26.4.2006 | 13:50
Ströndin í sumar !
Þá er vikan hálfnuð og aðeins tveir dagar þar til þriggja daga helgi byrjar. Ég sé fyrir mér slökunina í hyllingum. En hvað þarf ég að gera áður en helgin gengur í garð. Jú í kvöld þarf ég að mæta á millifund v. Dale Carnegie, síðasti millifundurinn. Eftir það ætla ég að reyna að þrífa bílinn minn... ??? reyna ???.... Ég ÆTLA að þrífa bílinn minn hátt og lágt svo ég geti stoltur horft á kerruna mína með beygluðu afturhurðinni. Ég er að spá í að taka hann svo svakalega vel að ekki bara ryksugan fær að þjóta yfir sæti og áklæði heldur mun ég drösla nýjabílalykt í hann, pússa mælaborðið með glansefni og teppahreynsa sætin. Svo ætla ég að taka einn bíltúr niður laugarveginn með græjurnar í botni, rúðurnar niðri, flottasta brosið og handleggnum tilt á gluggarkarminn. Verða sami gúmmítöffarinn og ég var þegar ég var 17.
Það verður notalegt að komast í ræktina. Ég er nú þegar búinn að missa 8kg á undanförnum vikum og ég ætla að halda áfram. Ég ætla að missa 4kg í viðbót og fara svo að massa mig upp. Markmiðið er að sjálfsögðu að vera flottastur á ströndinni næsta sumar. Það þarf bara að fara að velja hvaða strönd. Ég og Stefanía unnum miða til Evrópu fyrir tvo sem gildir út sumarið 2006 en bara hvert á að fara er spurningin. Ég vil að sjálfsögðu fara í menningarlega borgarferð og skoða París og Róm, slaka á í góðra vina hóp á kaffihúsi og eiga rómantískan kvöldverð á restaurant en Stefanía sér bara engan milliveg. Hún vil bara vera á ströndinni einhverstaðar og borða kebab. Svo ég er að spá í að gefa eftir, strandarpartý, tjútt á Spáni og smá brúnka hefur aldrei skaðað neinn. Svo er alltaf hægt að tækla borgarferðirnar þegar maður er orðinn gamall og þreyttur.
Nú er ég að spá í að nefna 10 jákvæða hluti um strandarferðir sem sýna hvað strandarferð er mismunandi fyrir single gaur og gaur í föstu sambandi.
Single gaur
- Bikini
- Kokteilar
- T strengir
- Gellur
- Kassi af bjór
- Skot eftir skot
- Froðudiskótek
- Fleiri gellur
- Strandarpartý
- Koma heim þunnur
- Sól
- Strönd
- Kærastan
- Strandblak
- Góður matur
- Kærastan aftur
- 1-2 bjórar
- Sólbrúnka
- Kærastan enn og aftur
- Vakna snemma fyrir flugið til að bera tuttugu og átta töskur á meðan kærastan skoðar sig í öllum speglum á leiðinni út á flugvöll til að skoða hversu brún hún er orðin.
En það er alveg yndislegt að vera gaur í föstu sambandi, sérstaklega þegar maður á svona sæta skvísu.
kv. Helgi
Athugasemdir
ohh einn að reyna skora stig, einn sem vill fara og vera á lausu og vera með eina íþrótta tösku og djamma í heilar 2 vikur hehe sorry baby not happening ;)love you stefanía e.s þakka hrósið ;)
Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 13:58
Hehe... ég sagði ekki að ég vildi fara og vera á lausu. Ég er að reyna að benda dulið á þá angist sem 44 ferðatöskur færa okkur greyjunum.
Stay cute !
Helgi Þór Guðmundsson, 26.4.2006 kl. 14:01
heyrðu .....ég er sammála frænku minni.....ströndin er málið ...maður á að fara í borgarferðir á haustin.
Kveðja
Petra Rós
petra Rós (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 16:41
Hæ, hæ, flottar myndir, gaman að fylgjast með ykkur.
Sammála nöfnu minni og "litlu" dóttur, ströndin á sumrin en borgin á veturna.
Hlustið á þá gömlu sem hefur þar að auki mikla reynslu.
Kveðja og sjáumst, tengda.........
(það er helst ekki hægt að skrifa þetta orð) amma er allt í lagi en tengdaamma, obb, obb, obb
Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 17:58
Ég er alltaf tilbúinn til að hlusta á þá sem hafa vitið og mér finnst þetta gott ráð hjá ykkur. Sleppa því að fara út í sumar og fara bara í borgarferð næsta haust ! ;)
Helgi Þór Guðmundsson, 27.4.2006 kl. 01:23
hey hey hey hey ekki gott þá fer ég bara án þín ;)
nei bara djók ég verð búin að samfæra þig fyrir júlí ;)
Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.