Sveitasælan í Kelduhverfinu !

Alveg ótrúlegt hreint hvað sveitin getur verið róandi. Nú var lagt uppí langferð á föstudaginn og haldið norður í Kelduhverfi að heimsækja tengdó. Hann Hjalti Þór var að fermast og ég er ekki frá því að hann stækki með hverjum deginum núorðið (Fermingar buxurnar hans eru efnisleg sönnun þess).
 Björg, Óli og Petta komu eldhress uppí Fannafold að sækja okkur skötuhjúin eftir að maður slapp úr vinnunni og að því loknu var haldið af stað norður. Þessi ferð fór fram úr öllum mínum vonum því þau eru reyndir ferðalangar og í fyrsta skipti í langan tíma var einhver tilbúinn til að tala um kennileiti, fjöll og firði. Þetta var landafræðikennsla í fyrsta klassa. Á Akureyri stoppuðum við á Greifanum og fengum okkur lostæti áður en haldið var áfram.
 Þegar komið var norður stoppuðum við í Grásíðu að heimsækja Dodda langafa Stefaníu og mér þykir ótrúlegt að sjá hvað fólk út á landi er í góðu formi á eftstu árum. Þetta er alveg makalaust. Að því loknu kíktum við inná Garð 2 til að heimsækja lurkumlamda ferðalanga því eins og margir vita eflaust fuku Jónsi og Ágústa ásamt Einari Óla og Antoni Inga útaf þjóðvegi 1 við Víðigerði og bíllinn gjöreyðilagðist. Allir sluppu með lágmarks skrámur sem betur fer en einhver hefur vakað yfir þeim.
 Hjalti vissi ekkert um komu okkar norður svo svipurinn var óborganlegur þegar hann sá okkur. Við skrúfuðum saman hjólið hans daginn eftir og á Sunnudeginum var haldið í ferminguna í kirkjunni. Það er rosalegur sjarmur yfir þessum sveitakirkjum. Að því loknu var haldið til veislu í Garði 2. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og gaman að geta mætt.
 Heimleiðin í gær var þægileg því ég og Stefanía skiptumstum á að sofa eftir hasar helgarinnar. Samt verður maður svo afslappaður eftir svona að það hálfa væri nóg. Við stoppuðum í kaffi hjá mömmu og pabba og að því loknu héldum við í egg og beikon í Borgarnesi.
 Þegar við komum heim horfðum við á sjónvarpið og rotuðumst. Eins gott og það gerist.
 Nú styttist bara í næstu ferð norður því þá kemur sauðburður.
 Kv. Helgi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helgi og takk fyrir síðast.
Ég er ánægð að heyra að þú hafðir gaman af ferðinni en Petra Rós var að spyrja hvort við hefðum ekki spurt þig um Hraundranga í Öxnadal en eins og við sögðum þér þá voru þær systur spurðar að þessu í mörg ár en ég held að þær séu búnar að ná þessu núna :-)
En takk fyrir að koma með okkur við höfðum líka gaman af því, þið voruð ljómandi samferðamenn.
Bestu kveðjur í borgina, Björg.

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 17:24

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Jú mikið rétt. Þetta var ljómandi ferðalag og ég er nú þegar orðinn spenntur að kíkja aftur norður til að fara í sauðburðinn.

Helgi Þór Guðmundsson, 3.5.2006 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband