28.4.2008 | 09:41
Hringferð í sumar
Hæhó vinir og vandamenn.
Eftir vandlega umhugsun og ráðfæringar með betri helmingnum höfum við ákveðið að stíga ekki um borð í flugvél þetta sumarið þar sem Evran hefur mikið sjálfstraust þessa dagana. Við ákváðum í staðin að leggja land undir fót og fara hringveginn. Það er alveg ótrúlegt hvað það er ennþá margt sem maður á eftir að skoða hérna heima. Ég mun síðar setja inn upplýsingar fyrir áhugasama um hvernig þessari ferð verður háttað en það verður leitað á sögufrægar slóðir ásamt því að skoða ýmis söfn og annað tilheyrandi. Splæst verður í einhverjar ævintýralegar ferðir líkt og fjöruflakk á fjórhjólum, bátsferðir í eyjar og riverraftring.
Ferðasögur væntanlegar í sumar :)
Athugasemdir
Já sækjum Ísland heim. :D Líst vel á það.
Við ætlum að reyna að vera dugleg með fellihýsið.
Petra Rós (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:44
Gott að heyra... ég held að við látum tjaldið duga í bili :)
En það verður gaman að sjá og skoða landið.... alltof langt síðan maður túristaðist um landið !
Helgi Þór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.