Gleðilegt nýtt ár 2007

Jólasteikin er runnin niður með jólaölinu og orðin hálfmelt eftir hálfvinnuviku og áramót. Hvíld og afslöppun hefur einkennt síðustu daga því þrátt fyrir jólastressið nær maður alltaf að pústa út og slaka á taugunum um jólin. Þetta eru búið að vera skemmtilegur tími og nú er nýtt ár komið með nýjum verkefnum og markmiðum. Þar sem ég sit hér viðbúinn og tilbúinn til að fara í fyrsta vinnudag ársins get ég ekki annað en hugsað, eins og margir aðrir samlandar mínir, hvað ég ætla að bæta sem betur má fara á nýju ári. Eftir litla sem enga umhugsun ætla ég að setja þessi vel vönduðu orð á blað ef blað má kalla.

Blogga lágmark 1x á dag um virka daga. Mæting í líkamsrækt í Laugum lágmark 3x í viku. Sund lágmark 2x í viku. Byrja að stunda golf og fá kennslu í því. Fara oftar í snóker t.d. 1x í mánuði. Horfa á James Bond safnið á einni helgi. Tvær ferðir í veiðivötn og ein ódýr laxveiði. Takmarka skyndibita við hámark 1x í viku. Smyrja nesti í vinnuna. Læra að elda indverskan mat. Ljúka MCSA náminu og taka prófin fyrir sumarið. Skrá mig í HR í tölvufræði. Gefa út ljóðabók. Klára Sudoku bókina mína. Semja sögu eða smásögur. Taka skotveiðileyfið og kaupa mér byssu. Hækka tekjur og lækka útgjöld.

Samt er þetta ekkert svo sniðugt eftirá að hyggja að setja sér svona markmið. Núna veit ég nákvæmlega hvernig árið verður og öll spennan er farin. Ætli ég verði ekki bara að bíða í 364 daga eftir 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband