25.4.2006 | 02:01
Einkenni landanna !
Ég sit hér eins og áður og klukkan komin aðeins yfir háttatíma. Þegar ég er einn og Stefanía sofnuð get ég gert ýmsa hluti en oftast enda ég á því að hugsa um furðulegar staðreyndir. Eins og til dæmis einkenni landa. Ef ég segi Ástralía tengja allir við Kengúrur, Fosters öl eða Crocodile Dundee. Ef ég minnist á Frakkland eru ófáir sem hugsa um franska kossa og baguette. Bandaríkin minna að sjálfsögðu á herinn, grand canyon og feita hamborgararassa. Ísland var áður þekkt fyrir sviðakjamma, bónda, sjómenn og fyllerí. Í dag eru það businessmenn sem kaupa heiminn, spólandi vitlausar stelpur í downtown reykjavík og fyllerí. Það eina sem virðist aldrei sleppa frá Íslandi er djammið okkar, enda er það fjörugt. Bráðum getum við hætt að sýna Gullfoss og geysir því pissuhornið rétt hjá lækjartorgi verður tourist attraction #1. Síðan fyrir túrista sem vilja skoða söfn veðrur þjóðminjasafnið úrelt og við stofnum bara bjórminjasafnið (eða vísum þeim á ÁTVR). Blóðbankinn á eftir að gera eins og vodkaframleiðendurnir og setja % merkingar á vörurnar sínar. Hvað eigum við annað að gera. Við erum búin að reyna bandarísku menninguna með því að byggja risastóra verslunarmiðstöð sem lítur út eins og typpi, við erum í miðju kafi við að koma upp internettengdu landi í heild sinni þar sem sæluhús og kamrar verða með þráðlausu ADSL, við spurðum alla útlendinga how dú jú læk iceland þangað til skaupið gerði grín að því (Skaupið er síðan þáttur sem einhverra hluta vegna heil þjóð sameinast í að horfa á hversu magnað er það). Ég held að eina ástæðan fyrir að við séum ekki löngu búin að gefast upp á norður í rassgat stemningunni og róa með landið til englands til að tengja þau saman með framlengingarsnúru sé að þar eru svo herfilega ljótar konur. Í alvöru talað ég heyrði að Íslendingar hefðu farið í víking og stolið fallegum stelpum þaðan. Annað hvort er það lygasaga eða þá að þeir tóku hverja einu og einustu fallegu stelpu með sér og skyldu herfurnar eftir til að fjölga sér. Það má ekki segja svona (þess vegna er svo afskaplega gott að blogga þetta bara).
Ég veit... Við tökum bara það besta frá öllum. Frönsku kossana, Bandarísku hamborgarana, Ítalska pastað, þýsku pulsurnar og danska bjórinn, sænsku gleðina og norsku.... nei sleppum noregi... og svo bara enska hreiminn... MMM yes yes jolly good darling have a cup of tea
Þar til næst !
Helgi Þór
Athugasemdir
já mikil spekki ásin mín haltu þessu áfram en ég er að vinna þig í keppninni ;) hehehe love you :*
Stefanía Björg Jón SKRIFAR (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.