstjórnar þar sem hann velur í embætti. Kosið væri til alþingis á 4ra ára fresti og munar þá alltaf 2 árum á forsetakjöri og kjöri til alþingis. Pólitíkin mundi ennþá skipast í flokka því flokkaskipunin auðveldar fólki að skilja stefnur og staðsetja einstaklinga í pólitíkinni. Kosningar til Alþingis mundu þó fara fram í persónukjöri. Notast yrði við opið vefkerfi til að hjálpa fólki að velja sér einstaklinga útfrá stefnum og gott væri að skoðannakönnun um helstu hitamál væru fyllt út af öllum frambjóðendum. Kjósendur gætu svo tekið sömu kannanirnar og fengið niðurstöðu um hvaða frambjóðendur passa best við áherslur viðkomandi.
Með þessu fyrirkomulagi hefði alþingi sterkari stöðu gagnvart ríkisstjórn.
Samfélagsvefur yrði svo skapaður fyrir þjóðina. Allir hefðu aðgang að þessu kerfi í gegnum kennitölu og með aðgengi að samfélagsvefnum gæti almenningur komið sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Einhverskonar upplýsingastofnun mundi sjá um rekstur vefsins og úrvinnslu þeirra málefna sem komið er á framfæri og að áframsenda þau í viðeigandi ráðuneyti eða stofnanir til ákvörðunar. Allir hafa jafnann aðgang til að koma sínum skoðunum á framfæri hvort sem þeir eru stjórnmálamenn eða verkamenn. Fólki hefur aðgang að þeim tengslanetum sem þeir eiga heima í s.s. allir eru í tengslanetinu ísland og þar fara umræður um ríkismál fram, Reykjavíkurbúar væru í tengslanetinu Reykjavík þar sem borgarmálin færu fram og Grafarvogsbúar væru meðlimir í tengslanetinu Grafarvogur þar sem hverfismál fara fram. Þessi skipan yrði miðstýrð af upplýsingatæknistofnuninni og mundi styðjast sjálfkrafa við skráningu í þjóðskrá og uppfærast sjálfkrafa samkvæmt því. Hagsmunahópar gætu einnig stofnað sér net/hópa sem væri valfrjálst fólki hvort það taki þátt í eða ekki. Samfélagsvefur sem er rekinn af ríkinu fyrir þjóðina og er ekki rekinn til að skapa ágóða er okkar besta von um opinbera stjórnsýslu. Gott dæmi um þetta er notkun Jóns Gnarr borgarstjóra á samfélagsvefnum Facebook þar sem hann tjáir sig um verkefni líðandi stundar og gefur fólki kost á að gefa sitt álit.
Þjóðfélagslega mikilvæg málefni eiga heima á íslenskum samfélagsvef sem er öllum íslendingum aðgengilegur sem þess kjósa að taka þátt í opinberri gegnsærri stjórnsýslu.
Er eitthvað vit í þessu ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 20:12
Búinn að kaupa :)
Það var ekki spurning þegar kallið barst að smella sér á eitt stykki Neyðarkall. Hitti ljúfling úr björgunarsveitunum fyrir utan Hagkaup og keypti af honum. Ég er nú líka mikill útiverumaður og rjúpnaskytta í þokkabót þannig að fyrir mig er ansi gott að vita af þessu meistaralega góða fólki reiðubúið til að hlaupa uppá fjöll í leit að fólki sem það hefur aldrei hitt.
Ég hvet alla til að taka þátt, styrkja björgunarsveitirnar og kaupa Neyðarkall :)
Keypti fyrsta Neyðarkallinn minnugur Geysisslyssins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2010 | 14:52
Skamm - Má ekki !
Afskaplega þykir mér gott svona þegar maður nálgast þrítugt að ríkisstjórnin taki að sér hlutverk mömmu og pabba. Alveg er það dæmalaust eftir allt frjálslyndið í þjóðfélaginu að mér hefur barasta ekki verið bannað neitt í langan tíma.
Afskaplega þykir mér gott að ríkisstjórnin telji mig vera fífl sem get ekki tekið meðvitaðar ákvarðanir fyrir sjálfan mig. Gott að banna frekar allt sem ég gæti mögulega gert ósæmilegt.
