Nóvemberfréttir !

Hæ hó vinir og vandamenn !

Það er alltaf sama fjörið á þessum bæ og allt á fullu. Stefanía fór í aðgerð á fótinum sínum fyrir 2 vikum síðan og batinn gengur vel. Við fórum í endurkomu uppá Landspítala og allt leit vel út. Því miður fékk hún bólgur í vöðvafestur yfir öxlinni sem gerði það að verkum að hún gat ekki nýtt hækjurnar. Við björguðum okkur eins og alltaf ;) Hún fer í endurkomu eftir 5 vikur og þá verður gipsið fjarlægt.

Dale Carnegie námskeiðinu er að ljúka eftir rúma viku og þar með er enn einu 12 vikna ferlinu lokið. Frábær tími og einstaklega gaman eins og alltaf. Það er allt á fullu í skólanum og nú telja bækurnar 4 sem ég þarf að ljúka fyrir janúar. Ég stefni á að taka fyrsta prófið í desember ef allt gengur vel og þá helst til að hefja prófferlið og ljúka því sem fyrst. Ég stefni á að ljúka fyrst MCP-XP gráðunni (Microsoft Certified Professional - Windows XP). Annars gengur námið glimrandi vel og helsti vandinn er að finna tíma fyrir allan lesturinn.

Það er allt á fullu í vinnunni. Þetta er síbreytilegt umhverfi og ég hef alltaf jafn gaman að þessu. Næstu helgi verður jólahlaðborð í vinnunni og það leynir sér ekki að tilhlökkunin er komin þar sem þetta er fyrsti stóri viðburðurinn sem ég tek þátt í með stjórn Starfsmannafélagi Prentmets.

Þetta eru helstu fréttirnar. Ég skelli fleirum inn á næstunni :)

Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjúkk loksins komið blogg....var að spá í að færa þig í lata bloggara ;)

Bestu kveðjur úr Grindavík

Petra Rós

Petra Rós Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 22:30

2 identicon

já ég segi það loksins þó fyrr mætti vera enn ég vona að þú bloggir meira hjúkk að við erum hætt þessari blogg keppni því ég væri búin að vinna þig 10 fallt ef ekki meira.

 hugs and kisses

stefania (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband