2.1.2007 | 10:03
Kaupþing er vinur í raun og kyntákn Íslands
Mér hefur fundist það furðulegt að fylgjast með fréttum og bloggheimum í byrjun árs. Það er svo undarlegt hvað við getum verið miklir smáborgarar því það þarf ekki nema eina auglýsingu frá einum banka til að allir taki eftir og svo fara spekúlantar að pæla í raunverulegri þörf hennar. Ég geri nú passlega ráð fyrir því að viðskiptavinir Kaupþing vilji ganga að því vísu að bankinn standi vel að vígi fjárhagslega. Bankinn laðar að sér viðskiptavini með auglýsingaherferðum og í Kaupþings tilviki hafa verið einstaklega skemmtilegar og frumlegar auglýsingar.
En þetta er ekki bara spurning um að vera með fyndna og frumlega auglýsingu. Fyrir mér er þetta ekkert nema tákn um styrk að banki á borð við Kaupþing geti fengið í lið með sér margrómaða kvikmyndastjörnu á borð við John Cleese. Kaupþing er fyrirtæki sem gerir mig stoltan Íslending og mér er alveg nákvæmlega sama hvað þeirra kynningar kosta og hvað sá peningur gæti gert annað því þetta er nú einu sinni hluti af heildarpakkanum að vera í bankarekstri.
En ég verð nú að bæta við hversu frumlegt það hefði verið ef annað hvort David Schwimmer eða Pamela Anderson hefðu látið sjá sig í auglýsingunni að þá hefði annaðhvort verið málað vinaandlit á Kaupþing eða bara einfaldlega bankinn gerður að kynbombu með Double D.
Auðvelt að leikstýra John Cleese | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er það tákn um styrk bankans að fá Cleese? var það ekki auglýsingastofan sem gerði það? finnst þér það passa að fyrirtæki sem á að ávaxta peninga fólks sói peningum í svona vitleysu? Líkt og það borgar bankastjóranum fáránlega há laun. er þetta hluti af heildarpakkanum að vera í bankarekstri? að fá Cleese til að segja kaupþing? Heldur einhver að Cleese hafi gert þetta af öðrum hvötum en fjárhagslegum? Ég er ósammála þér í öllu eins og sjá má.
Helgi (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 08:18
Það er ekkert nema eðlilegt að fólk sé ósammála en mér finnst það engu máli skipta hvort það var auglýsingastofan eða bankinn sem réð Cleese í þessa auglýsingu. Auglýsingastofan starfar fyrir bankann í þessu verkefni og markmiðið er að ná athygli. Þegar bankinn nær athygli geta þeir aukið sín viðskipti og þannig aukið hag sinna viðskiptavina. Þessi banki er bara ungabarn og ekki er langt síðan hann var stofnaður. Hann er ennþá að ganga í gegnum breytingar eftir sameininguna. Málið er að flestir Íslendingar skulda og margir skulda alltof mikið. Þeir sem eiga þeir græða ! Og hvað Cleese varðar að þá gerir hann þetta af fleiru en bara peningunum. Spáðu í því hvort að Cleese mundi setja nafnið sitt í auglýsingu frá Leikbæ bara ef þeir borguðu nógu mikið. Það yrði bara aðhlátursefni og blásið upp í erlendum fjölmiðlum. Hinsvegar fær Kaupþing auglýsingu í erlendum fjölmiðlum þegar þeir uppgötva að íslenskur banki réð þennar meistara til verks ! En alltaf gaman að rökræða þegar maður er ósammála
Helgi Þór Guðmundsson, 4.1.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.