Helgin 21. - 23. apríl

Það var fátt í tíðindum eftir föstudagskvöldið. Ég hafði verið nýbúinn að losa mig við víruspest í hálsinum og snúið aftur til vinnu, öll slökunin hafði hinsvegar haft þveröfug áhrif á mig miðað við hvað ætlað var og ég var alveg búinn á því eftir daginn. Á föstudagskvöldið kom ég heim til mín og byrjaði helgina á því að sofna snemma og sofa í rúma 16 tíma fram yfir hádegi næsta dag. Hversu slappt er þetta hjá 23. ára sprellara. En meira svekkjandi er að þessir þrír bestu dagar vikunnar eru skírðir beint í höfuðið á mér "Helgi", svo hleyp ég heim í háttinn Óákveðinn

 Laugardagur leit dagsins ljós og keppnisandinn búinn að færast yfir. Dagurinn fór í að dusta rykið af fótboltadótinu því ekki hafði það verið mikið notað frá því í fyrra. FBM fótboltamótið var að fara að byrja (FBM = Félag bókagerðarmanna). Prentmet átti skráð tvö lið á þessu móti og náðu bæði liðin glæstum árangri þar sem þau voru bæði saman í riðli og féllu bæði saman úr honum. Frábært ! En þetta er leikur og þetta var mjög gaman. Nú alveg eins og í fyrra eru allir að tala um að byrja að æfa saman til að vinna á næsta ári (eða bara að komast upp úr riðli). Sævar bílstjóri spurði mig að leikslokum hvort ég væri til í smá "gill" eins og kallinn kalar djammið svo snilldarlega en ég var bara búinn á því. Þolið mitt varð eftir í menntó eins og margt annað Glottandi

Sunnudagur til sælu minnir mig að orðað hafi verið einhvertíman og svo sannarlega. Ræs klukkan 6:30 hjá mér og rúsínubollunni Stefaníu (Hún er samt ekkert svo krúttleg þegar hún er nývöknuð, alltaf jafn falleg en soldið grimm). Við brunuðum út á vit ævintýranna og hittum Robba þar sem við klifrðuðum yfir í trukkinn hans. Svo mættu Hjalti og Thelma á svæðið og saman héldum við uppá jökul. Reyndar var frændi hans Hjalta líka með í för en greyið lenti í því að rífa dekkið sitt í kaldadal og þurfti að halda aftur til byggða. Við jólasveinarnir áttuðum okkur hinsvegar á því að jólin erum löngu búin og héldum til fjalla en ekki dugar keppnisandinn alltaf. Eftir mikla baráttu við snjóinn, kuldabola, veðurguðina, risapolla og talstöðina sem var alltaf að detta, gáfumst við upp og játuðum okkur sigraða því það var varla 2ja metra færi. Ég fór út að leita að hjólförum og ég sást ekki eftir að ég fór fram fyrir húdd, rataði til baka þegar Robbi félaginn fór að flauta (Traustur og góður ferðafélagi og einn af mínum allra bestu vinum). Við héldum aftur heim með skottið á milli lappana en Langjökull má passa sig því við snúum aftur og þá þarf meira en haglél og slyddu til að bíta á okkur.

Nú er klukkan farin að kalla á mig og rúmið farið að heilla. Búinn að vera að taka til því orkan var ekki alveg búin. Vinna á morgun og ný ævintýri bíða í góðri viku.

Hver veit, kanski fer ég að henda inn einhverjum myndum til að sýna ykkur en þangað til skora ég á ykkur að skoða vefinn hennar Stebbu minnar (Hún hatar að vera kölluð stebba hehe).
http://blog.central.is/bjorg87
http://bjorg87.blog.is/
Hún á erfitt með að ákveða sig hvað hún vil nota svo hún skráir allt á tvö blog í dag. Dugnaður í henni.

Farið vel með ykkur

Helgi Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe á að reyna að ná mér nú skora ég á þig ástar rúsínubollan mín ég skora á þig í blogg keppno nú er ég búin að vera dugleg og skora ég á þig að vera berti því þú ert svo góður penni ;)

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 11:17

2 identicon

Hæ Helgi, það verður gaman að fylgjast með síðunni þinni.
Bið að heilsa og heyrumst.
Kveðja, tengdaamma, :-(
þetta er álveg skelfilegt orð

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 14:52

3 identicon

Takk fyrir innlitið, reyni að setja einhverjar skemmtilegar sögur inn á næstunni :)

Helgi Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband