8.1.2007 | 18:19
Tækniframfarir á 100Km/klst hraða
Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með snillingum alþjóðasamfélagsins koma með hverja nýsköpunina á fætur annari. Ég held að hann afi minn muni snúa sér í gröfinni þegar hann uppgötvar að sonarsonurinn sé farinn að tala við bílinn í þeim tilgangi að fá réttu lögin spiluð og til að hringja í rétta fólkið. Á hans gullárum voru engir farsímar og þá þótti lúxus að hafa talstöð á milli bíla. Ekkert GSM, MP3, CD, DVD rugl. Mestalagi FÍB.
Ég bíð spenntur eftir þessari frétt.
Húsmæður gleðjast !
Nú hafa sérfræðingar í bandaríkjunum þróað leið fyrir stressað fólk sem vinnur alltof mikið og hefur engan tíma til að elda mat fyrir fjölskylduna. Í síðustu viku á sýningunni Overweight interest expo í Fat Texas USA var kynntur til sögunnar Autofrier 5000 djúpsteikingarpotturinn fyrir bíla sem bílaframleiðandinn Ford mun taka í notkun á næsta ári. Auglýsingarherferðinni steiktu það á leiðinni heim hefur nú þegar verið sett í gang í Bandaríkjunum. Potturinn er sagður hentugur til að steikja allar gerðir af kjöti, franskar og langflestar tegundir grænmetis eins og t.d. blómkál. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Ford sem hefur nú þegar sett innbygða örbylgjuofna og samlokugrill í bílinn sinni Ford Kitchenaid.
Ath. Þessi texti er tilbúningur og hefur ekkert með raunveruleikann eða Ford að gera (bara svona til að vera viss;-) ...)
En ég vil fá að bæta við hrósi til Brimborg fyrir að halda úti bloggsíðu, sjá www.brimborg.blog.is því það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem þora að sýna persónulega ímynd með þessum hætti.
Tveir stórir þumlar upp fyrir Brimborg og ég vona að fleiri feti í sömu spor.
Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
elsku ástin mín það er til þessi tækni nú þegar reynda ekki í bílnum það er kallað húshjálp! hún eldar, hún þrífur og hjálpar til með að sækja börnin.
kv stefania
Stefanía (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.