24.4.2006 | 16:25
Varadekk með reykingum og veiði !
Nú er það heilsan númer 1 2 og 3. Ég er búinn að vera alltof latur alltof lengi, varadekkið er farið að líkjast 38 mudder dekki og fyrr skal ég hundur heita áður en ég verð kominn með 44 slikka framan á mig. Ég er byrjaður í ræktinni ! Ég er ekki búinn að vera duglegur að mæta en nú verður breyting. Ég er nú þegar farinn að mæta oftar í sund og það er alveg ótrúlega hressandi iðkun. Hollari matur, próteinsheikar og jafnvel Herbalife er á matseðlinum fyrir næstu vikurnar. Út að hlaupa með hundinn og gönguferðir á fjöll. Við í Prentmet erum meira að segja farin að sameinast um reglulegar göngur á fjöll yfir sumartímann og fótbolta einu sinni í viku. Nú á að vera flottur með 6packið framaná í sólinni í sumar.
Svo er það bara spurningin um reykingarnar hvort það sé ekki að koma tími á að hætta þeim. Skyndilega hætti bara öll föðurfjölskyldan hennar Stefaníu að reykja, Robbi félagi hætti að reykja, vinnufélagar hætta að reykja og mér finnst eins og ég standi einn eftir með örfáum glæpamönnum sem svífast einskis í að menga andrúmsloftið --- Smokey and the bandits ---.
Svo er það mál á dagskrá númer 4 5 og 6. Veiðin er farin að kitla mig all svakalega. Hvenær kemst ég af stað í að byrja. Það er ýmislegt á dagskránni og ég skal hundur heita ef ég opna ekki Fiskerí Á la Carte eftir sumarið með bleikju í raspi og gufusoðinn lax. Ég er að spá í að eftir heimilishreingerninguna sem mun eiga sér stað í kvöld, líkamsræktina eftir vinnu, kvöldsundið og sjónvarpið að hnýta 2-3 flugur svona rétt til að fylla uppí dagskránna. Hvernig fer maður að þessu öllu saman, jú að sjálfsögðu með því að vera 6,0L V8 trukkur á 38 mudder dekkjum ;)
Athugasemdir
já svona gerist þetta hægt og rólega að "dekkin" stækka !!!
Kannast við þetta....en vonandi er þetta á réttri leið hjá mér eins og þér ....en ég styð þig heilsuhagar að hætta ða reykja :D
Kveðja
Petra Rós
Petra Rós (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.