Nú á að banna nektarstaðina, saklausum pervertum og steggjarpartýum til mikillar mæði. Og skv. nýjustu fréttum mega undir 18 ára ekki fara lengur í ljós. Ljósanotkun ungmenna var skv. vísindamönnum ekki góð fyrir þá og því réttmætt að banna ljósabekkina. Ég mæli með að þið bætið við banni á:
- Tölvuleiki
- Ofbeldisfullt sjónvarpsefni
- Sjónvarpsefni með nekt
- Internetið
- Einelti
- Slagsmál
- Hraðskreiða bíla
- Hættulegar íþróttir
- og margt fleira
Eftir að ríkisstjórnin bannar allt erum við öll rosalega þæg og góð og sitjum saman á viðeyjarstofu að lesa Halldór Laxnes og kyrja vísur á meðan amma hellir uppá kakó og frænka saumar út.
----------------------------------------
Ef ég umorða álit mitt á boðum og bönnum ríkisstjórnarinnar og sleppi allri kaldhæðni hljómar þetta einhvernvegin svona:
VANHÆF RÍKISSTJÓRN - Kjósum uppá nýtt !
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.1.2010 | 13:16
Koma honum úr pólitíkinni?
Ekki er ég nú þekktur fyrir að vera Mel Gibson í Conspiracy Theory, en væri nú ekki fyndið ef þetta er til að koma honum úr pólitíkinni. Eins fyndið og það er þá held ég að maður með jafn marga aðdáendur og Jón eigi pottþétt eftir að raka nógu mörgum atkvæðum til að sleppa inn.
En Jón er töffari og hefur staðið sig með sóma :)
Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 00:18
Skuggi orðinn 3ja mánaða
Við skötuhjúin erum búin að hafa það gott í sumar. Við erum búin að njóta veðurblíðunnar og skreppa í nokkrar útilegur og ferðalög. Skuggi litli er búinn að ferðast með okkur og það er alveg ótrúlegt hvað hann hegðar sér vel í tjaldútilegum og unir sér vel í náttúrunni. Hann fékk þó ekki að koma með mér í fyrstu veiðiferð sumarsins þar sem hann var aðeins of lítill í það núna í júní en við félagarnir komum heim með flottann afla að þeirri ferð lokinni. Hann þarf þó ekki að bíða lengi því veiðivatnaferð er á næstu grösum og hann skottast með okkur þangað.
Til að leyfa ykkur vinum og fjölskyldumeðlimum að fylgjast með honum á meðan hann er svona lítill og sætur að þá hef ég klippt saman stutt myndband þar sem hann er að leika sér og læra að synda. Hann stækkar ótrúlega hratt og maður veltir því fyrir sér hvert tíminn hverfur.
Hafið það gott í sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2009 | 13:40
Hólabergs Lovely Skuggi kemur í dag
Jæja þá og hananú.
Biðin er búin og ótrúlegt hvað svona langur tími er fljótur að líða og hvað þetta er samt stuttur tími sem var lengi að líða. Við fáum hvolpinn afhentann í dag og bíðum spennt eftir að geta farið að sækja hann. Hann kom í heimsókn tvisvar sinnum í þessari viku og fékk aðeins að skoða sig um og kynnast okkur (sjá myndir í myndaalbúminu http://helgi.blog.is/albums/skuggi/ ).
Hann er stór og sterkur Labrador rakki með svartan feld. Við gáfum honum nafnið Skuggi og skv. ættbókinni heitir hann Hólabergs Lovely Skuggi fullu nafni. Hann er þrælskemmtileg týpa og unir sér best úti í garði hjá okkur að skottast um. Hann er reyndar algjört búttað matargat og um leið og hann kemst í garðinn skellir hann sér á beit eins og rollurnar og fær sér smá gras.
Vinir og fjölskyldur bíða spennt eftir að fá að sjá hann og nokkrir fengu forskot á sæluna og kíktu við á meðan heimsóknum stóð :)
Ég skora á ykkur að skoða myndirnar af litla töffaranum og fleiri munu bætast við í albúmið á næstunni. Svo er líka eitt skemmtilegt myndband frá því að Snúlla og Skuggi voru að kynnast.
Myndaalbúm: http://helgi.blog.is/albums/skuggi/
Video: http://helgi.blog.is/blog/helgi/video/8142/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 23:22
Kominn tími til .... Nýjasta slúðrið !
Sælir kæru vinir, kunningjar og gestir.
Ég hef nú ekki snert við blogginu mínu í háa herrans tíð eða frá því í byrjun árs 2009. Það má því segja að bloggvísitalan hafi fallið með gengisvísitölunum á sama tíma og vísitala neysluverðs rauk uppúr öllu valdi. Ég er því hissa hvað ég er ennþá að fá margar heimsóknir inná hana þrátt fyrir skort á slúðri.
Nýjasta slúðrið !
Ég og Kittý höfum nú komið okkur fyrir í kózý íbúð sem við erum að leigja. Þetta er afar þægileg íbúð í alla staði og mjög góður andi í henni. Kisan okkar Snúlla litla er búin að vera eins og lítill landkönnuður síðan við fluttum og er nú þegar búin að kortleggja nýja heiminn og finna felustaði sem við skötuhjúin höfum ekki hugmynd um.
Við erum að fá okkur svartan flottan Labrador sem við fáum afhentan í júní. Litla krílið er bara tveggja vikna gamall og getur ekki beðið eftir að sækja gæsir og endur svo tugum skiptir. Við fengum að sjá hann fyrst í dag og myndir eru væntanlegar.
Stefnan er tekin á innanlandsferðalög hjá okkur í sumar og aldrei að vita nema einstaka veiðiferðir lumi inná milli. Við förum vestur á firði og vonandi náum við að rúnta eitthvað um hálendið ef SantaFe treystir sér í það.
En þetta er nú það helsta í bili og ég vona að þið haldið áfram að kíkja inn og endilega skutlið inn commentum til að skamma mig fyrir ritleysið eða bara til að kasta kveðju.
Helgi Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 15:33
Láttu þér batna vinur !
Ég vona að drengurinn nái fullum bata fljótt og vel.
Þetta er stórhættuleg iðja að taka í sundur skotelda og fikta með þá. Maður gerði nú eitt eða tvö prakkarastrik sjálfur sem unglingur en ég get þó blessunarlega þakkað fyrir að hafa sloppið þótt maður hafi komist nálægt slysi oftar en einu sinni.
Sem unglingur hafa ekki allir náð að hemja spennufíknina og beina henni á öruggar brautir og því hvet ég foreldra til að fylgjast með börnum sínum í kringum áramót og flugeldasala til að fylgja settum reglum um aldurstakmörk !
Börn og unglinar hafa ekkert með flugelda að gera og vítið svokallaða, sem var a.m.k. hér áður fyrr selt af einkaaðila en ekki slysavarnarfélögunum, hefur verið með frægari unglingabombunum a.m.k. frá því fyrir 10 árum þegar ég var 15 ára fiktari.
HERT EFTIRLIT OG AÐHALD FÆKKAR SLYSUM !
Óvíst um sjón eftir flugeldafikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 13:22
Efnahagslífið
Ákvað að henda inn tveimur teikningum sem ég gerði í gærkvöldi... virðast eiga vel við daginn í dag :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 10:44
Tívolíferð Efnahagslífsins !!!
Ja nú er það svart. Efnahagslífið okkar Íslendinga skellti sér í tívolí á meðan við almúgamenn og konur vinnum eins og hestar að borga aðgangseyrinn fyrir það. Gengið er í miðjum rússíbananum og krónan er í fallturninum á meðan embættismenn og fjármálaspekúlantar leika sér í klessubílunum. Fjölmiðlar fylgjast náið með málum og keppast um að birta fréttir um hætturnar sem leynast í tívolíinu.
ÉG TEK EKKI ÞÁTT Í SVARTSÝNI FJÖLMIÐLAMANNA OG ANNARA...
ÉG ER JÁKVÆÐUR OG ÞESSI KREPPA ER ÞAÐ BESTA SEM GAT KOMIÐ FYRIR MIG J
Ég hef ekki lengur efni á að reykja þannig að ég mun minnka hættuna á að fá krabbamein.
Ég þarf að spara svo skyndibiti og kók fer á hilluna og kílóin fjúka í burtu á mettíma
Ekki hef ég efni á djammi og leigubílakostnaði tvisvar í mánuði svo núna get ég kanski átt tíma með fjölskyldunni og notað þessi spil sem safna ryki inní skáp þótt að mér þyki þau skemmtileg.
Ekki er mikla yfirvinnu að fá þessa dagana svo ég hef loksins fengið tíma til að skrifa ljóðabókina sem ég hef haft í huga í langan tíma.
Matarverð er búið að snarhækka þannig að ég reyni jafnvel oftar að sinna tómstundargamaninu og skreppa til veiða og næla í steikur á matarborðið sem ég get fyllt frystirinn af.
Hver veit nema að ég þurfi að minnka við mig húsnæðið og þá gefst færi á að taka til í öllu þessu drasli sem ég hef sankað að mér og senda það í SORPU í eitt skipti fyrir öll.
Nú fæ ég loksins tækifæri til að sitja grannur og heill heilsu í sófanum heima með spil í hendi og handrit í hillunni nýbúinn að snæða góða gæsasteik í hreinni íbúð og ÞÁ FYRST get ég notið þess að vera einn af stoltum eigendum Glitnis banka.
Búist við tíðindum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)